Skip to content

Ársþing IPF

  • by

Ársþing Alþjóða kraftlyftingasambandsins, IPF, var haldið 7.nóvember sl. í tengslum við HM karla og kvenna í Pilzen í Tékklandi. Fulltrúi KRAFT sat þingið ásamt fulltrúm um 30 annarra landa. Skýrslur og reikningar voru lagðar fram og samþykktir. Stjórn IPF var endurkjörin til fjögurra ára. Bretinn John Stephenson sagði af sér formennsku í tækninefnd ÍPF eftir margra ára farsælt starf og í hans stað var valinn Hansi Smith frá Suður-Afríku.

Aðalverkefni IPF er áfram að ávinna sér traust og viðurkenningu ÍOC, Alþjóða Ólympíuhreyfingarinnar, með það fyrir augum að kraftlyftingar verði íþrótt á ólympíuleikum framtíðarinnar. Helsti þrándur í götu eru lyfjamálin þar sem ennþá er míkið verk óunnið. Fundurinn ákvað að herða enn aðgerðir gegn þeim þjóðum sem ekki uppfylla gerðar kröfur og auka  áherslu á OCT, lyfjapróf utan keppnis.
Á þinginu var verulega grisjað á lista aðildarþjóða. Margar þjóðir voru teknar af listanum eða settar til hliðar fyrir að uppfylla ekki gerðar kröfur um skipulag og lyfjaprófanir, en fundurinn ákvað að gera engar tilslakanir í þessum efnum.  
IPF leggur áfram áherslu á að efla umfjöllun um íþróttina, bæði á prenti, í fjölmiðlum og á netinu.
IPF og Eleiko gengu frá nýjum samstarfssamningi til fjögurra ára.
Á dagskrá er að efla þjálfaramenntun sambandsins og efna til svokallaðs “trainers clinic” á næstu árum. Töluvert var fjallað um dómaramál sambandins.

Kenneth Sandvik, Finnlandi, Dr. Lawrence Maile, Bandaríkin og Wei-Ling Chen, Taipei voru valin í IPF Hall of Fame.

Þinggerðin í heild sinni ásamt fjárhagsáætlun 2012 kemur út á heimasíðu IPF á næstunni.

Tags:

Leave a Reply