Skip to content

Árdís og Viktor stigameistarar

  • by

Íslandsmeistaramótið í bekkpressu lauk fyrir stundu.

Keppnin í kvennaflokki var óvenju fámenn en söguleg. Árdís Ósk Steinarsdóttir, Ármanni vann stigabikarann með 175 kg í +84 kg flokki, en það er þyngsta bekkpressa sem íslensk kona hefur tekið svo vitað sé. Kraftlyftingafélag Akraness vann liðabikarann í kvennaflokki með góðri frammístöðu sinna keppenda.

Í karlaflokki varð stigahæstur Viktor Samúelsson, KFA, sem lyfti 290 kg í -120 kg flokki. Hann átti tvær góðar tilraunir við nytt íslandsmet 305 kg, en það tókst ekki í dag. Stigahæsta liðið í karlaflokki var lið KFA.

HEILDARÚRSLIT:
Við óskum öllum sigurvegurum til hamingju með daginn!