Skip to content

Alvar Logi bætti Íslandsmetið í bekkpressu á HM unglinga.

Alvar Logi Helgason hefur lokið keppni á HM unglinga þar sem hann hafnaði í 20. sæti í sínum þyngdarflokki. Hann sló ekki slöku við á sínu fyrsta heimsmeistaramóti, heldur stimplaði sig rækilega vel inn í -105 kg flokkinn og setti þar að auki eitt Íslandsmet í unglingaflokki. Alvar byrjaði vel í hnébeygjunni með seríuna 220 – 245 – 250 og bætti sig persónulega um 20 kg. Í bekkpressu lyfti hann mest 167.5 kg og bætti þar með Íslandsmet Alexanders Kárasonar um 2.5 kg. Í réttstöðulyftu tók hann svo seríuna 220 – 237.5 – 250 og endaði með samanlagðan árangur upp á 667.5 kg sem var persónuleg bæting um heil 22.5 kg. Flottur árangur hjá Alvari og ekki ólíklegt að fleiri Íslandsmet eigi eftir að líta dagsins ljós hjá honum þar sem Alvar á enn eftir tvö ár í unglingaflokknum.