Skip to content

Alþjóðadagur sjálfboðaliðans

  • by

Allirsemeinn_logoÍ dag er alþjóðadagur sjálfboðaliðans.
Starfsemi íþróttahreyfingarinnar, þar með talið Kraftlyftingasambandsins, byggist á mestum hluta á vinnu sjálfboðaliða. Fjöldi fólks leggur íþróttahreyfingunni lið með því að taka á sig ábyrgð; sitja í nefndum, ráðum eða vinnuhópum, taka þátt í foreldrastarfi, aðstoðað við fjáröflun, framkvæmd móta o.s.frv. Samkvæmt upplýsingum frá ÍSÍ gefa um 25.000 manns tímann sinn í þágu íþrótta.
Opnaður hefur verið vefurinn ALLIR SEM EINN þar sem sjálboðaliðar geta skráð vinnuframlag sitt reglulega. Það getur verið gagnlegt og forvitnilegt bæði fyrir einstaklinga og ÍSÍ að fá yfirlit yfir þetta mikilvæga starf og við hvetjum sjálfboðaliða KRAFT til að skrá sig á vefinn og taka þátt í að gera sjálfboðaliðastarfið sýnilegra.
Um leið þakkar stjórn KRAFT öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóginn við að efla kraftlyftingaíþróttina á árinu.