Skip to content

Alexandrea tók silfrið

  • by

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir keppti í dag á EM unglinga í bekkpressu í búnaði.
Hún keppti í -63kg flokki og tók þar silfurverðlaun eftir spennandi viðureign um gullið. Alexandrea lyfti 115 kg í fyrstu tilraun en mistókst svo tvisvar með 122,5 kg.
Mikalusova frá Slóvakíu lyfti 115 kg í sinni þriðju tilraun og þar sem hún var léttari hreppti hún gullið á líkamsþyngd.
Alexandrea kemur heim með gull og silfur og óskum við henni til hamingju með árangurinn.