Skip to content

Alexandrea Norðurlandameistari

  • by

Alexandrea Rán Guðnýjardóttir varð í dag Norðurlandameistari í klassískri bekkpressu í -63 kg flokki unglinga.
Nú gekk allt upp hjá henni og hún lyfti 97,5 – 102,5 – 110 kg. Það er persónuleg bæting um 12,5 kg og bæting á íslandsmeti unglinga um 10 kg.
Alexandrea hefur lengi haft augastað á þetta þráláta met Fanneyjar Hauksdóttur sem hefur staðið frá 2015, og tókst í dag að kveða það niður með stæl.
Við óskum henni til hamingju með titilinn!