Skip to content

Alexander með Íslandsmet á HM í klassískum kraftlyftingum.

Alexander Örn Kárason hefur lokið keppni á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum. Alexander sem keppir í -93 flokki lyfti 275 kg í hnébeygju, 197.5 kg í bekkpressu og endaði með 282.5 kg í réttstöðulyftu. Bekkpressan er nýtt Íslandsmet en fyrra metið sem var sett fyrir 10 árum síðan var í eigu Arons Du Lee Teitssonar. Samanlagt lyfti Alexander 755 kg sem gaf honum 19. sætið í sterkum og fjölmennum þyngdarflokki.

Við óskum Alexander til hamingju með Íslandsmetið og árangurinn!

Íslenski landsliðshópurinn á HM í Druskininkai, Litháen.