Skip to content

Akureyri vs. Stavanger

  • by

Laugardaginn 19.oktober nk verður efnt til bæjarliðakeppni milli Akureyrar og Stavanger. Keppnin fer fram á heimavelli KFA á Akureyri og HÉR má sjá lista yfir keppendur. Þessi skemmtilega nýjung í mótaflórunni er endurtekning á móti sem var haldið 1989 í Noregi.
Nokkrir íslendingar eru í liði Stavanger, m.a. Freyr Aðalsteinsson sem er Akureyringur en hefur búið lengi í Noregi. Freyr hefur haldið góðum tengslum við kraftlyftingafélaga sína hér heima alla tíð og fer nú fyrir nýju félaginu sínu í heimsókn til hins gamla.

Víð óskum KFA og Stavanger til hamingju með þetta frábæra framtak og keppendum góðs gengis. Keppnin hefst kl. 12.00 og verður án efa hin besta skemmtun.

HEIMASÍÐA KFA