Skip to content

Afreksstefna samþykkt

Stjórn KRAFT lagði fram tillögu að afreksstefnu sambandsins á fundi með formönnum félaga 21.maí sl.
Á fundinum voru framtíðarmarkmið og stefnumál sambandsins rædd og ymislegt lagfært í tillögum stjórnar.
Afreksstefnan hefur nú verið birt undir AFREKSMÁL og verður unnið samkvæmt þessum markmiðum á næstu árum.

Til að stefnan nái fram að ganga þurfa allir að leggjast á eitt, hver á sínum stað. Stjórn sambandsins í sínum störfum, stjórnir félaganna á sínum vettvangi og fyrst og fremst iðkendur íþróttarinnar sem æfa og leggja mikið á sig á hverjum degi. Gott samstarf byggt á gangkvæmri virðingu og skilningi er grunnurinn sem við viljum leggja.

Leave a Reply