Skip to content

Afreksstefna í vinnslu

  • by

Mikill tími stjórnar KRAFT fer þessa dagana í gerð afreksstefnu fyrir sambandið. Skýr og markviss stefna í afreksmálum er skilyrði fyrir styrkveitingar og nauðsynleg til að við getum nýtt fjármagnið sem best.

Rammi afreksstefnunnar er tilbúinn, en nú er unnið efnislega í sumum köflum og skerpt á endanlegu orðalagi í öðrum.

Mörgum grundvallarspurningum þarf að svara. Skilgreina þarf nákvæmlega hvað er átt við með “afrek” og skýra þarf vinnuferla og skipulag kringum landsliðin svo eitthvað sé nefnt.
Í málum landsliðanna hefur margt verið gert undanfarið. Guðjón Hafliðason og Grétar Hrafnsson hafa tekið að sér umsjón með þjálfun landsliðsmanna og aðstoð á mótum. Haldnar hafa verið sameiginlegar æfingar með landsliðmönnum og unnið er í að tryggja þeim góða æfingaraðstöðu.

Raunhæf afreksstefna þarf svo að samræma draumsýnina við fjármagnið og mannauðinn sem er fyrir hendi, en þegar metnaðurinn er mikill getur það verið vandasamasta verkið.

Drög að afrekstefnu fyrir Kraftlyftingasambandið verða lögð fram á formannafundi sem til stendur að halda í maí.

Leave a Reply