Skip to content

Æfingarmót og dómarapróf – skráning hafin

  • by

Skráning er hafin á æfingarmót KRAFT sem fer fram laugardaginn 11.febrúar nk. í Mosfellsbæ. Skráningarfrestur er 21.janúar og skal senda skráningar á hjaltiar@icloud.com með afrit á kraft@kraft.is. Þar skal koma fram nafn, kennitala, þyngdarflokk, félag og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar.

Haldið verður dómarapróf í tengslum við mótið. Skráning á kraft@kraft.is með afrit á helgih@internet.is fyrir 21.janúar. Í skráningu skal koma fram nafn, kennitala, félag og símanúmer.
Prófgjald er 12.000 og skal greiða inn á reikning KRAFT ( 552-26-007004 kt. 700410-2180) fyrir 21.janúar.
Prófað verður skriflega úr keppnisreglum IPF og síðan verklega við dómgæslu á mótinu.
Nánari upplysingar veitir Helgi Hauksson – helgih@internet.is

Hámarksfjöldi í prófið er sex. Ef fleiri vilja komast að verður þess gætt að sem flest félög fái fulltrúa í prófið.

Allar skráningar, bæði á mótið og prófið fara fram gegnum félögin.