Æfingarmót 7.september

  • by
Æfingarmót/byrjendamót í kraftlyftingum (þríþraut) verður haldið í Ármannsheimilinu sunnudagin 7.september nk. kl. 13.00 (vigtun kl. 11.00)
Hér gefst tækifæri fyrir byrjendur að reyna sig fyrir framan dómara á móti þar sem öllum reglum er fylgt. Reyndir keppendur geta líka haft gagn af slíku móti til að kanna stöðuna.
Skráning fer fram gegnum félögin og þurfa keppendur að hafa verið skráðir félagar í amk mánuð fyrir mótið.
Skráning má senda í tölvupósti til [email protected] með afrit á [email protected]
Í skráningu skal koma fram nafn keppanda, kennitala, símanúmer og netfang. Jafnframt nafn og kennitala aðstoðarmanns.
Skráningarfrestur er til 17.ágúst
Tags: