Skip to content

Æfingarmót 27.oktober

  • by

Auglýst er eftir þátttakendum á æfingarmoti sem verður haldið í húsnæði Breiðabliks laugardaginn 27.oktober nk. Á mótinu fer fram verklegi hluti dómaraprófs.
Kraftlyftingamenn hafa hér tækifæri til að koma og lyfta við keppnisaðstæður. Byrjendur geta haft gagn af því og jafnvel reyndir keppendur sem eru að undirbúa sig undir bikarmótið eða vilja nota æfingartímann sinn á þennan hátt.
Þó um æfingarmót sé að ræða verður framkvæmd og dómgæsla öll samkvæmt reglum.
Þeir sem vilja vera með tilkynni sig strax á kraft@kraft.is og gefi upp nafn, kennitölu og félag.