Skip to content

Æfingabúðir í kraftlyftingum og ólympískum lyftingum.

Sænska kraftlyftingasambandið stendur nú annað árið í röð fyrir æfingabúðum barna og ungmenna í kraftlyftingum og ólympískum lyftingum. Æfingabúðirnar verða í Linköping í Svíþjóð og verður þátttakendum skipt upp í tvo aldurshópa, 10-14 ára og 15-17 ára. Þetta er skemmtilegt tækifæri fyrir ungu kynslóðina til læra meir um íþróttagreinarnar og eins til að hitta önnur ungmenni sem deila þessum sama áhuga á lyftingum.

Dagsetningar:
Yngri hópur 10-14 ára  –  5.-7. ágúst 2024
Eldri hópur 15-17 ára  –  8.-11. ágúst 2024

Æfingar munu fara fram í íþróttamiðstöð Háskólans í Linköping en gistiaðstaða verður í Valla lýðháskólanum í Linköping sem er rétt hjá æfingaaðstöðunni.

Nánari upplýsingar og skráning fer fram á kraft@kraft.is.