Skip to content

Aðalfundur Zetora

Aðalfundur Kraftlyftingafélags Seltjarnarness – Zetora var haldinn 26. apríl síðastliðinn. Fundurinn fór fram í salarkynnum ÍSÍ í Laugardal.
Á fundinum var lögð fram skýrsla formanns og gjaldkera frá ársbyrjun þar sem félagið var stofnað í janúar.
Stjórn félagsins var endurkjörin til 1 árs og er hún þannig skipuð:
Magnús Örn Guðmundsson, formaður
Grétar Dór Sigurðsson, varaformaður
Sigurður Örn Jónsson, gjaldkerfi
Hannes Páll Guðmundsson, meðstjórnandi
Finnur Hilmarsson, meðstjórnandi
Enn fremur var merki félagsins formlega vígt. Merkið hefur skírskotun í traktorsdekk auk þess sem brúnn litur skjaldamerkis Seltjarnarness er notaður. Mæting var fín og var mikill hugur í mönnum fyrir komandi hrikaleg átök.

Tags:

Leave a Reply