Skip to content

-84kg flokkur í klassískum á V.EM

Þá er fyrsta keppnisdegi á Vestur Evrópumótinu í Kraftlyftingum lokið og lokaði Ellen Ýr deginum fyrir Íslands hönd.

Ellen byrjaði á 157.5kg í hnébeygju og tók 165kg í lyftu 2. Í lyftu þrjú barðist hún við 167.5 en ekki vildi það hafast í dag. Í bekknum startaði hún á 87.5kg og endaði þar í 90kg. Í réttstöðunni reif hún upp 165kg. Mótið gekk vel miðað við erfiða uppkeyrslu og þétta dagskrá, dagsformið skiptir alltaf máli. Ellen endaði með samanlagt 412.5kg. og alveg ljóst að þetta fer í reynslubankann og verður gaman að fylgjast með Ellen í framtíðinni.