Skip to content

7. þing Kraftlyftingasambands Íslands

  • by

Sunnudaginn 26.febrúar nk fer fram 7.ársþing KRAFT. Öll starfandi félög eiga rétt til þingsetu og hafa fengið send kjörbréf, en fjöldi fulltrúa miðast við fjölda skráðra iðkenda.

Á þinginu fara fram venjuleg aðalfundastörf og stjórnarkjör. Kosinn verður nýr formaður og gefur Hulda Elsa Björgvinsdóttir kost á sér í það embætti.

Á þinginu verða líka afhentar viðurkenningar til félaga og einstaklinga fyrir afrek á liðnu ári og heiðursmerki sambandsins verður veitt í annað sinn.

Gögn:

Ársreikningur 2016
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2017