Skip to content

María með þrjú ný Íslandsmet

  • by

María Guðsteinsdóttir, Ármanni, keppti í dag á sínu 6.heimsmeistaramóti í kraftlyftingum, en mótið stendur nú yfir í Puerto Rico. María vigtaði 62,8 kg í fjölmennum hópi kvenna í -63,0 kg flokki.

Hún byrjaði í 160 kg í hnébeygju mjög örugglega. Nýtt Íslandsmet, 167,5 kg fór upp í annarri tilraun, en svo virtist sem María hafi ekki hitt nógu vel á lyftuna og þurfti að berjast af hörku. Í þriðju tilraun bættu hún um betur og lyfti 172,5 kg.

Á bekknum kláraði María 97.5 kg í fyrstu tilraun, en mistókst því miður með 102,5 kg í næstu tveimur tilraunum, sem voru ákveðin vonbrigði.

Í réttstöðulyftu byrjaði María auðveldlega í 160,0 kg. Hún hélt áfram með 172,5 kg og sýndi tilþrif með 180 kg í þriðju og átti inni. Þetta er nýtt Íslandsmet í flokknum, og samanlagður árangur  450,0 kg er besti árangur Marí um árabil og einnig nýtt Íslandsmet.

Larysa Soloviova, Úkraína, sigraði í flokknum á nýju heimsmeti, 633,0 kg, en María endaði í 11.sæti. HEILDARÚRSLIT
Við óskum henni til hamingju með árangurinn og metin.

Tags: