“Þorramót” í kraftlyftingum fer fram í lyftingarsal KFA laugardaginn 12. febrúar og hefst kl. 13.00. Ellefu keppendur frá þremur félögum eru skráðir til leiks, þar af fjórar konur. Allar upplýsingar má finna á heimasíðu KFA, kfa.is.
Að loknu móti fer fram aðalfundur KFA og síðan er slegin upp veisla og haldið þorrablót.