RIG 2018 – keppendur

Reykjavik International Games verða haldnir í ellefta sinn dagana 25.janúar til 4.febrúar nk.

Í tengslum við leikjana verður haldið alþjóðlegt kraftlyftingamót sunnudaginn 28.janúar, og er það klassísk þríþrautarmót eins og undanfarin ár. Hér má sjá keppendalistann, og verða keppendur nánar kynntir til leiks á facebooksíðu mótsins á næstu dögum.
Við hvetjum alla til að deila þessu viðburði sem víðast og nota #RIG18 eða #RIG2018.

Jordan McLaughlin GBR
Michael Pennington GBR
Júlían J. K. Jóhannsson ISL
Viktor Samúelsson ISL
Einar Örn Guðnason ISL
Svavar Örn Sigurðsson ISL
Aron Friðrik Georgsson ISL
Karl Anton Löve ISL
Þorsteinn Ægir ÓttarssonISL
Aron Ingi Gautason ISL

Carola Garra ITA
Rósa Birgisdóttir ISL
Ellen Ýr Jónsdóttir ISL
Íris Rut Jónsdóttir ISL
Arna Ösp Gunnarsdóttir ISL
Kristín Þorsteinsdóttir ISL

Gleðilegt nýtt ár!

Kraftlyftingasamband Íslands óskar félagsmönnum og íþróttaáhugafólki öllu farsældar og framfara á nýju keppnisári með þökkum fyrir samstarf og stuðning á liðnu ári.

Skúli Óskarsson í Heiðurshöll ÍSÍ

Skúli M. Óskarsson kraftlyftingamaður var útnefndur í Heiðurshöll ÍSÍ í hófi íþróttamanns ársins í gærkvöldi. Skúli, sem er einn merkasti íþróttamaður sem Ísland hefur átt, er sautjandi íþróttamaðurinn sem hlýtur þessa útnefningu .
Nánar hér

Kraftlyftingasamband Íslands óskar Skúla til hamingju með þennan mikla heiður.

Skúli var sæmdur gullmerki KRAFT fyrstur manna á kraftlyftingaþingi 2016

Forskráning dómara

Dómarar af dómarlista KRAFT geta nú skráð sig fyrirfram til starfa á mótum 2018.
MÓTASKRÁ

Skráning fer fram hér.

Dómaranefnd tekur við óskum dómara og tekur tillit til þeirra eins og hægt er, en gæta verður þess að ekki fleiri en tveir dómarar frá sama félagi verði við dómgæslu í einu.

Í 29. grein reglugerðar um kraftlyftingakeppni segir m.a.:
Eingöngu dómarar af dómaralista mega dæma á mótum KRAFT…
Til að vera á listanum þurfa dómarar að uppfylla eftirtalin skilyrði:
– hafa staðist dómarapróf KRAFT
– vera skráður félagi eða iðkandi í kraftlyftingafélagi í Felix
– hafa dæmt á móti á vegum KRAFT eða tekið þátt í upprifjunarnámskeiði á sl. tveimur árum
Allir dómarar hafa dómaraskírteini þar sem dómgæsla er skráð og vottuð af mótshaldara og gildir það sem staðfesting á dómgæslu. Dómari ber ábyrgð á að skírteinið sé uppfært,

Ráðning íþróttastjóra Kraftlyftingasambands Íslands

Gry Ek Gunnarsson var þann 10. nóvember sl. ráðinn sem  íþróttastjóri Kraftlyftingasambands Íslands. Um er að ræða nýtt starf hjá sambandinu og mun það m.a. falla í hlut hins nýja íþróttastjóra að móta starfið og vinna framtíðarverklýsingu fyrir það. Ráðningin er tímabundin fram að ársþingi Kraftlyftingasambandsins í febrúar nk. en til stendur að auglýsa stöðuna síðar.

Gry er kraftlyftingafólki að góðu kunn, en hún hefur sjálf keppt í kraftlyftingum og hefur frá stofnun Kraftlyftingasambands Íslands setið í stjórn sambandsins.

Kraftlyftingafólk ársins

Kraftlyftingasamband Íslands hefur valið kraftlyftingakonu og kraftlyftingakarl ársins 2017 og urðu fyrir valinu þau Fanney Hauksdóttir (KFR) og Júlían J. K. Jóhannsson (Ármann).

Fanney er fædd árið 1992 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Reykjavíkur.
Fanney hefur sérhæft sig í bekkpressu og keppir bæði með búnaði og án búnaðar (klassískar kraftlyftingar). Hún náði frábærum árangri á árinu en afrek hennar eru:• –

Evrópumeistari í bekkpressu í -63 kg flokki á Evrópumótinu í bekkpressu sem fram fór á Spáni í október sl. Varð hún þar með Evrópumeistari í búnaðarbekkpressu þriðja árið í röð.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Litháen í maí sl.
• Silfurverðlaun í -63 kg flokki á Evrópumótinu í klassískri bekkpressu sem fram fór í Finnlandi í ágúst sl.
• Íslandsmeistari í klassískri bekkpressu
• Norðurlandamet og Íslandsmet í bekkpressu í -63 kg flokki þegar hún lyfti 157,5 kg
• Íslandsmet í -63 kg flokki í klassískri bekkpressu þegar hún lyfti 112,5 kg.Með þessum árangri er Fanney nú í í þriðja sæti á heimslista IPF (Alþjóða kraftlyftingasambandsins), bæði í bekkpressu með og án búnaðar -63 kg flokki en aldrei hefur íslenskur kraftlyftingakeppandi náð svo hátt á heimslista IPF.

Júlían er fæddur árið 1993 og keppir fyrir Ármann. Hann keppti í fyrsta sinn í opnum flokki á árinu.
Afrek hans eru:
• Bronsverðlaun í samanlögðum árangri í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum sem fram fór í Tékklandi í nóvember sl.
• Gullverðlaun í réttstöðulyftu í +120 kg flokki á HM í kraftlyftingum
• Evrópumet í klassískri réttstöðulyftu í +120 kg flokki þegar hann lyfti 365 kg
• Bronsverðlaun í hnébeygju í +120 kg flokki á EM í kraftlyftingum sem fram fór á Spáni í maí sl.
• Íslandsmeistari í réttstöðulyftu í + 120 kg flokki
• Silfurverðlaun í klassískum kraftlyftingum á Reykjavík International Games (RIG) þar sem hann setti Íslandsmet í hnébeygju, réttstöðulyftu og í samanlögðum árangri
• Gullverðlaun á boðsmóti í réttstöðulyftu, Sling Shot Pro Deadlift, Arnold Classic Festival þar sem hann setti Íslandsmet í réttstöðulyftu.
• Tók þátt í IWGA, World Games fyrstur Íslendinga.
• Stigahæstur íslenskra kraftlyftingamanna í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum á árinu.

Landsliðsverkefni 2018

Stjórn KRAFT hefur samþykkt tillögu landsliðsnefndar um verkefni 2018. Hér fyrir neðan eru nöfn þeirra sem uppfylla skilyrði til þátttöku í verkefnunum. Nokkrir keppendur í viðbót hafa ennþá tækifæri til að ná nauðsynlegum lágmörkum innan tímamarka og geta bæst á listann. Valið verður  endurskoðað á miðju ári.

Boðað verður til fundar með landsliðsmönnum fljótlega, verkefnin kynnt og gengið frá samningum.

LANDSLIÐSVERKEFNI 2018

EM ÖLDUNGA KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – SVÍÞJÓÐ – MARS

Laufey Agnarsdóttir – 84 M1
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir – 84+ M2

HM Í BEKKPRESSU – SUÐUR AFRÍKA –APRÍL

Fanney Hauksdóttir, -63,

EM Í KRAFTLYFTINGUM – TÉKKLAND –  MAÍ

Sóley Margrét Jónsdóttir – +84 subjr
Kara Gautadóttir – 57 jr
Hulda B Waage – 84
Karl Anton Löve – 93 jr
Guðfinnur Snær Magnússon – +120 jr
Viktor Samúelsson – 120
Júlían J. K. Jóhannsson – +120

HM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU – FINNLANDI –MAÍ  

Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Elín Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Fanney Hauksdóttir -63

HM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – CANADA – JÚNI

Ragna Kr Guðbrandsdóttir – 63 subjr
Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Arnhildur Anna Árnadóttir – 72
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 57
Ellen Ýr Jónsdóttir – 84
Rósa Birgisdóttir – 84+
Laufey Agnarsdóttir – 84 M1
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir – 84+ M2

EM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU – FRAKKLANDI –.ÁGÚST

Matthildur Óskarsdottir – 72 jr
Elin Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Fanney Hauksdóttir – 63
Ingimundur Björgvinsson – 105

HM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM – SUÐUR AFRÍKA – SEPTEMBER

Guðfinnur Snær Magnússon – 120+ jr

ARNOLD CLASSIC – SPÁNN – SEPTEMBER 

Ingimundur Björgvinsson – 105

VESTUREVRÓPUKEPPNIN – NOREGUR – SEPTEMBER

Elin Melgar Aðalheiðardóttir – 63
Arnhildur Anna Árnadóttir – 72
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 57

NM UNGLINGA Í KRAFTLYFTINGUM  – ÍSLANDI – SEPTEMBER  

Sóley Jónsdóttir – 84+ SubJr
Kara Gautadóttir – 57 jr
Aron Gautason – 74 jr
Karl Anton Löve – 93 jr

EM Í BEKKPRESSU – LUXEMBOURG – OKTOBER  

Fanney Hauksdóttir – 63

HM Í KRAFTLYFTINGUM – SVÍÞJÓÐ – NOVEMBER

Viktor Samúelsson – 120 kg
Júlían J. K. Jóhannsson – 120+

EM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM – LITHÁEN – NÓVEMBER

Ragna Kr Guðbrandsdóttir – 63 subjr
Matthildur Óskarsdóttir – 72 jr
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir – 63
Arnhildur Anna Árnadottir – 72
Ellen Ýr Jónsdóttir – 84
Rósa Birgisdóttir – 84+

Ingvi með silfur á Evrópubikarmótinu í klassískum kraftlyftingum

Evrópubikarmótið í klassískum kraftlyftingum (European Classic Cup) var haldið í þriðja sinn um helgina, í Malaga á Spáni. Á meðal keppenda var Íslendingurinn Ingvi Örn Friðriksson sem átti góðu gengi að fagna og fór í gegnum mótið með allar tilraunir gildar. Hann vann til silfurverðlauna í 105 kg flokki með 725 kg í samanlögðum árangri.

Ingvi lyfti mest í 260 kg í hnébeygju og bætti með því Íslandsmet unglinga. Í bekkpressu tók Ingvi persónulega bætingu með 160 kg lyftu. Í réttstöðulyftu bætti hann Íslandsmetið í opnum flokki (sem og unglingafl.) með því að lyfta 305 kg. Samanlagður árangur Ingva með 725 kg, sem er nýtt Íslandsmet unglinga, landaði honum öðru sætinu í 105 kg fl. á eftir Ungverjanum Gergo Opra sem lyfti 752,5 kg.

Kraftlyftingadeild Ármanns

Við höldum áfram umfjöllun um kraftlyftingafélög landsins og nú er komið að Ármanni.

Glímufélagið Ármann var stofnað 1888 og er í hópi elstu félagasamtaka landsins. Innan félagsins var stofnuð kraftlyftingadeild 2009. Ármann var eitt af stofnfélögum KRAFT, heyrir undir ÍBR og var lengi vel eina kraftlyftingafélagið í höfuðborginni.

Ingimundur Björgvinsson var kjörinn formaður á stofnfundi en María Guðsteinsdóttir tók fljótlega við af honum. Í dag er Helgi Briem formaður. Með honum í stjórn eru María Guðsteinsdóttir, Júlían J. K. Jóhannsson, Bjarni Þór Einarsson, Ingimundur Ingimundarson, Eiríkur Jónsson og Þórunn Lilja Vilbergsdóttir.

Skráður fjöldi iðkenda er í dag 134. Helstu afreksmenn eru Júlían Jóhannsson, íþróttakarl Reykjavíkur 2016 og María Guðsteinsdóttir sem var helsta kraftlyftingakona Íslands í áratug, en fleiri Ármenningar hafa verið duglegir að æfa og keppa og hafa landað bæða íslandsmeistara- og bikarmeistaratitlum fyrir félagið.

Deildin æfði fyrst í íþróttamiðstöðinni Laugaból en fékk svo aðstöðu í Djúpinu, í kjallara Laugardalslaugar. Þar deilir hún plássið með lyftingadeild félagsins og fer ágætlega á með þeim. Deildin er vel búin tækjum og lóðum. Meðlimir borga æfingargjald sem er 20.000 kr fyrir 6 mánuði. Innifalið í því er æfingaaðstaða, keppnisgjöld á innanlandsmót, aðgangur að sundlaug og gufubaði.

Æfingaaðstaðan fylgir opnunartimum laugarinnar – opnar við fyrsta hanagal og er opin til kl. 22.00 sjö daga vikunnar.  Opnunartímar eru líka rúmir yfir hátíðardaga.  Fastir æfingartímar eru á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 16 – 18 en þess fyrir utan mæla menn sér gjarnan mót til að æfa saman. Kvennalið deildarinnar er á hraðri uppleið undir heitinu Ár-MAN og hefur skipulagt æfingar og ýmisleg annað sérstaklega ætlað konum í kraftlyftingum.
Helgi Briem hefur veitt byrjendum leiðsögn  en fleiri innan félagsins eru með þjálfararéttindi og mikla reynslu í að leiðbeina og aðstoða.  Sex dómarar frá félaginu eru skráðir á dómaralista KRAFT.

Samstarf við móðurfélagið og ÍBR hefur verið gott alla tíð. Þess má geta að það var Ármann sem hafði frumkvæðið að því að kraftlyftingaíþróttin var sett á dagskrá Reykjavíkurleikjanna á sínum tíma. Félagið hefur verið ólatt við að halda mót og fékk þann heiður að vera fyrsta félagið sem hélt alþjóðamót á Íslandi þegar það tók að sér að halda Norðurlandamót unglinga 2013. Næsta verkefni félagsins er að halda alþjóðlegt kraftlyftingamót í tengslum við RIG 2018.

Helstu framtíðarverkefni stjórnar er að finna leiðir til að fjölga iðkendum og keppendum og byggja upp öfluga liðsheild til keppnis innan- og utanlands.

Upplýsingar um starfið má finna á heimasíðu Ármanns og á facebooksíðu Kraftlyftingadeildar Ármanns.