Aron á pall á HM

Aron Teitsson, Grótta, keppti í dag á HM í klassiskum kraftlyftingum og átti góðan dag. Hann er orðinn reyndur keppnismaður og sýndi það í yfirveguðum og vel útfærðum lyftum. Hann kemur heim með verðlaun, þrjú ný Islandsmet og góðar bætingar í farteskinu.
Hann viktaði 91,25 kg og var með léttari mönnum í -93 kg flokknum.

Aron fékk ógilt í fyrstu tilraun í hnébeygju, en lyfti síðan 230 og 242.5 og setti þar með nýtt Íslandsmet í greininni.

Á bekknum opnaði Aron á nýju islandsmeti 180 kg og tók síðan 190 kg örugglega. Hann kláraði svo 195 með stæl í síðustu tilraun og vann með því til bronsverðlauna í greininni og bætti  Islandsmetið um 20 kg á einu bretti.

Í réttstöðu lyfti Aron fyrst 270 auðveldlega, tók svo 285 jafn örugglega. Hann reyndi við 295 í þriðju, en það var of þungt í þetta sinn.

Aron endaði þar með á nýju Íslandsmeti samanlagt 722,5 kg, 30 kg persónuleg bæting, en það gaf honum 9 sætið í  flokknum.
Baráttan um gullið var hörð og vannst á líkamsþyngd, en sigurvegari var Krzysztof Wierzbicki frá Póllandi með 847,5 kg.

Við óskum Aroni til hamingju með glæsilegan árangur.

Grettismót 25.júlí

Kraftlyftingafélag Akureyrar mun endurvekja kraftlyftingamótið „Grétarsmótið“ tileinkað Grétari Kjartansyni – en Grétar Kjartanson tileinkaði sér lyftingar og kraftlyftingar – og varð fyrsti Akureyríski Íslandsmeistarinn vorið 1974 en dó því miður af slysförum í nóvember sama ár. Vinir og fjölskylda létu verða að því að stofna lyftingaráðið í janúar 1975 og héldu mót í fjölmörg ár tileinkað Grétari – er nefndist „grétarsmótið“. Mótið var fyrst haldið árið 1975 og var haldið samfleytt til ársins 1989. Í tilefni 40 ára afmælis félagsins á næsta ári og 40 ára afmæli mótsins ætlar KFA að endurvekja mótið í nafni Grettis „sterka“ Ásmundarson árinu áður og með því leggja línurnar hvað varðar afmælismótið á næsta ári.

Upplýsingar: GRETTISMÓT

Elín hefur lokið keppni

Elín Melgar Aðalheiðardóttir, Grótta, lauk í dag keppni á HM unglinga í Suður-Afríku. Hún vigtaði 59,35 kg í -63 kg flokki og lyfti seriuna 110-72,5-125 eða samtals 307,5.
Í síðustu lyftu reyndi hún við 132,5 kg til að knýja fram bætingu.
Það tókst ekki í þetta sinn en Elín kemur heim reynslunni ríkari.

Árangurinn dugði henni í 8.sæti í flokknum.
sigurvegarinn var Johanna Aguinaga frá Ecuador sem lyfti 377,5 kg

Á laugardag lyftir Aron Teitsson í opnum flokki -93 kg.

Dagfinnur setti þrjú ný Íslandsmet

Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppti í dag á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Suður-Afríku. Hann keppti í -74 kg flokki.
Dagfinnur byrjaði mjög örugglega á nýju íslandsmeti unglinga í hnébeygju, 195 kg og bætti um betur með 202,5 kg í annarri tilraun. Hann reyndi svo við 207,5 kg í þriðju en það tókst ekki i þetta sinn.
Á bekknum byrjaði Dagfinnur með 135 kg sem einnig er nýtt unglingamet.Hann átti svo tvær ógildar tilraunir við 142,5 kg.
Í réttstöðu tók hann 210 –  220 – 225 kg
Þar með endaði hann í  562,5 kg sem er persónuleg bæting og bæting á íslandsmeti unglinga um 15 kg.
Það dugði í 6. sæti. Við óskum Dagfinni til hamingju með bætingarnar.

Sigurvegarinn í flokknum var kanadamaðurinn Josh Hancott með nýtt heimsmet unglinga 681,5 kg

Á morgun lyftir Elín Melgar. Keppnin hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma.

Dagfinnur keppir á morgun

dagfinnurDagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppir á morgun á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Suður-Afríku.
Dagfinnur keppir í -74 kg flokki unglinga þar sem hann hefur verið svo gott sem einráður undanfarið keppnistímabil hér heima. Nú verður spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í harðri samkeppni, en 9 keppendur eru skráðir í flokknum.
Bein útsending hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma. Útsendingin og upplýsingar má finna á heimasiðu IPF http://www.powerlifting-ipf.com/

Við óskum Dagfinni alls góðs!

 

HM í klassískum kraftlyftingum hafið

Heimsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum karla og kvenna í opnum og aldurstengdum flokkum eru hafin í Potchefstroom í Suður-Afríku og standa til 8.júni.

Þrír keppendur frá Íslandi taka þátt.
Aron Teitsson, Grótta, keppir á laugardag í opnum flokki karla – 93 kg. Keppnin hefst kl. 11.00 að íslenskum tíma.
Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppir á miðvikudag Í unglingaflokki karla -74 kg.
Elín Melgar, Grótta, keppir á fimmtudag í unglingaflokki kvenna -63 kg.
Keppni hjá þeim hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma.

Bein útsending og upplýsingar: http://www.powerlifting-ipf.com/  

Við óskum þeim góðs gengis!

Viktor þriðji stigahæsti í drengjaflokki.

Nú þegar allir keppendur í drengjaflokki hafa lokið keppni liggur ljóst fyrir hverjir urðu efstir á stigum. Viktor Ben Gestsson sem varð heimsmeistari drengja fyrr í vikunni náði þeim frábæra árangri að verða þriðji stigahæsti keppandinn í sínum aldursflokki með 142,84 Wilksstig. Hann er því þriðji sterkasti keppandinn í drengjaflokki yfir alla þyngdarflokka. Glæsilegt og til hamingju Viktor.

Sigfús með nýtt íslandsmet á HM í bekkpressu.

Sigfús Fossdal lauk í dag keppni á heimsmeistaramótinu í bekkpressu sem fram fór í Danmörku. Sigfús sem keppti í +120 kg flokki átti góðan dag og lenti í 7.sæti af 16 keppendum en flokkurinn var mjög sterkur. Sigfús opnaði á 315 kg sem var örugg byrjunarþyngd fyrir hann og fór því næst í íslandsmet 325 kg og fékk 3 hvít ljós á það. Í þriðju umferð átti hann svo góða tilraun við 335 kg en náði ekki að pressa það upp. Við óskum Sigfúsi til hamingju með frábæran árangur og íslandsmetið.

Sigurvegari í flokknum var Fredrik Smulter frá Finnlandi með 400 kg en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem keppandi innan IPF tekur þessa þyngd í bekkpressu.