Bikarmót – skráning hafin

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands í kraftlyftingum karla og kvenna fer fram í íþróttamiðstöð Glerárskóla á Akureyri laugardaginn 22.nóvember nk og er skráning hafin. Fyrri skráningarfrestur er til miðnættis 31.oktober, en seinni til miðnættis 7.nóvember. Mótið er síðasta stóra mót ársins og mun skera úr um hvaða lið verður stigahæst á árinu.
Fundur stjórnar sambandsins með formönnum félaga fer fram kvöldið fyrir mót.

Akureyrarmótið í kraftlyftingum hefur farið fram á hverju ári síðan 1974 og verður það haldið í ár jafnhliða bikarmótinu með þeim hætti að innbyrðiskeppni verður milli heimamanna um titilinn Akureyrarmeistari.

Til stendur að halda veglegt lokahóf þar sem um leið verður fagnað tímamótum hjá KFA, en það félag var stofnað 1975 og verður því 40 ára á næsta ári.
Bikarmótið markar upphaf afmælisdagskrár félagsins.
Við hvetjum menn til að taka þátt  og fagna með þeim, en skráning í veisluna fer fram um leið og skráning á mótið sjálft og kostar 5000 krónur.

SKRÁNING: bikarmot14

Mótaskrá 2015

Mótaskrá Kraftlyftingasambandsins fyrir næsta keppnistímabil er klár og má finna hér: http://results.kraft.is/meets

Ennþá vantar mótshaldara að Byrjenda- og lágmarksmótið 21.febrúar og Íslandsmeistaramót unglinga og öldunga í kraftlyftingum 21.mars.
Félög sem vilja taka þessi míkilvægu mót að sér eru beðin um að hafa samband við mótanefnd eða stjórn KRAFT sem fyrst.

ÍM unglinga – úrslit

Íslandsmeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum fór fram á Akureyri laugardaginn 20.september sl.
11 ungmenni kepptu, fjórar stúlkur og 7 strákar.
ÚRSLIT
Nokkur Íslandsmet voru sett á þessu fyrsta móti sinnar tegundar.

Við óskum Íslandsmeisturum og methöfum til hamingju með árangurinn.

Dómarar á mótinu voru Einar Már Ríkarðsson, Grétar Skúli Gunnarsson og Hulda B. Waage.

Lágmörk á ÍM

Á formannafundi var ákveðið að setja lágmörk til þátttöku á Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum flokki karla og kvenna.
Stjórn sambandsins samþykkti á fundi sínum 25.september þessi lágmörk:
http://kraft.is/mot/lagmork

Í útreikningi er miðað við wilksstig 340 jafnt í öllum þyngdarflokkum karla og kvenna.
Keppendur þurfa að hafa náð þessum lágmörkum á gildu móti KRAFT sl 5 ár fyrir mót.
Lágmörkin taka gildi fyrir ÍM 2015.
Lágmörk verða ekki sett að sinni á ÍM í klassískum kraftlyftingum, né heldur á aldurstengd mót.

ÍM unglinga á laugardag

Fyrsta Íslandsmeistaramót drengja/stúlkna og unglinga í klassískum kraftlyftingum fer fram á Akureyri á laugardag í umsjón KFA.
19 ungmenni eru skráð til leiks: KEPPENDUR

Mótið hefst kl. 13.00, vigtun kl. 11.00
Allar nánari upplýsingar veitir Grétar Skúli Gunnarsson 848 4460

 

Ragnheiður og Þorbergur Íslandsmeistarar

deddbikarRagnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta, og Þorbergur Guðmundsson, KFA urður í dag stigameistarar á Íslandsmeistaramóti í réttstöðulyftu í Kópavogi.
Ragnheiður háði harða baráttu við félaga sinn úr Gróttu, Tinnu Rut Traustadóttur, en sigraði að lokum með 160 kg lyftu í -57 kg flokki og 195,4 stig. En það var stigahæsta lyftan i dag.
Í karlaflokki var keppnin tvísýn framan af, eða þangað til unglingurinn Þorbergur Guðmundsson frá Akureyri gerði sig lítið fyrir og togaði upp 340 kg í síðustu lyftu mótsins. Hann lyfti í +120 kg flokki unglinga og fékk 190,026 stig.
Stigahæsta liðið var lið KFA frá Akureyri, en sameiginleg stigakeppni var í karla- og kvennaflokki.
Við óskum Breiðablik til hamingju með vel framkvæmt mót, og sigurvegurum í öllum flokkum til hamingju með daginn.
HEILDARÚRSLIT: http://results.kraft.is/meet/islandsmeistaramot-i-rettstodulyftu-2014

Dómarar á mótinu voru Helgi Hauksson, Sturlaugur Gunnarsson, Ásmundur R. Ólafsson, Hulda B. Waage. Hulda Pjetursdóttir og Ellert Ómarsson.

ÍM í réttstöðu – tímasetningar

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram nk laugardag í Smáranum í Kópavogi í umsjón kraftlyftingadeildar Breiðabliks.
15 konur og 17 karlar eru skráðir til leiks: KEPPENDUR.
Skipt verður í eitt kvenna- og eitt karlaholl.
Konur: vigtun 10.30, keppni 12.30
Karlar: vigtun 12.00, keppni 14.00

Við skorum á alla áhugamenn um kraftlyftingar til að koma og hvetja sína menn.
Aðgangseyrir 500 kr.

Nýir dómarar

Fimm ný nöfn bættust á dómaralista KRAFT í dag.
Hulda B. Waage, KFA, Ellert Björn Ómarsson, Massi, Lani Yamamoto, Hulda Pjetursdóttir og Aron Teitsson, Gróttu.
Við óskum þeim til hamingju með nýfengin réttindi.
Æfingarmót var haldið í Ármannsheimilinu í tengslum við prófið.

Júlían vann til bronsverðlauna á HM

Júlían J.K. Jóhannsson keppti í dag á HM unglinga í +120 kg flokki og vann þar til bronsverðlauna á nýju íslandsmeti unglinga 980 kg.
Júlían byrjaði á góðri beygjuseríu, 350-365-375. Það er personuleg bæting og bæting á íslandsmeti unglinga um 12,5 kg.
Á bekknum bætti hann sömuleiðis íslandsmet sitt, og tók 267,5 kg í fyrstu tilraun.
Tvær tilraunir við 272,5 kg mistókust, en mikið drama var í bekkpressunni og margar ógildar lyftur.
Í réttstöðu tók Júlían á 310 og 325 örugglega. Svo tók við spennandi bið í síðustu umferð. Þar klikkaði hver á fætur öðrum, ljóst var að silfurverðlaun í greininni var í höfn, og Júlían bað um 337,5 í 3. tilraun til að ná bronsverðlaun samalagt. Það var aldrei spurning – lyftan fór örugglega upp og Júlían náði bronsið í flokknum.

Bronsverðlaun samanlagt, silfurverðlaun í réttstöðu, bætingar í öllum greinum og samanlagt um 37,5 kg er árangur erfiðisins undanfarið.
Til hamingju, Júlían.

Sigurvegarinn í flokknum var tékkinn David Lupac með 1090kg
julian3