Dómarapróf og æfingarmót

Dómarapróf KRAFT fer fram sunnudaginn 7.september nk í Ármannsheimilinu í Laugardal. Sex eru skráðir í prófið.
Skriflegi hlutinn fer fram 9.30 – 10.30

Æfingarmót, sem um leið er verklegt dómarapróf byrjar með búnaðarskoðun og vigtun keppenda kl. 11.30. Mótið hefst kl. 13.30

Dómarakandídatar þurfa s.s. að vera mættir fyrir 9.30. Keppendur fyrir 11.30.

ÍM unglinga í klassískum kraftlyftingum – skráning lýkur á laugardag

ÍM unglinga í klassískum kraftlyftingum fer fram á Akureyri dagana 20.og 21.september nk.
Keppnin verður tvískipt. Annarsvegar íslandsmeistaramót drengja og stúlkna (14-18 ára) á laugardeginum og hinsvegar Í unglingaflokki kvenna og karla (19-23 ára) á sunnudeginum.
Skráning er hafin og er skráningarfrestur til 30.águst. Míkilvægt er að skrá nákvæmlega kennitölu keppenda vegna aldursflokkunnar. Ath að til að mega keppa á Íslandsmeistaramótum þurfa keppendur að hafa verið skráðir í sínu félagi í amk 3 mánuði.

SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ

Metaregn á NM

Opnu Norðurlandamótin í kraftlyftingum og bekkpressu karla og kvenna fóru fram í Njarðvíkum um helgina í umsjón Massa og var umgjörð og framkvæmd mótsins öll hin glæsilegasti.
Í tengslum við mótið fór fram þing NPF, en Ísland hefur verið í forsvari þar undanfarin tvö ár.
Norðurlandaþjóðirnar mættu með misstór lið til leiks. Flestir komu frá Noregi, en norðmenn hafa ekki áður sent jafn fjölmennt lið í keppni á alþjóðamóti.
Ísland sendi samtals 12 keppendur á mótin og stóðu þau sig öll með mikilli prýði. Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir, Sindri Freyr Arnarson og Auðunn Jónsson unnu sína flokka. Silfurverðlaun unnu Alexandra Guðlaugsdóttir, Rósa Birgisdóttir, Hörður Birkisson, Aron Teitsson og Viktor Samúelsson, en til bronsverðlauna unnu Dagfinnur Ari Normann, Sigfús Fossdal, Halldór Eyþórsson og Viktor Samúelsson,  Í kraftlyftingum lentu Íslensku liðin í öðru sæti á eftir Norðmönnum bæði í kvenna- og karlaflokki og í bekkpressu karla vann íslenska liðið þriðja sætið. Mörg íslandsmet féllu.

Hér má sjá heildarúrslit.
KRAFTLYFTINGAR
BEKKPRESSA

Á  mótunum, sem voru á mótaskrá IPF – alþjóða kraftlyftingasambandsins – féllu fimm heimsmet.

Í opnum flokki karla +120 kg setti Fredrik Svensson frá Svíþjóð heimsmet í bekkpressu með 370,5 kg. Nokkrum mínútum síðar var það met eftirminnilega slegið af finnanum Kenneth Sandvik sem lyfti 371 kg.

Í yngri flokkum voru sett þrjú heimsmet:

Anna Dorothea Espevik frá Noregi setti stúlknamet í bekkpressu single lift í -72 kg flokki þegar hún lyfti 140 kg, en hún er fædd 1998.
Calle Nilsson frá Svíþjóð, fæddur 1996, setti drengjamet í -120 kg flokki í bekkpressu með 295 kg og í bekkpressu single lift með 300 kg.
Evrópumet og Norðurlandamet, landsmet og persónulegar bætingar yrði of langt mál að telja upp.

Kraftlyftingasamband Íslands þakkar Massa og öllum þeim sem komu að mótinu með einum eða öðrum hætti kærlega fyrir mikla vinnu. Við óskum keppendum og nýjum methöfum til hamingju með árangurinn.

Norðurlandamót í bekkpressu – úrslit

Norðurlandamótið í bekkpressu í opnum flokki lauk í Njarðvíkum fyrir stundu.
Bestur í karlaflokki var Kenneth Sandvik, Finnlandi en best í kvennaflokki var Andrea Hammarström frá Svíþjóð.
Heimsmet stulkna í -72 kg flokki var slegið a mótinu þegar Anna Dorthea Espevik frá Noregi lyfti 140 kg, en hún er fædd 1998.

HEILDARURSLIT

Tvö heimsmet sett á NM í Njarðvikum í dag

Stórkostlegur árangur náðist á Norðurlandamótinu í kraftlyftingum í Njarðvíkum í dag.
Mörg met fellu, þar á meðal tvö heimsmet, en það gerist ekki á hverjum degi.
Calle Nilsson setti drengjamet í bekkpressu með 290 kg og Fredrik Svensson frá Svíþjóð og Kenneth Sandvik frá Finnlandi börðust um bekkpressumetið í +120 kg flokki og settu sitt metið hvor. Sandvik stóð uppi í lokin með 371 kg sem best, en Svensson endaði í 370,5.
Íslensku keppendurnir stóðu sig með prýði og unnu til margra verðlauna og settu mörg met. Nánar verður fjallað um mótið síðar.
http://results.kraft.is/meet/npf-nordic-powerlifting-championships-2014

Norðurlandamótið heldur áfram á morgun með keppni í bekkpressu.

NORÐURLANDAMÓT NÆSTU HELGI

Í lok næstu viku fara fram tvö Norðurlandmót í Njarðvíkum í umsjón Massa. .
Föstudaginn 22.ágúst er keppt í kraftlyftingum karla og kvenna.
Laugardaginn 23.ágúst er keppt í bekkpressu karla og kvenna.
Keppnin hefst kl. 10.00 báða dagana með keppni í kvennaflokkum.
TÍMAPLAN

11 íslenskir keppendur taka þátt í kraftlyftingum, en 5 í bekkpressu.
KEPPENDUR

Meðal keppenda eru sumir af sterkustu konum og körlum Norðurlanda, og sérstaklega í bekkpressu má búast við stórum hlutum. Þetta eru mót sem áhugamenn um kraftlyftingar vilja ekki láta fram hjá sér fara.

Þing Norðurlandasambandsins NPF fer fram í tengslum við mótin.