Heimsmet á EM í bekkpressu.

Merki EM í bekk 2016Evrópumótinu í bekkpressu lauk í dag með keppni í þyngri flokkum kvenna og karla. Helga Guðmundsdóttir sem keppti í -72 kg flokki átti góðan dag og lyfti 135 kg sem er nýtt Íslandsmet og gaf henni fjórða sætið. Sigurvegari í hennar flokk var Yulia Chistiakova sem lyfti 155 kg.
Í -84 kg flokknum tók Hulda B. Waage ekki gilda lyftu og féll því miður úr keppni. Árdís Ósk Steinarsdóttir náði heldur ekki að klára mótið og sýna styrk sinn þar sem hún slasaðist í fyrstu lyftu. Í karlaflokkunum varð Þjóðverjinn Kevin Jaeger Evrópumeistari í -120 kg flokki á glæsilegu heimsmeti. Lyfti hann 355,5 kg og varð jafnframt stigahæsti keppandinn í karlaflokki. Þyngstu lyftu mótsinns 357,5 kg tók hins vegar Finninn Kenneth Sandvik en með henni tryggði hann sér sigurinn í +120 kg flokki.
Við óskum öllum keppendum til hamingju með árangurinn og mótshöldurum fyrir glæsilegt mót. Árdísi Ósk sendum við okkar bestu batakveðjur með von um að hún nái sér sem fyrst.

Nánari úrslit konur
Nánari úrslit karlar

Fanney Evrópumeistari á nýju Norðurlandameti.

Merki EM í bekk 2016Íslensku keppendurnir slógu ekki slöku við á öðrum keppnisdegi EM í bekkpressu en tvær konur og tveir karlar kepptu í dag. Kara Gautadóttir tryggði sér Evrópumeistaratitil í -57 kg unglingaflokki kvenna með 85 kg lyftu og varð jafnfram þriðja stigahæst yfir konur í unglingaflokkum. Í opnum flokki keppti Fanney Hauksdóttir sem einnig tryggði sér Evrópumeistaratitil með miklum yfirburðum, annað árið í röð. Fanney sem lyfti  155 kg í -63 kg flokki, bætti eigið Íslandsmet um 2,5 kg og setti um leið Norðurlandamet og virtist eiga nokkur kg inni sem verða tekin út seinna.
Í karlaflokki -74 kg keppti Jón Einarsson, sem er að stíga sín fyrstu spor á alþjóðamótum og hreppti hann fjórða sætið í sínum flokk með 162,5 kg lyftu. Þá keppti Einar Örn Guðnason í -105 kg flokki og náði einnig fjórða sætinu í sínum flokki en hann lyfti mest 240 kg sem var persónuleg bæting hjá honum.
Á morgun lýkur svo mótinu en þrír íslenskir keppendur eiga eftir að keppa, þær Helga Guðmundsdóttir, Hulda B. Waage og Árdís Ósk Steinarsdóttir.

EM í bekkpressu – Fjórir Evrópumeistarar

Merki EM í bekk 2016 Íslendingar byrjuðu vel fyrsta daginn á EM í bekkpressu en í dag var keppt í unglingaflokkum karla. Ísland eignaðist fjóra Evrópumeista unglinga en þeir voru Aron Ingi Gautason í 66 kg flokki, Anton Karl Löve 93 kg flokki, Viktor Samúelsson -120 kg flokki og Viktor Ben Gestsson í +120. Þá hlutu Dagfinnur Ari Normann og Guðfinnur Snær Magnússon silfur í sínum þyngdarflokkum en lyfta Dagfinns 217,5 kg, var íslandsmet í opnum flokki. Viktor Samúlesson varð stigahæstur unglinga og nafni hans Viktor Ben Gestsson varð þriðji á stigum. Á morgun kl. 13 heldur svo bekkpressuveislan áfram en þá keppa allar konur, bæði i unglinga- og opnum flokki, ásamt körlum í opnum flokki frá 59 kg til og með 105 kg.
Nánari úrslit
Bein útsending

EM í bekkpressu

Merki EM í bekk 2016Dagana 18. – 20. ágúst leggja margir af sterkustu bekkpressurum Evrópu leið sína til Íslands. En þá stendur yfir stærsta mót sem haldið hefur verið á Íslandi, Evrópumeistaramótið í bekkpressu. Mótið er haldið í Íþróttamiðstöð Njarðvíkur og keppt verður bæði í opnum flokki og unglingaflokki (U23).

Mótið hefst kl. 16:00 þann 18. ágúst með keppni í unglingaflokki karla. Að henni lokinni, kl. 18:00, fer fram setningarathöfn mótsins. Frekari upplýsingar eru að finna á tímaplani mótsins.

Meðal keppenda eru eru 13 íslenskir keppendur. Í unglingaflokki kvenna keppir Kara Gautadóttir í 57 kg flokki. Í opnu flokki kvenna keppa þær Fanney Hauksdóttir (63 kg), Helga Guðmundsdóttir (72 kg), Hulda Waage (84 kg) og Árdís Ósk Steinarsdóttir (+84 kg). Í unglingaflokki karla keppa þeir Aron Ingi Gautason (66 kg), Dagfinnur Ari Normann (74 kg), Anton Karl Löve (83 kg), Viktor Samúelsson (120 kg), Viktor Ben Gestsson (+120 kg) og Guðfinnur Snær Magnússon (+120 kg). Tveir Íslendingar keppa í opnum flokki karla, þeir Jón Einarsson (74 kg) og Einar Örn Guðnason (105 kg).

Tímaplan
Facebook síða mótsins
Keppendur: Karlar og konur
Upplýsingar á vef EPF
Beint útsending

Mótaskrá 2017

Mótaskrá Kraftlyftingasambands Íslands fyrir árið 2017 er tilbúin og viljum við vekja athygli félaga á því, að nú þegar er hægt að sækja um mót til mótanefndar.
Umsóknir um mótahald skulu sendast á formann mótanefndar Ásu Ólafsdóttur,[email protected]
Mótaskrá 2017

Úrslit frá Íslandsmóti unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum.

Íslandsmót unglinga og öldunga í klassískum kraftlyftingum lauk í gær en mótið fór fram á Akureyri í umsjón KFA og voru mörg íslandsmet slegin. Margir keppenda voru af yngri kynslóðinni og sýndu góðar framfarir en jafnframt kepptu nokkrir í öldungaflokkum. Stigahæstur drengja varð heimamaðurinn Hrannar Ingi Óttarsson en stigahæsta stúlkan varð Sóley Margrét Jónsdóttir, einnig frá KFA. Stigahæstu unglingarnir í kvenna- og karlaflokki komu einnig frá KFA en það voru þau Alexandra Guðlaugsdóttir og Viktor Samúelsson. Stigahæsta konan í öldungaflokkum varð svo Rósa Birgisdóttir sem keppti fyrir Stokkseyri og Bjarki Þór Sigurðsson frá Akranesi varð stigahæstur yfir öldungaflokka karla. Við óskum keppendum til hamingju með árangurinn og mótshöldurum fyrir skemmtilegt mót. Nánari úrslit.

ÍM ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum um helgina

Næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 30. júlí, fer fram Íslandsmeistaramót ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum. Mótið er haldið í húsakynnum KFA í Sunnuhlíð á Akureyri og er hluti af Íslensku sumarleikunum.

Tímaplan og skipting holla:

Holl A – Konur – Allir aldursflokkar
Holl B – Karlar – sub-jr
Holl C – Karlar – jr og öldungar

Vigtun klukkan 11:00.
Keppni klukkan 13:00.
Tæknifundur klukkan 19:00 kvöldið áður.

Keppendur.

Tímamótasamningur fyrir íþróttafólk.

Í dag var undirritaður samningur um stóraukin fjárframlög ríkisins til Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir íþróttir á Íslandi því um tímamótasamning er að ræða. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum. Til að fagna þessum áfanga mættu fulltrúar ÍSÍ, ráðamenn, þjálfarar og afreksíþróttamenn sérsambandanna, á athöfn sem fram fór við húsakynni ÍSÍ. Við óskum íþróttafólkinu okkar til hamingju með þetta og vonum að þessi stuðningur komi sér vel til að ná settum markmiðum.