
Hreinn kraftur
Bikarmótin í kraftlyftingum – Skráningu lokið
Skráningu á Bikarmótið í kraftlyftingum með útbúnaði og Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum er lokið. Keppendalista má sjá hér: Útbúnaður og klassískar kraftlyftingar. Bæði mótin verða haldin sunnudaginn 22. október en nánari tímatafla kemur síðar. Lokafrestur til að greiða skráningargjöld og breyta um þyngdarflokk hjá þeim sem eru skráðir til þátttöku er til miðnættis sunnudaginn 8.… Read More »Bikarmótin í kraftlyftingum – Skráningu lokið
Skráning er hafin á Bikarmótin í kraftlyftingum.
Skráning er hafin á Bikarmótin í kraftlyftingum sem haldin verða helgina 21.–22. október nk. Bæði verður keppt í kraftlyftingum með útbúnaði og í klassískum kraftlyftingum. Mótin eru í umsjá Kraftlyftingafélags Mosfellsbæjar og fara fram í Íþróttamiðstöðinni að Varmá, Mosfellsbæ. Endanleg dag- og tímasetning verður ákveðin þegar skráningu er lokið og keppendafjöldi liggur fyrir. Félög skulu… Read More »Skráning er hafin á Bikarmótin í kraftlyftingum.
Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun.
Haustfjarnám 1. 2. og 3. stigs ÍSÍ hefst mánudaginn 25. sept. nk. og tekur það átta vikur á 1. stigi en fimm vikur á 2. og 3. stigi. Námið er almennur hluti menntakerfisins og gildir jafnt fyrir allar íþróttagreinar. Sérgreinaþátt þjálfaramenntunarinnar sækja þjálfarar hjá viðkomandi sérsambandi ÍSÍ hverju sinni. Skráning fer fram á Sportabler: https://www.sportabler.com/shop/isi… Read More »Haustfjarnám ÍSÍ í þjálfaramenntun.
Vestur-Evrópumótið – Stigakeppni einstaklinga og liða.
Vestur-Evrópumótinu er lokið og getur íslenska landsliðið vel við unað. Tveir keppendur, þeir Friðbjörn Hlynsson og Guðfinnur Snær Magnússon, urðu Vestur-Evrópumeistarar en þess fyrir utan unnu Íslendingar til þriggja silfurverðlauna og fimm bronsverðlauna. Þá eru ótalin þau fjölmörgu verðlaun sem keppendur hlutu í hverri grein fyrir sig. Í stigakeppni einstaklinga varð Guðfinnur Snær Magnússon stigahæstur… Read More »Vestur-Evrópumótið – Stigakeppni einstaklinga og liða.
Guðfinnur Snær er Vestur-Evrópumeistari í kraftlyftingum.
Síðasta keppnisdeginum á Vestur-Evrópumótinu lauk í gær en þá var keppt í kraftlyftingum með útbúnaði. Sex íslenskir keppendur stigu á keppnispall, tvær konur og fjórir karlar. Halla Rún Friðriksdóttir sem keppti í -76 kg flokki féll því miður úr keppni í hnébeygjunni en bætti sér það upp með gullverðlaunum í bekkpressu og réttstöðulyftu. Þóra Kristín… Read More »Guðfinnur Snær er Vestur-Evrópumeistari í kraftlyftingum.
Eitt silfur og þrjú brons á Vestur-Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.
Átta íslenskir keppendur luku keppni í klassískum kraftlyftingum á öðrum degi Vestur-Evrópumótsins. Var árangurinn í heildina góður og náði hópurinn að sópa að sér mörgum verðlaunum. Ragnhildur Marteinsdóttir sem keppti í -76 kg flokki, byrjaði brösuglega í hnébeygjunni sem kom þó ekki að sök, því í heildina átti hún mjög góðan dag á keppnispallinum. Ragnhildur… Read More »Eitt silfur og þrjú brons á Vestur-Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum.
Friðbjörn Hlynsson er Vestur-Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum og Hilmar Símonarson með silfur.
Þrír íslenskir keppendur luku í dag keppni í klassískum kraftlyftingum á fyrsta degi Vestur-Evrópumótsins sem fram fer um helgina í Reykjanesbæ. Óhætt er að segja að fyrsti keppnisdagurinn hafi komið vel út hjá íslensku keppendunum sem unnu til verðlauna og slógu Íslandsmet. Drífa Ríkarðsdóttir átti góða innkomu á sínu fyrsta alþjóðamóti og blandaði sér í… Read More »Friðbjörn Hlynsson er Vestur-Evrópumeistari í klassískum kraftlyftingum og Hilmar Símonarson með silfur.
Vestur-Evrópukeppnin – Beint streymi
Vestur-Evrópumótið í kraftlyftingum (klassík og útbúnaður) fer fram dagana 8.-10. september. Mótshaldari er Kraftlyftingafélagið Massi og fer mótið fram í Íþróttahúsinu, Norðurstíg 4 í Reykjanesbæ. Beint streymi verður frá mótinu: https://www.youtube.com/@goodlift-tv/streams
Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum sunnudaginn 10. sept.
Á sunnudaginn 10. sept. nk. keppa sex íslenskir keppendur í kraftlyftingum með útbúnaði. Keppendur eru eftirfarandi: Halla Rún Friðriksdóttir, sem keppir í -76 kg flokki, á langan keppnisferil að baki og hefur sett fimm Íslandsmet í öldungaflokki 50-59 ára. Hún er að keppa á sínu fyrsta Vestur-Evrópumóti. Halla keppir kl. 10:00. Þóra Kristín Hjaltadóttir,sem keppir… Read More »Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum sunnudaginn 10. sept.
Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum laugardaginn 9. sept.
Á laugardaginn 9. sept. nk. keppa níu íslenskir keppendur í klassískum kraftlyftingum. Keppendur eru eftirfarandi: Ragnhildur Sigríður Marteinsdóttir keppir í -76 kg flokki. Ragnhildur byrjaði að keppa í kraftlyftingum fyrir tveimur árum síðan og er að keppa á sínu fyrsta alþjóðamóti. Ragnhildur keppir kl. 10:00. Þorbjörg Matthíasdóttir, sem keppir í +84 kg flokki, byrjaði sinn… Read More »Vestur-Evrópukeppnin í kraftlyftingum – Kynning á keppendum laugardaginn 9. sept.









