Úthlutun úr afrekssjóði ÍSÍ

Í dag var úthlutað úr afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2015, samtals rúmlega 122 milljónir króna og féll verulegur skerfur í hlut Kraftlyftingasambands Íslands, eða 5.420.000 krónur vegna verkefna landsliðsins og 8 einstaklinga.
Auðunn Jónsson hlaut A-styrk aftur í ár, Júlían J. K. Jóhansson hlaut C-styrk og hlaut sambandið eingreiðslustyrk vegna verkefna 6 annarra landsliðsmanna. .
YFIRLIT YFIR STYRKVEITINGAR

Kostnaðaráætlun þeirra verkefna sem sótt var um styrk til úr sjóðnum alls var upp á 1.034 m. krónu, svo þessi úthlutun dugar skammt, dekkar 11.8% af þeim kostnaði sem sérsamböndin telja sig þurfa að leggja í vegna verkefna sinna afreksmanna.

Fyrir KRAFT kemur styrkurinn sér mjög vel og er viðurkenning á markvissu og öflugu starfi sambandsins að afreksmálum undanfarin ár og hvatning til áframhaldandi dáða.Sambandinu og einstaklingunum sem í hlut eiga er með þess sýnt traust.

Framundan er spennandi keppnistímabil, en fyrsta landsliðsverkefnið er Norðurlandamót unglinga sem fer fram í Finnlandi í lok febrúar

Þjálfaranámskeið 1

Sérgreinahluti námskeiðsins Kraftlyftingaþjálfara 1 hefst um helgina með þriggja daga námskeiði í þjálfunarfræðum, næringafræði, stjórnun ofl, Síðan verður farið í keppnisreglur, reglugerðir Kraft, meiðsli og öryggismál og lyfjamál, en allt er þetta efni sem þjálfarar þurfa að kunna góð skil á.
Landsliðsþjálfari Norðmanna kemur til að kenna þjálfunarfræðin og eru 9 skráðir frá 7 félögum.
Hér má sjá hvernig námið er samsett:TJALFARI1_sergreinahluti

Nú er að hefjast vorfjarnám í almennum hluta þjálfaranáms hjá ÍSÍ.

Sigurjón endurkjörinn formaður

Sigurjón Pétursson var endurkjörinn formaður Kraftlyftingasambands Íslands á ársþingi sambandsins í gær. Aðrir stjórnarmenn voru ekki í kjöri.
Í varastjórn til eins árs voru kosin þau Einar Már Rikarðsson, Árdís Ósk Steinarsdóttir og Jón Sævar Brynjólfsson.

Dómarapróf – skráning

Dómarapróf verður haldið á Akranesi laugardaginn 14.mars nk og er skráning þegar hafin. Eingöngu þrír komast að í prófið, svo það er ekki ástæða til að bíða með að skrá sig. Próftökugjald er 10.000 krónur.
Skráning fer fram gegnum félögin á kraft@kraft.is

Byrjendamót – ný dagsetning

Mótanefnd hefur í samráði við mótshaldara ákveðið að breyta dagsetningu byrjenda- og lágmarksmótsins. Það er gert til að hægt sé að halda dómarapróf á mótinu.
Mótið fer fram laugardaginn 14.mars í umsjón kraftlyftingafélags Akraness.

RIG – bekkpressa – úrslit

rigKeppt var í bekkpressu á Reykjavíkurleikunum í dag.
Í kvennaflokki sigraði hin hollenska Ielja Strik sem lyfti 160 kg í +84 kg flokki. Hún fékk 139,9 stig.
Fast á hæla henni kom Fanney Hauksdóttir, Gróttu, með 139,4 stig, en í þriðja sæti hafnaði Helga Guðmundsdóttir, Breiðablik, með 116,7 stig.
Í karlaflokki sigraði Kim-Raino Rølvåg frá Noregi sem lyfti 232,5 kg í -74 kg flokki og hlaut 168,2 stig. Í öðru sæti kom Viktor Samúelsson, KFA, með 161,5 stig og í þríðja sæti Aron Teitsson, Gróttu, með 143,8 stig.

ÍM í bekkpressu – úrslit

Úrslit á Íslandsmeistaramótið í bekkpressu í opnum flokki liggja nú fyrir.
Stigahæst kvenna varð Fanney Hauksdóttir, Grótta, sem lyfti 125 kg í -63 kg flokki.
Stigahæstur karla var Viktor Samuelsson, KFA, sem lyfti 280 kg í -120 kg flokki.
Stigahæsta kvennaliðið varð lið Ármanns, en í karlaflokki sigraði lið KFA.
HEILDARÚRSLIT
Nokkur ný íslandsmet voru sett á mótinu.

ÍM í bekkpressu / RIG

Laugardaginn 17.janúar nk fer fram Íslandsmeistaramót í bekkpressu í tengslum við Reykjavík International Games.
Mótið fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 11.00 með keppni í kvennaflokkum.
Keppni í karlaflokkum hefst kl. 12.30
Aðgangseyrir er 500 krónur.
Tveir gestekeppendur eru ´mótinu. Í kvennaflokki keppir Ielja Strik frá Hollandi, heimsmeistari í bekkpressu. Hún hefur verið meðal stigahæstu kraftlyftingakvenna undanfarna áratugi, bæði í bekkpressu og þríþraut. Hún mætir okkar sterkustu konum með Fanneyju Hauksdóttur í fararbrodd, en hún varð heimsmeistari unglinga í bekkpressu í fyrra.
Í karlaflokki keppir Kim-Raino Rølvåg í -74 kg flokki, Hann er meðal sterkustu bekkpressara Norðmanna og mætir m.a. Viktor Samúelsson, Aron Teitsson og Einar Örn Guðnason. KEPPENDALISTI.
Keppt er um íslandsmeistaratitil í hverjum þyngdarflokki fyrir sig, og útnefndir verða íslandsmeistarar karla og kvenna á stigum.

Erlendu gestirnir taka svo þátt í keppni um RIG-bikara karla og kvenna, sem er afhent stigahæsta keppandanum.