Birgit hafnaði í sjötta sæti

Birgit Rós Becker á HM í klassískum kraftlyftingum2016Birgit Rós Becker lauk í nótt keppni á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem stendur yfir í Killeen, Texas í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgit keppir á heimsmeistaramóti. Hún keppti í öflugum -72 kg flokki og náði þar sjötta sætinu í samanlögðum árangri með 400 kg, sem er einnig nýtt Íslandsmet.

Birgit átti góðan dag á keppnispallinum í Killeen, þar sem hún fékk 8 af 9 tilraunum sínum dæmdar gildar. Í hnébeygju lyfti hún mest 162,5 kg sem er nýtt Íslandsmet og 10 kg bæting á hennar besta árangri. Í bekkpressu lyfti hún mest 75 kg í annarri tilraun, en aflið var ekki alveg á réttum stað þegar hún reyndi við 77,5 kg í þeirri þriðju. Í réttstöðulyftu tók Birgit einnig út 10 kg bætingu (á klassísku móti), með 162,5 kg lyftu í þriðju tilraun. Hún hafnaði í sjötta sæti með 400 kg í samanlögðum árangri, sem er nýtt Íslandsmet og 22,5 kg bæting á hennar eigin árangri í klassískum kraftlyftingum.

Sigurvegari í flokknum varð Bandaríkjamaðurinn Kimberly Walford með 522,5 kg, en Kimberly er sem stendur í öðru sæti í stigakeppninni.

Dagfinnur hefur lokið keppni á HM í klassískum

Dagfinnur Ari Normann hefur nú lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem fram fer í Killeen, Texas. Dagfinnur keppti í -83 kg flokki unglinga, en þar mættu honum margir öflugir lyftarar. Hnébeygjan gekk ekki nógu vel og náði hann aðeins opnunarlyftunni, 200 kg, gildri. Betur gekk í bekkpressunni, en þar náði hann að bæta Íslandsmetið í opnum flokki með öruggri 160 kg lyftu í annarri tilraun. Í réttstöðulyftunni fékk Dagfinnur svo allar lyftur gildar og endaði á 232,5 kg. Hann hafnaði í 12. sæti með 592,5 kg í samanlögðum árangri. Sigurvegari flokksins var Bandaríkjamaðurinn Brandon Mose sem tók 736,0 kg og bætti heimsmet unglinga í réttstöðulyftu með 311,0 kg.

Dagfinnur keppir í dag

dagfinnurHeimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum stendur nú yfir í Killeen, Texas. Þriðji keppandi Íslands til að stíga á keppnispallinn í Killeen verður Dagfinnur Ari Normann. Dagfinnur mun keppa í sterkum og fjölmennum -83 kg unglingaflokki. Keppni í -83 kg fl. fer fram á palli 1 og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Bein útsending frá mótinu.

Á morgun hefst svo keppni í opnum aldursflokki, en þá mun Birgit Rós Becker keppa í -72 kg flokki.

Laufey með brons og Íslandsmet

Laufey Agnardóttir með gull í bekk í M1 á HMKLaufey Agnarsdóttir lauk keppni í -84 kg öldungaflokki I (M1) á HM í klassískum kraftlyftingum í nótt. Laufey átti góðu gengi að fagna með 7 gildum lyftum af 9. Í hnébeygju lyfti hún mest 130 kg og í bekknum náði hún bekkpressugullinu með 85 kg, en báðar lyftur eru ný Íslandsmet í M1. Í réttstöðulyftunni jafnaði hún svo hennar eigin Íslandsmet í M1 með 150 kg. Samanlagður árangur hennar, 365 kg, landaði henni bronsverðlaununum og nýju Íslandsmeti í opnum flokki!

Dagmar hefur lokið keppni og Laufey keppir á morgun

Dagmar Agnarsdóttir og stuðningsfólk eftir HMK M3 2016Sigríður Dagmar Agnarsdóttir hefur lokið keppni á HM í klassískum kraftlyftingum. Hún keppti í -57 kg öldungaflokki III. Dagmar átti góðan dag á keppnispallinnum og fékk allar lyftur sínar dæmdar gildar, tók 82,5 kg í hnébeygju, 42,5 kg í bekkpressu, 115 kg í réttstöðulyftu og hafnaði í þriðja sæti með 240 kg í samanlögðum árangri. Hún bætti þar með Íslandsmet öldunga I og II í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. Réttstöðulyftan var að auki bæting á metinu í öldungaflokki I.

Á morgun keppir svo Laufey Agnarsdóttir í -84 kg öldungaflokki I (M1). Hópur Laufeyjar, 72-84+ kg M1, hefur keppni kl. 22:00 á palli 1.

Bein útsending frá mótinu.

Dagmar keppir í dag

Dagmar AgnarsdóttirKeppni í öldungaflokkum á HM í klassískum kraftlyftingum hefst í dag. Sigríður Dagmar Agnarsdóttir er þar meðal keppenda í -57 kg öldungaflokki III (M3). Keppt er á tveimur pöllum samtímis, en keppni í 47-63 kg M2-M4 flokkum kvenna fer fram á palli 1 og hefst kl. 14:00 að íslenskum tíma.

Bein útsending. 

HM í klassískum hefst á sunnudag

HM í klassískum 2016 - logoDagana 19.-26. júní fer fram Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum. Mótið er að þessu sinni haldið í borginni Killeen í Texas, Bandaríkjunum.

Fjórir Íslendingar eru meðal keppenda. Fyrst Íslendinga til að stíga á keppnispallinn verður Sigríður Dagmar Agnarsdóttir sem keppir á sunnudaginn, 19. júní, í -57 kg öldungaflokki III. Laufey Agnarsdóttir keppir svo á mánudaginn, 20. júní, í -84 kg öldungaflokki I. Fimmtudaginn, 23. júní, keppir Dagfinnur Ari Normann í -83 kg ungmennaflokki. Það er svo á föstudaginn, 24. júní, sem Birgit Rós Becker keppir í -72 kg opnum flokki.

Keppendalistar, nánari upplýsingar og bein útsending frá mótinu er og verður að finna á http://goodlift.info/live.php.

Þjálfararáð KRAFT hefur hafið störf

Stofnmeðlimir þjálfararáðsÞjálfararáð Kraftlyftingasambands Íslands hélt sinn fyrsta fund laugardaginn 11.júni,
Þjálfararáðinu er ætlað að gegna mikilvægu hlutverki í uppbyggingu íþróttarinnar um allt land með aukinni fagmennsku, samráð og samvinnu.
Ingimundur Björgvinsson var valinn formaður ráðsins en auk hans sitja í ráðinu:
Aðalsteinn Guðmundsson (KDK), Auðunn Jónsson (BRE), Grétar Skúli Gunnarsson (KFA), Helgi Briem (ÁRM), Hjalti Árnason (MOS), Inga Rós Georgsdóttir (BOL), Jón Sævar Brynjólfsson (STJ), Lára Finnbogadóttir (AKR), Magnús B. Þórðarson (LFH), Rósa Birgisdóttir (STO), Sindri Freyr Árnason (MAS) og Þorbergur Guðmundsson (KDH).
Reglugerd_um_tjalfararad

 

Helga og Viktor Íslandsmeistarar

Heitt var á Akureyri í dag, bæði úti og í húsakynnum KFA þar sem íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum í opnum flokki fór fram.
Heildarúrslit
Stigameistari kvenna var Helga Guðmundsdóttir, LFH, sem átti mjög gott mót, fékk 27 hvít ljós á seríuna 187,5-130-182,5 samtals 500 kg í -72 kg flokki..
Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta, sigraði í flokknum með 520 kg sem er nýtt íslandsmet, en Helga var mun léttari og stóð þess vegna uppi með pálmann í höndunum.
Stigameistari karla var heimamaðurinn Viktor Samúelsson sem náði því langþráðu markmiði að klára 1000 kg samanlagt.
Lið KFA urðu stigahæst bæði í karla og kvennaflokki.

Borghildur Erlingsdóttir, formaður KRAFT afhenti verðlaun í kvennaflokkum.
Svo skemmtilega vildi til að Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson, stofnandi KFA, var á mótinu og fékk hann heiðurinn af að afhenda verðlaun í karlaflokkum.

Við óskum sigurvegurum í öllum flokkum til hamingju með verðlaun, met og bætingar.