ÍM unglinga á laugardag

Fyrsta Íslandsmeistaramót drengja/stúlkna og unglinga í klassískum kraftlyftingum fer fram á Akureyri á laugardag í umsjón KFA.
19 ungmenni eru skráð til leiks: KEPPENDUR

Mótið hefst kl. 13.00, vigtun kl. 11.00
Allar nánari upplýsingar veitir Grétar Skúli Gunnarsson 848 4460

 

Ragnheiður og Þorbergur Íslandsmeistarar

deddbikarRagnheiður Kr. Sigurðardóttir, Grótta, og Þorbergur Guðmundsson, KFA urður í dag stigameistarar á Íslandsmeistaramóti í réttstöðulyftu í Kópavogi.
Ragnheiður háði harða baráttu við félaga sinn úr Gróttu, Tinnu Rut Traustadóttur, en sigraði að lokum með 160 kg lyftu í -57 kg flokki og 195,4 stig. En það var stigahæsta lyftan i dag.
Í karlaflokki var keppnin tvísýn framan af, eða þangað til unglingurinn Þorbergur Guðmundsson frá Akureyri gerði sig lítið fyrir og togaði upp 340 kg í síðustu lyftu mótsins. Hann lyfti í +120 kg flokki unglinga og fékk 190,026 stig.
Stigahæsta liðið var lið KFA frá Akureyri, en sameiginleg stigakeppni var í karla- og kvennaflokki.
Við óskum Breiðablik til hamingju með vel framkvæmt mót, og sigurvegurum í öllum flokkum til hamingju með daginn.
HEILDARÚRSLIT: http://results.kraft.is/meet/islandsmeistaramot-i-rettstodulyftu-2014

 

ÍM í réttstöðu – tímasetningar

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram nk laugardag í Smáranum í Kópavogi í umsjón kraftlyftingadeildar Breiðabliks.
15 konur og 17 karlar eru skráðir til leiks: KEPPENDUR.
Skipt verður í eitt kvenna- og eitt karlaholl.
Konur: vigtun 10.30, keppni 12.30
Karlar: vigtun 12.00, keppni 14.00

Við skorum á alla áhugamenn um kraftlyftingar til að koma og hvetja sína menn.
Aðgangseyrir 500 kr.

Nýir dómarar

Fimm ný nöfn bættust á dómaralista KRAFT í dag.
Hulda B. Waage, KFA, Ellert Björn Ómarsson, Massi, Lani Yamamoto, Hulda Pjetursdóttir og Aron Teitsson, Gróttu.
Við óskum þeim til hamingju með nýfengin réttindi.
Æfingarmót var haldið í Ármannsheimilinu í tengslum við prófið.

Júlían vann til bronsverðlauna á HM

Júlían J.K. Jóhannsson keppti í dag á HM unglinga í +120 kg flokki og vann þar til bronsverðlauna á nýju íslandsmeti unglinga 980 kg.
Júlían byrjaði á góðri beygjuseríu, 350-365-375. Það er personuleg bæting og bæting á íslandsmeti unglinga um 12,5 kg.
Á bekknum bætti hann sömuleiðis íslandsmet sitt, og tók 267,5 kg í fyrstu tilraun.
Tvær tilraunir við 272,5 kg mistókust, en mikið drama var í bekkpressunni og margar ógildar lyftur.
Í réttstöðu tók Júlían á 310 og 325 örugglega. Svo tók við spennandi bið í síðustu umferð. Þar klikkaði hver á fætur öðrum, ljóst var að silfurverðlaun í greininni var í höfn, og Júlían bað um 337,5 í 3. tilraun til að ná bronsverðlaun samalagt. Það var aldrei spurning – lyftan fór örugglega upp og Júlían náði bronsið í flokknum.

Bronsverðlaun samanlagt, silfurverðlaun í réttstöðu, bætingar í öllum greinum og samanlagt um 37,5 kg er árangur erfiðisins undanfarið.
Til hamingju, Júlían.

Sigurvegarinn í flokknum var tékkinn David Lupac með 1090kg
julian3

 

Einar setti tvö íslandsmet unglinga

Einar Örn Guðnason keppti í dag á HM unglinga í -93 kg flokki.
Hann endaði í 10 sæti með 765 kg sem er 7,5 kg persónuleg bæting.
Einar tók seríuna 295-200-270
Beygjan og samanlagður árangur eru ný íslandsmet unglinga.
Við óskum honum til hamingju með bætingarnar.

Hörð barátta var í flokknum og gekk míkið á. Á endanum stóð bandaríkjamaðurinn Ian Bell uppi sem sigurvegari með 933 kg. Hann kórónaði sigurinn á nýju heimsmeti í opnum flokki, 365,5 kg

Á morgun endar mótið með keppni í þyngstu karlaflokkunum. Meðal keppenda er
Júlían Jóhannsson.

Arnhildur hefur lokið keppni

Arnhildur Anna Árnadóttir átti ekki góðan dag á HM unglinga í dag þar sem hún keppti í -72 kg flokki. Hún náði ekki að klára mótið, fékk 3 gildar lyftur af 9 og féll úr í bekkpressu.
Arnhildur opnaði á 190 kg í hnébeygju og átti tvær góðar tilraunir við bætingu í 197,5 kg en það reyndist of þungt.
Í bekkpressu gekk ekkert upp, hún átti þrjár misheppnaðar tilraunir við 105 kg og féll með því úr keppni.
Hún hélt áfram og tók 165 – 172,5 í réttstöðu og sá smugu til að komast í verðlaunasæti í greininni með 187,5 kg. Hún reyndi við þyngdina, en það hafðist ekki.

Svíar gjörsigruðu flokkinn. Heimsmeistari varð Marie Tunroth með 552,5 kg á undan löndu sinni Elina Rønnquist.

Næstur á keppnispall fyrir Ísland er Einar Örn Guðnason. Hann keppir á morgun, föstudag, í -93 kg flokki unglinga og hefst keppnin 14.30 að staðartíma.

 

Arnhildur keppir á morgun

Arnhildur Anna Árnadóttir keppir á morgun, fimmtudag, á HM unglinga. Hefst keppnin kl. 14.00 að staðartíma. Arnhildur keppir í -72 kg flokki sem er skipaður 10 konum og virðist stefna í jafna og spennandi keppni.
Arnhildur á best 450 kg samanlagt, en í greinunum 190-100-170.
Hægt er að fylgjast með keppninni hér: http://goodlift.info/live.php

Við sendum Arnhildi kraftakveðjur og bestu óskir!