IM unglinga – tímasetningar

Íslandsmeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum fer fram á Akureyri föstudaginn 31.júlí nk.
Tímasetningar eru þessar:
Holl 1 : telpnaflokkur, 14 – 18 ára  –  vigtun 8.00 – keppni 10.00
Holl 2: drengjaflokkur, 14 – 18 ára  – vigtun 8.00 – keppni 10.00
Holl 3: unglingaflokkur karla og kvenna: vigtun 12.00 – keppni 14.00

ÍM unglinga – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum sem fer fram á Akureyri föstudaginn 31.júlí nk í umsjón  KFA.
Skráningarfrestur er til miðnættis 10.júlí.
Nánari upplýsingar veitir Grétar Skúli Gunnarsson, gsg881@gmail.com

SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ: IMjrklass15

 

Þorbergur hinn rétti Evrópumeistari unglinga.

Íþróttafélagið Hörður á Patreksfirði hefur eignast Evrópumeistara unglinga í kraftlyftingum.
Niðurstöður lyfjarprófa á EM unglinga í Ungverjalandi í apríl liggja nú fyrir og er opinbert að sigurvegarinn í +120 kg flokk karla er dæmdur úr leik vegna brota á lyfjareglum.
Það þýðir að Þorbergur Guðmundsson, frá Kraftlyftingadeild Harðar er hin rétti Evrópumeistari í flokknum!
Við óskum honum til hamingju um leið og við hörmum að hann skyldi ekki fá að njóta þess að taka við verðlaunum undir fánanum á mótinu sjálfu.
En titilinn verður ekki af honum tekið!

http://www.europowerlifting.org/fileadmin/epf/data/results/2015_detailed_scoresheet_jm.htm

Breyting á mótaskrá

Mótanefnd og stjórn KRAFT hafa samþykkt að verða við beiðni Kraftlyftingadeildar Ármanns um að fresta Íslandsmeistaramótinu í réttstöðulyftu um viku.

Mótið verður haldið laugardaginn 19.september nk.

Aron meiddur

Aron Teitsson, Grótta, keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum í -93 kg flokki.
Hann byrjaði vel með 257,5 kg í hnébeygju og opnaði á 190 kg á bekknum, en meiddist svo í tilraun til 200 kg og varð að hætta keppni.

Það er grátlegt að geta ekki lokið keppni eftir allan undirbúninginn undanfarið. Vonandi eru meiðslin ekki alvarlegri en svo að hann nái sér fljótt og geti stefnt á næsta mót af krafti.

Elín vann silfur í bekkpressu og raðaði inn íslandsmetum

elinElín Melgar Aðalheiðardóttir, Grótta, bættist í dag í hóp þeirra íslendinga sem hafa unnið til verðlauna á heimsmeistaramóti þegar hún vann silfurverðlaun í bekkpressu á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum.
Elín keppti í -63 kg flokki og lenti þar í 6.sæti samanlagt með 8 gildar lyftur og seríuna 130 – 82,5 – 145 – 357,5 kg. Það eru ný íslandsmet í opnum flokki í öllum greinum.

Við óskum Elínu hjartanlega til hamingju með þennan góða árangur og Ingimund Björgvinsson þjálfara til hamingju með þær eftirtektarverðu framfarir sem Elín, Laufey og Matthildur hafa tekið undir hans leiðsögn.

Á morgun hefst keppnin í opnum flokkum og þar er einn íslenskur keppandi, Aron Teitsson, en hann keppir  á laugardag.

Matthildur bætti íslandsmet telpna í öllum greinum.

matthildurMatthildur Óskarsdóttir, Grótta, gerði góða hluti á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Finnlandi i dag. Matthildur sem er fædd 1999 vigtaðist 64,80 kg og var yngst og léttust í -72 kg flokki telpna þar sem hún lenti í 7.sæti.
Fyrir þetta mót átti hún best 110 – 60 – 112,5 – 275, en í dag átti hún 8 gildar lyftur og kláraði seríuna 120 – 67,5 – 125 – 312,5 kg. Það er bæting um 37,5 kg og allt saman ný íslandsmet telpna.
Við óskum Matthildi til hamingju með þennan flotta árangur. Og þessi stelpa er rétt að byrja!

Laufey með bronsverðlaun

laufeyLaufey Agnarsdóttir, Grótta, bætti heldur betur persónulegan árangur sinn í dag á HM í klassískum kraftlyftingum, eða um heil 50 kg.
Hún keppti í -84 kg flokki öldunga 1 og lyfti seríuna 125-80-145-350 kg.
Það færði henni bronsverðlaun í beygju, bekk og samanlögðu og íslandsmet samanlagt í opnum flokki.
Þetta er fyrsta alþjóðamót Laufeyjar, en innkoman hefði varla getað verið betri. Hún fékk allar lyftur gildar, brosti hringinn og hafði fulla ástæðu til.

Til hamingju, Laufey!

Á morgun heldur mótið áfram og meðal keppenda verður Matthildur Óskarsdóttir. Árangur Laufeyjar verður hvatning fyrir alla íslensku keppendurna til að gera sitt allra besta.

HM í klassískum kraftlyftingum

saloÁ morgun, 5.júni, hefst Heimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum í opnum og aldurstengdum flokkum karla og kvenna í Salo í Finnlandi. Mótið stendur í 10 daga og verður sýnt  beint: http://goodlift.info/live.php

Þetta er fjölmennasta mót sem IPF hefur haldið og hafa Finnar vandað allan undirbúning mjög til að hafa aðstæður sem bestar fyrir keppendur í öllum aldurshópum. Frá Íslandi fara 4 keppendur:
7.júní keppir Laufey Agnarsdóttir Í öldungaflokki 1 -84 kg.
8.júni keppir Matthildur Óskarsdóttir Í telpnaflokki –72 kg.
10.júní keppir Elin Melgar Í unglingaflokki -63 kg.
13.júní keppir Aron Teitsson í opnum flokki karla -93 kg
Allir keppendur koma frá kraftlyftingadeild Gróttu, og með í för eru þjálfararnir Grétar Hrafnsson og Ingimundur Björgvinsson.

Við óskum þeim öllum góðrar ferðar og góðs gengis!