HM unglinga hefst í dag

Í dag hófst HM unglinga í kraftlyftingum í Prag í Tékklandi.
Hægt er að fylgjast með hér: http://www.powerlifting-ipf.com/media/livestream.html

Fjórir íslenskir strákar taka þátt í mótinu.
Guðfinnur Snær Magnusson, Breiðablik, keppir í -120 kg flokki drengja,
Viktor Samúelsson, KFA, keppir í -120 kg flokki unglinga, og Þorbergur Guðmundsson, KFA, og Júlían Jóhannsson, Ármanni, keppa í +120 kg flokki unglinga. Þeir keppa allir laugardaginn 8.september.

Undirbúningur hefur gengið vel, og ef allt gengur upp ættu þeir að geta blandað sér í verðlaunabaráttuna bæði í greinum og heildarúrslitum.
Við óskum þeim öllum góðs gengis.

ÍM í réttstöðulyftu – skráningu lokið.

Skráningu á Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu í opnum flokki er nú lokið.
Mótið fer fram í Laugardalshöll 19.september nk í umsjón Kraftlyftingadeildar Ármanns.

KEPPENDALISTI er birtur með fyrirvara.
Öll félög þurfa að leggja til dómara/starfsmenn til vera hlutgeng á mótum og eiga sum eftir að ganga frá þvi við mótshaldara áður en skráning taki gildi.

Nýjar reglugerðir

Stjórn Kraftlyftingasambands Íslands samþykkti á fundi sínum 19.ágúst sl nokkrar nýjar reglugerðir sem hafa þegar tekið gildi.
Þær verða kynntar vel á formannafundi 19.september, en nauðsynlegt er að allir sem eru virkir keppendur og félagar kynni sér nýju ákvæðin sem taka á mikilvægum hlutum í starfi sambandsins.
Sérstaklega koma nýjar mótareglur við marga, en þar eru ýmis ný ákvæði sem öll miða að því að efla og auka gæði mótahalds.
Samþykktar voru líka reglur um heiðursmerki, liðakeppni, skráningu Íslandsmeta og val á kraftlyftingamanni ársins.

http://kraft.is/um-kraft-2/reglur/

RIG 2016

Eins og glöggir menn hafa tekið eftir eru Reykavíkurleikarnir 2016 komnir á mótaskrá IPF og EPF. Það er stefna KRAFT að efla mótahald innanlands og liður í því er m.a. að halda reglulega alþjóðamót. Ef vel tekst til verður RIG fastur liður á alþjóðmótaskrá framvegis.

Að þessu sinni verður um klassískt boðsmót að ræða. Keppt verður í öllum greinum og sigur vinnst á wilksstigum. Til að gera mótið áhorfenda- og sjónvarpsvænt verður fjöldi keppenda takmarkaður við 10 konur og 10 karla og sterkum keppendum boðin þátttaka.

Þar sem um nýtt mót er að ræða rennum við blint í sjóinn varðandi áhuga erlendra keppenda til að koma og taka þátt. Fjöldi íslenskra keppenda ræðst af undirtektum erlendis frá, en við munum bjóða amk 8 íslenskum keppendum, 4 konum og 4 körlum. Ef áhuginn erlendis frá reynist lítill, komast fleiri íslenskir keppendur að.

Framundan er Íslandsmót í klassískum kraftlyftingum og horft verður til úrslita þar þegar íslenskum keppendum verður boðin þátttaka.

Mótaskrá 2016

Óskir félaga  um að koma mótum inn á mótaskrá næsta keppnistímabils þurfa að berast mótanefndar KRAFT fyrir 1.september nk. á netfanginu kraft@kraft.is

Formaður mótanefndar er Júlían J.K.Jóhannsson, jjkj25@gmail.com

Fanney Evrópumeistari!

Fanney Hauksdóttir, Grótta, varð í dag evrópumeistari kvenna í bekkpressu í -63 kg flokki. Hún sigraði örugglega með 147,5 kg sem um leið er nýtt heimsmet unglinga í þessum þyngdarflokki.
Á morgun lýkur mótinu með keppni í þyngri flokkum og þá verður ljóst hvar Fanney endar á listanum yfir stigahæstu konum í Evrópu.

Við óskum Fanneyju hjartanlega til hamingju með þennan titil og með enn eitt heimsmetið!

ÍM unglinga – úrslit

Íslandsmeistaramót unglinga í klassískum kraftlyftingum lauk á Akureyri í gær.

Í telpnaflokki varð Matthildur Óskarsdóttir, Grótta íslandsmeistari. Í drengjaflokki sigraði Karl Anton Löve, KFA.
Í unglingaflokki kvenna sigraði Elín Melgar, Grótta og íslandsmeistari í unglingaflokki karla varð Viktor Samúelsson, KFA.

Lið heimamanna KFA varð stigahæst, en lið Gróttu kom þar á eftir. Alls luku 29 keppendur keppni.

Heildarúrslit verða birt um leið og þau berast.

Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Akureyri þess helgi og er bærinn fullur af hraustum ungmennum. Á vegum KFA fer fram keppni í kraftaþríþraut, olympískum lyftingum og kraftlyftingum í búnaði í tengslum við landsmótið.