ÍM í réttstöðulyftu – tímaplan

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu fer fram í Reiðhöllinni á Sauðárkróki laugardaginn 14.júlí nk í tengslum við Landsmót UMFÍ.
Vigtun hefst kl. 12.00 og keppni 14.00
Skráðir keppendur er 28 og verður skipt í tvö holl.

Dómgæslu annast Róbert Kjaran, Breiðablik, Júlían J K Jóhannsson, Ármanni og Einar Birgisson, KFA.

Landsliðsval – seinni hluta árs

Landliðsnefnd hefur gengið frá skipan landsliðsins seinni hluta árs.

EM í klassískri bekkpressu
Fanney Hauksdóttir -63 kg

HM junior/subjunior
Guðfinnur Snær Magnússon +120 kg jr

Arnold Classic
Ingimundur Björgvinsson -105 kg

Vestur Evrópumótið í klassískum kraftlyftingum

Elín Melgar Aðalheiðardóttir -63 kg
Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir -63 kg
Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg
Ingvi Örn Friðriksson -105 kg
Aron Friðrik Georgsson -120 kg
Viktor Samúelsson -120 kg

Vestur Evrópukeppni í kraftlyftingum
Hulda B Waage -84 kg
Alex Cambray Orrason -105
Þorbergur Guðmundsson +120 kg

HM öldunga í kraftlyftingum
María Guðsteinsdóttir -57

EM í bekkpressu
Fanney Hauksdóttir -63 kg

HM í kraftlyftingum
Sóley Magrét Jónsdóttir +84 kg
Viktor Samúelsson -120 kg
Júlían J K Jóhansson +120 kg

EM í klassískum kraftlyftingum
Ragna K Guðbrandsdóttir -63 kg subjr
Arna Ösp Gunnarsdóttir -63 jr
Matthildur Óskarsdóttir -72 kg jr
Ragnheiður Kr Sigurðardóttir -57 kg
Arnhildur Anna Árnadóttir -72 kg
Ellen Ýr Jónsdóttir -84 kg
Rósa Birgisdóttir +84 kg

NM jr 2018 – landsliðshópur

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum og bekkpressu með og án búnaðar fara fram á Íslandi í september nk og verða að þessu sinna haldin á Akureyri.
Undirbúningur er löngu hafinn bæði hjá mótshaldara og keppendum, en landsliðshópurinn er skipaður neðangreindum einstaklingum.
Þetta er flottur hópur efnilegra kraftlyftingamanna og ánægjulegt að sjá að átta félög eiga keppendur í hópnum.

Arna Ösp Gunnarsdóttir MOS
Aron Ingi Gautason KFA
Fannar Björnsson AKR
Gabríel Arnarson LFA
Gabríel Ómar Hafsteinsson BRE
Guðfinnur Snær Magnússon BRE
Guðmundur Smári Þorvaldsson STJ
Halldór Jens Vilhjálmsson MAS
Íris H Garðarsdóttir KFA
Kara Gautadóttir KFA
Karl Anton Löve KFA
Matthildur Óskarsdóttir KFR
Muggur Ólafsson STJ
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir KFR
Sóley Margrét Jónsdóttir KFA
Svavar Örn Sigurðsson AKR
Þorsteinn Ægir Óttarsson KFA

Júlían með silfurverðlaun

Júlían JK Jóhannsson keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem var haldið í Calgary, Kanada. Júlían keppti í +120kg flokknum en hann hefur á bakinu langan keppnisferil í kraftlyftingum. Hann breytti þó til núna og er þetta hans fyrsta heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum. Júlían mætti í anda og lyfti 325kg í hnébeygjunni. Í bekkpressunni lyfti hann svo 205kg. Í réttstöðulyftunni fór hann svo nokkuð léttilega með 365kg. Þá bað hann um 380kg á stöngina sem hefði verið nýtt evrópumet í réttstöðulyftu. Því miður missti hann takið á stönginni þegar hún var komin langleiðina upp. 365kg lyftan dugði þó til silfurverðlauna í réttstöðulyftunni. Þetta gaf honum 895kg í samanlögðu sem er aðeins undir hans besta árangri.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum innilega til hamingju með árangurinn!

Júlían með 380kg í höndunum – Grátlega nálægt því að læsa lyftunni

Þar með lýkur HM í klassískum kraftlyftingum. Fyrir hönd íslands tóku þátt 7 konur og 1 karl og stóðu þau sig öll frábærlega. Að ferðast erlendis og keppa er öðruvísi en að keppa innanlands og getur það haft áhrif á keppnisform keppenda. Þar kemur inn annað tímabelti, annað matarræði og ólíkar aðstæður.

Ellen Ýr hefur lokið keppni

Ellen Ýr Jónsdóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Hún keppti í -84kg flokki og er þetta hennar fyrsta alþjóðamót á stuttum en mjög öflugum kraftlyftingaferli. Hún lyfti 167,5kg í hnébeygjunni. Í bekkpressunni lyfti hún 87,5kg og reyndi svo tvisvar við 92,5kg sem gekk því miður ekki. Hún lokaði svo keppnisdeginum á 165kg réttstöðulyftu. Þetta gaf henni 420kg í samanlögðu og fyrsta alþjóðamótið komið á blað.

Ellen með 167,5kg á bakinu. Ekkert gefið eftir!

Á morgun keppir svo fyrsti karlinn fyrir Íslands hönd á HM í klassískum kraftlyftingum og jafnframt á síðasta keppnisdeginum. Það er hann Júlían JK Jóhannsson sem er flestum vel kunnur. Hann keppir venjulega í hefðbundnum kraftlyftingum en ákvað að slá til og mæta á kjötinu. Hægt verður fylgjast með honum í beinni hér kl. 20:00 á íslenskum tíma. Kraftlyftingasamband Íslands óskar honum góðs gengis.

Arnhildur hefur lokið keppni

Arnhildur Anna Árnadóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem fer fram í Calgary, Kanada. Hún keppir í -72kg flokki og hefur hún verið að keppa í kraftlyftingum síðan 2012. Hún hefur tekið þátt á nokkrum alþjóðamótum og því þaulvanur keppandi. Því miður voru enga bætingar í dag en hún var þó ekki langt frá sínum besta árangri heldur. Í hnébeygjunni lyfti hún 152,5kg. Í bekkpressunni lyfti hún 80kg og svo lokaði hún deginum á 160kg réttstöðulyftu. Þetta gaf henni 392,5kg í samanlögðu.

Mynd úr safni. Arnhildur að dedda þungt!

Á morgun keppir svo Ellen Ýr Jónsdóttir í -84kg flokknum. Hún hefur keppni klukkan 19:00 á íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu hér. Kraft óskar henni góðs gengis og hvetur sem flesta til þess að horfa á hana lyfta.

Ragnheiður með nýtt íslandsmet

Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir keppti í dag á HM í klassískum kraftlyftingum sem er haldið í Calgary, Kanada. Ragnheiður keppir í -57kg flokki og eins og alltaf þá var stefnan sett á bætingar. Hún lyfti 127,5kg í hnébeygjunni og bætti þar með íslandsmetið sitt. Í bekkpressunni lyfti hún 80kg en meiddist í baki við þá lyftu. Hún ákvað að reyna við 82,5kg en það var ekki inni í dag. Hún lækkaði því aðeins opnunarlyftuna í réttstöðulyftunni en endaði á því að lyfta 150kg sem er ekki langt frá hennar besta. Hún lauk því mótinu með 357,5kg í samanlögðu.

Kraftlyftingasamband Íslands óskar henni til hamingju með árangurinn!

Ragnheiður Kr með nýtt íslandsmet!

Á morgun keppir svo Arnhildur Anna Árnadóttir í -72kg flokknum. Hún hefur keppni klukkan 19:00 á íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni í beinni útsendingu hér. Kraft óskar henni góðs gengis og hvetur sem flesta til þess að horfa á hana lyfta.

ÍM i réttstöðulyftu – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistarmótið í réttstöðulyftu sem fer fram 14.júlí nk á Sauðárkróki. Skráningarfrestur er til miðnættis 23.júni, en frestur til að greiða keppnisgjald og breyta skráningu rennur út 30.júni.

Skráningareyðublað: imRL18_skraning

Mótið fer fram í tengslum við Landsmót UMFÍ sem er haldið á Sauðárkróki þessa helgi. Keppendur og starfsmenn fá afhent armbönd sem gefa aðgang að svæðinu og afslátt af ýmsa þjónustu og vörum á staðnum.
Þeir sem vilja gera meira og taka þátt í fleiri viðburðum á landsmótinu geta skráð sig hér: https://www.landsmotid.is/ . Úr mörgu er að velja!