Um löglegan búnað

Svo sem kunnugt er tóku nýjar reglur IPF/KRAFT um löglegan búnað í kraftlyftingum gildi um sl. áramót
Reglurnar má finna á eftirfarandi slóð:

 
Vakin er athygli á því að frá og með Íslandsmeistaramótinu sem haldið verður í Njarðvík þ. 30. maí nk. verður gengið eftir því að allur búnaður keppenda fullnægi kröfum skv. reglunum.  
Þeim sem ekki mæta í löglegum búnaði verður ekki heimiluð þátttaka.

 

Þorbergur vann silfur á EM – allir unnu til verðlauna í greinum

Evrópumót unglinga í kraftlyftingum lauk í Ungverjalandi í dag með keppni í þyngstu karlaflokkunum, og gerðist það sjaldséða að Ísland átti þrjá keppendur í hollinu.
Viktor Samuelsson, KFA, keppti í -120 kg flokki og lenti þar í 4.sæti með 920 kg samalagt, seríuna 345-275-300 kg. Bekkpressan var nýtt íslandsmet í opnum flokki og gaf honum silfurverðlaun í greininni.
Í +120 kg flokki voru tveir keppendur, Júlian J: K. Jóhannsson, Ármanni og Þorbergur Guðmundsson, frá hinni nýstofnuðu kraftlyftingadeild Harðar á Patreksfirði. Júlían er reyndasti keppandi okkar í unglingaflokki og Þorbergur á sínu fyrsta stórmóti, en að þessu sinni var það byrjandinn sem stóð með pálmann í höndunum. Þorbergur vann silfurverðlaun í flokknum með 330-195-322,5- 847,5 kg Hann vann auk þess silfur í beygju og brons í réttstöðu.
Þetta voru óvænt úrslit, en tveir sterkir keppinautar féllu úr keppni.
Júlian náði sér ekki á strik í dag og fékk ekki nema eitt hvítt ljós í beygju. Hann reyndi við 365-370-370 og mistókst því miður. Hann sigraði  í hinum greinunum tveimur, á bekknum með 290 kg sem er nytt bekkpressumótsmet í opnum flokki og í deddi með 342,5 kg, en féll s.s. út heildarkeppninni og náði ekki sínum markmiðum þar.
HEILDARÚRSLIT
Við óskum Þorbergi til hamingju með silfurverðlaun á sínu fyrsta stórmóti, og þeim öllum til hamingju með ný met og verðlaunapeningar um hálsin Á myndinni eru þeir með þjálfurum sínum, Grétari Hrafnssyni og Grétari Skula Gunnarssyni.

Breiðari bros hafa sést á mynd – en framundan er ÍM í maí og nýtt tækifæri til bætinga.
strakar

 

Strákarnir keppa á morgun

Á morgun lýkur Evrópumoti unglinga í kraftlyftingum með keppni í þyngstu flokkum karla og eru þrír íslenskir strákar meðal keppenda.
Viktor Samúelsson, KFA, keppir í -120 kg flokki og Júlían J. K. Jóhannsson, Ármanni og Þorbergur Guðmundsson, KDH keppa í +120 flokki.
Keppnin hefst kl. 10.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með á netinu:
http://goodlift.info/live1/onlineside.html

Við óskum þeim öllum góðs gengis!

Arnhildur á pallinn í öllum greinum!

IMG_4103Arnhildur Anna átti góðan dag á EM unglinga í Ungverjalandi í dag og munaði millimetrum að hún náði bronsverðlaunum samanlagt. Hún bætti persónulegan árangur sinn um 32,5 kg og setti islandsmet í hnébeygju og samanlagt í opnum flokki og unglingamet í réttstöðulyftu. Hún vigtaði 71,4 í -72 kg flokki,
Arnhildur opnaði örugglega á 190 kg í beygju og bætti um betur í annarri tilraun með
nýtt íslandsmet í opnum flokki, 195 kg. 197,5 reyndist of þungt í þriðju tilraun.
195 kg færði henni bronsverðlaun í greininni.
Á bekknum lyfti hún seríuna 105 – 107,5 – 110 kg. Það er persónuleg bæting um 10 kg og dugði til bronsverðlauna í bekkpressu.

I réttstöðu varð hörkuslagur í síðustu umferð og lagði Arnhildur allt undir með 187,5 kg til að vinna bronsið á líkamsþyngd.
Það reyndist nokkrum grömmum of þungt og endaði hún í 177,5 kg sem er nýtt unglingamet og gaf 3.sæti í greininni.

Arnhildur endaði í 4.sæti með 482,5 kg sem er nýtt íslandsmet í opnum flokki -72 kg og gæti keppnin í þessum flokki orðið áhugaverð á ÍM í lok maí.
Sigurvegarinn í flokknum var Elina Rönnqvist frá Svíþjóð 537,5 kg.

Við óskum Arnhildi til hamingju með glæsilegan árangur!

EM unglinga hefst á morgun

EM unglinga í kraftlyftingum fer fram í Ungverjalandi dagana 7 – 11 april. 128 keppendur frá 18 löndum taka þátt, meðal þeirra eru fjórir íslendingar:
Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta, Júlían J. K. Jóhannsson, Ármanni, Viktor Samuelsson, KFA og Þorbergur Guðmundsson, KDH
Bein útsending frá mótinu verður á netinu: https://www.youtube.com/watch?v=tCL8WhS25Dg  

Arnhildur keppir á fimmtudag, en strákarnir allir á laugardag.
Við óskum þeim öllum góðs gengis.

Tvö opin mót framundan

Tvö opin félagsmót verða haldin á næstunni og eru þau opin skráðum meðlimum úr öllum félögum.

Fðstudaginn 1.maí verður vormót KFA haldið á Akureyri. Þar verður keppt í klassískum kraftlyftingum. langstökki án atrennu og powerclean

Laugardaginn 2.maí verður haldið Gróttumót í klassískum kraftlyftingum á Seltjarnarnesi.
Upplýsingar um mótin má finna á heimasíðum og facebooksíðum félaganna.

ÍM unglinga og öldunga – úrslit

Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum í flokkum unglinga og öldunga lauk fyrir stundu í húsakynnum Lyftingafélags Hafnarfjarðar. Á mótinu var keppt i fjölmörgum aldurs- og þyngdarflokkum karla og kvenna og nóg að gera á ritaraborðinu við að skrá árangur og met í rétta flokka. Á mótinu voru skráðir 23 keppendur og luku 21 keppni í 19 ólíkum flokkum. Það var þess vegna ekki mikill samkeppni í flokkunum, en það dróg ekki úr keppnisanda, enda voru flestir að keppa við að ná sínum eigin persónulegum markmiðum; að bæta persónulegan árangur sinn, að ná lágmörkum inn á önnur mót eða setja Íslandsmet eða jafnvel Norðurlandamet. Margir gerðu góða hluti, en mesti athygli vakti árangur Fríðu Bjarkar Einarsdóttur, KFA. Hún tók seríuna 200-115,5-187,5-503 kg. Þetta er allt met í opnum flokki kvenna -84 kg, en Fríða er eingöngu 17 ára gömul.

ÚRSLIT
MYNDIR

Stigahæst í telpnaflokki var Fríða Björk Einarsdóttir, KFA með 450 stig, í unglingaflokki kvenna var Elín Melgar, Grótta, stigahæst með 368,7 stig
og stigahæsta kona í öldungaflokki var Helga Guðmundsdóttir, Breiðablik, með 469 stig.
Stigahæstur í drengjaflokki var Jóhann Axel Vignisson, Breiðablik, með 296 stig, í unglingaflokki karla Þorbergur Guðmundsson, Patreksfirði með 493 stig og stigahæsti öldungur karla var Bjarki Sigurðsson, Akranesi með 425 stig.
Dómarar á mótinu voru Helgi Hauksson, Sturlaugur Gunnarsson, Ásmundur Ólafsson og Aron Teitsson.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 að haldið er sérstakt aldursskipt íslandsmeistaramót og er það gert til að fjölga mótum á mótaskrá og opna möguleika fyrir fleiri keppendur til að keppa til verðlauna. Í dag voru sumir að stíga sín fyrstu skref á ferlinum á meðan aðrir hafa verið að í áratugi. Vonandi stækkar hópurinn og verður ennþá stærri og öflugri á næsta ári.

Við óskum nýkrýndum Íslandsmeisturum til hamingju með árangurinn og þökkum Lyftingafélagi Hafnarfjarðar fyrir vel skipulagt mót.