Auðunn á Arnold Sports Festival

Auðunn Jónsson hefur þegið boð um að taka þátt í réttstöðukeppni á Arnold Sports Festival sem nú stendur yfir í Ohio. Auðunn er þar í hópi góðra vina og sterkra keppinauta og við óskum honum bæði góðrar skemmtunnar og góðs gengis.
Fleiri kraftlyftingaatburði eru í boði á vegum USAPL í tengslum við Arnold og má finna upplýsingar og vefútsendingar hér. http://arnold.usapowerlifting.com/
Auðunn lyftir á sunnudag kl. 10.00 á staðaratíma.

Góður árangur í Finlandi

Íslendingar eignuðust tvo norðurlandameistara í kraftlyftingum á
Norðurlandamóti unglinga sem fór fram í Finlandi um helgina. Keppt var annars vegar án búnaðar og hins vegar með búnaði.
Í klassískum kraftlyftingum, án búnaðar, varð Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, norðurlandameistar í -74 kg flokki.
Matthildur Óskarsdóttir, Grótta, vann til bronsverðlauna i -72 kg flokki telpna.
Þrír strákar kepptu með búnaði.
Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik, varð Norðurlandameistari í -120 kg flokki drengja og bætti  jafnframt íslandsmet drengja í öllum greinum.
Daníel Geir Einarsson, líka úr Breiðablik, vann silfurverðlaun í +120 kg flokki unglinga og Sindri Freyr Arnarson, Massi, lenti í 4.sæti í -74 kg flokki.
Góðar bætingar voru gerðar á íslandsmetum unglinga á mótinu og voru þjálfarar, Grétar Hrafnsson og Ingimundur Björvinsson að vonum sáttir við sína menn.
Sturlaugur Gunnarsson kláraði alþjóðlega dómaraprófið á mótinu.
HEILDARÚRSLIT
_DSC7206

Gull, silfur og fimm islandsmet á NM i dag

Norðurlandamót unglinga lauk í Finnlandi í dag og kepptu þrír íslenskir strákar í búnaði.

Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik, varð norðurlandameistari í -120 kg flokki drengja. Hann lyfti 275 – 195 – 240  samtals 710 kg, en þetta eru allt ny íslandsmet í flokknum og persónuleg bæting upp á lítil 42,5 kg.

Daníel Geir Einarsson, Breiðablik, keppti í +120 kg flokki unglinga og vann til silfurverðlauna með 797,5 kg.
Hann byrjaði með góða bætingu í beygju 307,5, lyfti svo 230 á bekknum og 260 í réttstöðu.

Sindri Freyr Arnarson, Massa, keppti í -74 kg flokki unglinga og lenti í 4. sæti  með 585 kg sem er jöfnun á hans besta árangri. Hann lyfti 212,5 – 155 – 217,5
Beygjan er nýtt íslandsmet unglinga. Sindri bætti sig líka í réttstöðu, en erfiðleikar á bekknum komu í veg fyrir bætingu samanlagt.

Við óskum strákunum til hamingju með árangurinn,

Dagfinnur norðurlandameistari unglinga

_DSC6153Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, varð í dag norðurlandameistari í klassískum kraftlyftingum í -74 kg flokki unglinga.
Hann lyfti seríuna 195-140-220, samtals 555 kg. Bekkurinn er jafnfram nýtt íslandsmet unglinga og persónuleg bæting.

Við óskum Dagfinni til hamingju með titilinn og metið.

Matthildur setti tvö íslandsmet

matthildur2Matthildur Óskarsdóttir, 15 ára stúlku úr Gróttu, keppti í dag á Norðurlandamóti unglinga í klassískum kraftlyftingum í Finnlandi.
Hún keppti í -72 kg flokki stúlkna og lenti þar í 3.sæti með 275 kg í tótal.
Sigurvegarinn í flokknum var Henna Kaasalainen frá Finnlandi

Matthildur tók seríuna 110 – 60 – 105 og bætti sig þar með í hnébeygju og samanlagt. Þær tölur eru um leið ný íslandsmet í stúlknaflokki.

Við óskum Matthildi til hamingju með verðlaun,ný met og bætingar á hennar fyrsta stórmóti.

Norðurlandamót unglinga

Á föstudaginn hefst Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum í Portainen í Finnlandi.
Frá Íslandi mæta fimm keppendur.
Án búnaðar keppa Matthildur Óskarsdóttir, Grótta,í -72 kg flokki stelpna og Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, í -74 kg flokki unglinga karla. Í búnaði keppa Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik, í -120 kg flokki drengja, Sindri Freyr Arnarson, Massi, í -74 kg flokki unglinga og Daníel Geir Einarsson, Breiðablik í +120 kg flokki unglinga.

Við óskum þeim öllum góðs gengis á mótinu!

Upplýsingar og úrslit: https://npfpower.wordpress.com/