Arnhildur og Viktor bikarmeistarar

Bikarmót Kraftlyftingasambands Íslands var haldið á Akureyri í gær.

Bikarmeistari kvenna varð Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta.  Arnhildur setti þrjú glæsileg íslandsmet í -72kg fl. hnébeygju (200 kg), réttstöðulyftu (190.5 kg) og samanlögðu (513 kg). Þetta er hennar fyrsti meistaratitil á stigum í opnum flokki, en hun hefur greinilega æft vel undanfarið með aðstoð Ingimundar og félaga sinna í Gróttu.

Bikarmeistari karla var Viktor Samúelsson, KFA, með 558,14 stig, sem eru hæstu wilksstig innan sambandsins á árinu 2015. Hann setti um leið íslandsmet í bekkpressu með 300 kg, og samanlögðu 970 kg.

Alex Cambray, KFA, varð annar stigahæstur í karlaflokki. og setti íslandsmet í bekkpressu með 231kg. Hann bætti sinn besta árangur og náði 310kg í hnébegyju og 270 í réttstöðulyftu sem gaf honum 811 í samanlögðu. Skemmtileg barátta var í síðustu réttstöðulyftuni hjá honum þar sem hann rétt klikkaði á 285 sem hefði þýtt nýtt íslandsmet í -105kg fl. (826kg)
Hulda B. Waage, KFA, var önnur stigahæst í kvennaflokki. Hún tvíbætti íslandsmetið í bekkpressu með 117.5 kg og 125 kg í -72kg fl. Hulda tók 172.5kg í hnébeygju og 160kg í réttstöðulyftu sem gaf henni 457.5 kg í samanlögðu.

Stigahæsta liðið í karla og kvenna flokki var heimalið KFA, sem jafnhliða því að keppa sáu um alla framkvæmd á frábæran hátt. KFA sigraði 9 af 14 þyngdarflokkum.

Mörg met féllu á mótinu og bættu margir árangur sinn og náðu lágmörkum fyrir Íslandsmótið 2016. Það stóð uppúr hversu mikil nýliðun hefur átt sér stað og þáttaka yngri unglinga aukist á milli ára.

Við óskum sigurvegurum og methöfum til hamingju með árangurinn.
HEILDARÚRSLIT.:http://results.kraft.is/meet/bikarmot-i-kraftlyftingum-2015

Bikarmót – tímasetningar

Bikarmót KRAFT fer fram á Akureyri laugardaginn 21.nóvember nk. og verður haldið í Glerárskóla.
KEPPENDUR

Tímasetningar: 
Holl 1: Konur 52-72
Holl 2: Konur 84 + 84 og karlar 59 -74
Vigtun klukkan 08:00 – keppni hefst klukkan 10:00
Dómarar:
Einar Már Ríkarðsson – KFA
Fannar Dagbjartsson – Breiðablik
Einar Þór Birgisson – KFA

Holl 3: Karlar 83 – 93
Holl 4: Karlar 105 – 120+
Vigtun klukkan 14:00 – keppni hefst klukkan 16:00
Dómarar:
Róbert Kjaran – Breiðablik
Hulda B. Waage – KFA
Einar Már Ríkarðsson – KFA

Lokahóf og verðlaunaafhending fer fram í veislusal KFUM/K og hefst klukkan 21:00

María í 8.sæti

María Guðsteinsdóttir hefur lokið keppti á HM í kraftlyftingum. Hún vigtaði 71,08 í -72 kg flokki.
María hefur átt við meiðsli að stríða í uppkeyrslu fyrir mótið og hefur það eflaust átt sinn þátt i því að hún náði ekki að sýna sínar allra bestu hliðar í dag.
Í beygju tók hún 177,5 kg og reyndi við nýtt íslandsmet 185, en var of grunn. Á bekknum lyfti hún 112,5 kg og í réttstöðu 182,5. Í síðustu lyftu gerði hún ágæta atlögu að íslandsmetinu og reyndi við 190 kg, en það vantaði herslumuninn.
María lenti í 8.sæti í flokknum með 472,5 kg samanlagt, en þetta er í 10.skipti sem María tekur þátt á heimsmeistaramóti.
Til hamingju með þetta, María!

Hörð og spennandi keppni var um verðlaunin í flokknum fram i síðustu lyftu. Priscilla Ribic frá Bandaríkjunum stóð eftir sem sigurvegari með  622,5 samanlagt eftir að hafa lyft 247,5 kg í síðustu lyftu, en það er hálfu kílói frá hennar eigin heimsmeti.

 

Helga setti 3 íslandsmet

Helga Guðmundsdóttir lenti í 7.sæti í -63 kg flokki á HM í dag.
Hún byrjaði á fína beygjuseríu 172,5 – 177,5 – 180, allt góðar og gildar beygjur. Þetta er nýtt íslandsmet í flokknum.
Á bekknum byrjaði hún í 115 og kláraði svo 120 kg í þriðju tilraun eftir að hafa klikkað á tækninni í annari. Það er líka nýtt íslandsmet í -63 kg flokki.
Í réttstöðu byrjaði Helga á 172,5 kg sem átti að vera létt og meðfærilegt, en þá sagði þreytan til sín. Hún ströglaði lyftuna í gegn, en átti ekki möguleika á 177,5 í dag, þrátt fyrir tvær tilraunir.
Helga fékk 472,5 kg samanlagt. Það er 6,5 kg bæting á hennar eigið íslandsmeti. Hún sagðist vera mjög sátt við úrslitin þó hún hafi ætlað sér meira í réttstöðu.
Helga vigtaði 62,72 kg og fékk 509,3 wilks stig og færist við það upp um 2 sæti á heimslista.

Við óskum henni til hamingju með árangurinn og metin.

Á morgun fimmtudag lyftir María Guðsteinsdóttir í -72 kg flokki. Keppnin hefst kl. 17.00 að íslenskum tíma.

Sigurjón kjörinn varaforseti IPF

Sigurjón Pétursson, formaður Kraftlyftingasambands Íslands, var kjörinn varaforseti IPF á ársþingi sambandsins í Luxembourg í dag. Sigurjón bauð sig fram gegn sitjandi varaforseta og hlaut kosningu með 34 atkvæðum gegn 13.
Sigurjón hefur undanfarin misseri þjónað sem formaður aganefndar IPF og áunnið sér traust og virðingu fyrir mikla vinnu og vönduð vinnubrögð, og skilaði það sér í þessari kosningu.
Við óskum Sigurjóni til hamingju með kjörið í trausti þess að þetta reynist heillaspor bæði fyrir iPF og Kraftlyftingasamband Íslands.

RIG 2016 – keppendur

Keppendalisti á kraftlyftingamóti á RIG 2016 liggur nú fyrir.
Um er að ræða stigakeppni í klassískum kraftlyftingum. Tölurnar við nöfn keppenda sýna stigatölu sem viðkomandi á best. .

KONUR

Kimberly Walford – USA – 530,87
Bonica Lough – USA, – 512,93
Magdolna Petróczki – HUN – 482,9
Erika Szántó – HUN – 415,56
Ágnes Szabó – HUN – 408,39
Mária Köteles – HUN – 404,31
Helga Guðmundsdóttir – ISL – 386,6
Elín Melgar – ISL – 379,9
Tinna Rut Traustadóttir – ISL – 368
Katja Lariola – FIN – 367,04

KARLAR

Stephen Manuale – UK – 482,86
Timo Hokkanen – FIN – 456,20
Viktor Samúelsson – ISL – 454,8
Dagfinnur Ari Normann – ISL – 416,9
Tamás Sebestyén – HUN – 415
Farkas Ádám – HUN – 411
Gergő Opra – HUN – 405,38
Þorbergur Guðmundsson – ISL – 402,5
Alex Cambray Orrason – ISL – 386,5
Jón Einarsson – ISL – 383,2

Bikarmót KRAFT – keppendur

Skráningu er lokið á Bikarmót KRAFT 2015 sem fer fram á Akureyri 21.nóvember nk.
41 keppendur frá 9 félögum eru skráðir. Félög hafa nú frest til miðnættis 7.nóvember til að greiða keppnisgjald og gera breytingar á skráningum.
KEPPENDUR 

Að loknu móti verður haldin veisla. Þeir sem ekki vilja missa af henni skulu skrá sig á netfangið hulda100@hotmail.com. Verð pr. mann 3.700.-
Matseðill:
Piparkryddað heilsteikt folaldafile safaríkt og meyrt
Grillsteiktar kjúklingabringur BBQ.
Ofnsteikt kartöflutvenna
Ferskt blandað salat.
Sveppasósa og bernaissósa
Gos og ávaxtasafi
Marsípanterta og kaffi í eftirrétt

Mótareglur uppfærðar

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í gær nokkrar breytingar á Reglugerð um kraftlyftingakeppni og taka þær þegar gildi.
Ný útgáfa má finna hér: http://kraft.is/um-kraft-2/reglur/

Breytingarnar fela í sér að enn skýrar er kveðið á um að öll vafamál og frávik frá reglum í tengslum við mótahald skal bera undir stjórn. Ef vafi leikur á hlutgengi keppanda t.d. getur ekkert einstakt félag eða einstakur félagsmaður skorið úr um það. Skýrt er tekið fram að á meistaramótum skal mótshaldari bera dómara- og tímaplan undir stjórn KRAFT til samþykkis áður en það er birt. 

Búið er að setja í reglurnar ákvæði um að á ÍM í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum skal framvegis skipa 3 manna kviðdóm.