Nýr alþjóðadómari

Ísland eignaðist nýjan alþjóðlegan kraftlyftingadómara í síðustu viku þegar Kári Rafn Karlsson stóðst dómaraprófi IPF á Evrópumóti  unglinga í Rússlandi.

Kári er formaður Kraftlyftingafélags Akraness, gjaldkeri Kraftlyftingasambands Íslands og formaður landsliðsnefndar. Það verður því að segjast að hann leggi sitt af mörkum til eflingar íþróttarinnar í landinu.

Við óskum Kára til hamingju með áfangann.

Júlían með tvenn bronsverðlaun á EM unglinga

Júlían var síðasti Íslendingurinn sem steig á keppnispall í Rússlandi en EM unglinga lauk í dag með keppni í -120 og +120kg flokki.
Mótið byrjaði mjög vel hjá Júlíani sem fékk allar sínar lyftur gildar í hnébeygjunni. Hann byrjaði á 340 kg sem voru mjög létt hjá honum og tók svo 352,5 í annarri lyftu. Í þriðju tilraun beygði hann svo 362,5 sem er nýtt íslandsmet unglinga og bætti þar með sinn persónulega árangur um 7,5 kg. Þessi þyngd gaf honum einnig verðskulduð bronsverðlaun í hnébeygjunni.
Í bekkpressunni byrjaði hann á 260 kg en fékk ógilt þar sem hann náði ekki alveg að læsa handleggjunum í lok lyftunnar. Hann fór aftur í sömu þyngd og lyfti henni mjög örugglega í annarri tilraun. Hann reyndi svo við íslandmet 267,5 kg í seinustu lyftunni en náði því ekki í dag, þótt hann væri mjög nálægt því.
Í réttstöðunni opnaði Júlían á 320 kg sem flugu upp á ljóshraða og meldaði þar næst 337,5 kg. Hann þurfti þó því miður að sætta sig við byrjunarþyngdina 320 kg eftir að hafa mistekist tvisvar við 337,5 kg og tapaði þar með mörgum kílóum inn í totalið sitt. Það kom hins vegar ekki að sök því samanlagður árangur hans 942,5 kg og nýtt íslandsmet, tryggði honum örugg bronsverðlaun sem er glæsilegur árangur.
Sigurvegari í flokknum var David Lupac með 1052,5 kg.

Við óskum Júlíani til hamingju með góðan árangur, tvenn bronsverðlaun og íslandmetin.

Einar Örn á pallinn á EM

Einar Örn Guðnason frá Kraftlyftingafélagi Akraness átti góðan dag á EM unglinga í dag. Hann vigtaði 92,45 kg í -93 kg flokki.
Einar lét ekki slaka stangarmenn slá sér út af laginu og opnaði létt á nýju Íslandsmeti unglinga í hnébeygju, 280 kg.Hann bætti síðan metið og persónulegan árangur sinn með 20 kg þegar hann lyfti 290 kg mjög örugglega í næstu tilraun. Einar átti svo mjög góða tilraun við 300 kg, en munaði hársbreidd og þriðja lyftan var dæmd ógild.
Bekkurinn er sérgrein Einars, en þar opnaði hann á 200 kg sem er jöfnun á Íslandsmeti í flokknum. Hann setti síðan nýtt unglingamet með 207,5 kg í annarri.
Í þriðju tilraun gerði hann sér lítið fyrir og lyfti 212,5 kg glæsilega, en það dugði honum til verðskuldaðra bronsverðlauna í greininni.
Í réttstöðu opnaði hann frekar klaufalega á að láta dæma 250 kg ógilt hjá sér en kláraði svo 255 kg í annari tilraun. Hann reyndi svo við 272,5 kg í síðustu en mistókst.
Einar endaði því í 6.sæti með 757,5 kg í samanlögðu. Það er nýtt Íslandsmet unglinga og persónuleg bæting um 37,5 kg og geri aðrir betur.
Sigurvegari í flokknum var Julian Lysvand frá Noregi með 825 kg

Við óskum Einari til hamingju með góða frammístöðu, ný íslandsmet og bronsverðlaun í bekkpressu.

Á morgun, sunnudag, keppir Júlían Jóhannsson og hefst keppnin kl. 8.00 á íslenskum tíma.

einarorn

Stelpurnar koma heim með íslandsmet og verðlaun

photo (1)Camilla Thomsen og Arnhildur Anna Árnadóttir hafa lokið keppni á EM unglinga í St. Pétursborg.
Camilla vigtaði 62,65 kg í -63 kg flokki. Hún opnaði á 135 kg í hnébeygju, en það er jöfnun á hennar besta árangur. Hún kláraði það örugglega, en mistókst svo tvisvar með 142,5 kg. Á bekknum gerðist nákvæmlega það sama. Hún jafnaði sinn besta árangur örugglega með 80 kg í fyrstu tilraun, en mistókst tvisvar að bæta sig með 82,5.
Í réttstöðu opnaði Camilla á 147,5. Í annari jafnaði hún sinn besta árangur með 155 kg, en það er um leið íslandsmet unglinga.  Í þriðju tilraun lagði hún allt undir í tilraun til að ná bronsinu með 165 kg, en það reyndist of þungt þrátt fyrir mikla baráttu.
Besti samanlagði árangur Camillu fyrir þetta mót var 352,5 kg, en hér endaði hún í 370 kg sem er unglingamet og góð bæting. Hún endaði í 5.sæti.

Arnhildur Anna vigtaði 71,10 kg í -72 kg flokki. Hún klikkaði á byrjunarþyngd 180 kg í hnébeygju, hækkaði svo í 185 kg í annari, mætti einbeittari og kláraði örugglega. Arnhildur endaði með 190 kg í mjög vel útfærðri þriðjulyftu. Það er nýtt íslandsmet í opnum flokki og dugði henni til bronsverðlauna í beygju.
Á bekknum byrjaði Arnhildur í 95 kg en mistókst. Hún kláraði 95 kg örugglega í annari tilraun og bað um 100 kg í þriðju, en það er jöfnun við hennar besta árangur. Sú lyfta misheppnaðist því miður, og Arnhildur endaði með 95 kg.
Í réttstöðu kláraði hún 165 kg en mistókst tvisvar með 170 kg. Samanlagt gerir það 450 kg sem er persónuleg bæting um 10 kg og nýtt íslandsmet unglinga.
HEILDARÚRSLIT
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn.

Á morgun, laugardag, keppir Einar Örn Guðnason í .93 kg flokki. Keppnin hefst kl. 13.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með hér: http://goodlift.info/live.php

Camilla og Arnhildur lyfta á morgun

Á morgun, föstudag, verða Gróttustelpurnar Camilla Thomsen og Arnhildur Anna Árnadóttir í eldlínunni á EM unglinga í St. Pétursborg.
KEPPENDALISTI 
Camilla lyftir í -63 kg flokki og Arnhildur í -72 kg flokki og hefst keppnin kl. 12.00 að staðartíma, en kl. 08.00 á íslenskum tíma.
Hægt er að fylgjast með keppninni beint: http://goodlift.info/live.php

Við óskum þeim góðs gengis.
safe_image

 

 

EM unglinga

Evrópumeistaramót unglinga í kraftlyftingum hefst í St. Pétursborg í Rússlandi á miðvikudag.
Fyrir hönd Íslands keppa í kvennflokki Camilla Thomsen í -63 kg flokki og  Arnhildur Anna Árnadóttir í -72 kg flokki en í karlaflokki Einar Örn Guðnason í -93 kg flokki og Júlían J.K. Jóhannsson ðí +120 kg flokki.
Konurnar keppa á föstudag, Einar á laugardag og Júlían á sunnudag, en sýnt verður beint frá mótinu hér: http://goodlift.info/live.php 

Keppendur: KARLAR - KONUR 

Um óhlutgengi í starfi íþróttafélaga

Á ÍM í Njarðvíkum kom upp mjög óæskilegt atvik sem varðar aðila í keppnisbanni og óhlutgengi í keppni og starfi kraftlyftingafélaga. Stjórnin harmar þetta atvik og vill tryggja að slíkt endurtaki sig ekki.

Að gefnu tilefni vill því stjórn KRAFT ítreka grein 10.10.1 í Lögum ÍSÍ um lyfjamál:

10.10.1 Bann við þátttöku á óhlutgengistíma
Enginn sem hefur verið dæmdur í óhlutgengi má á þeim tíma taka þátt að neinu leyti í keppni eða starfsemi (annarri en heimilaðri fræðslu um lyfjamisnotkun eða meðferðarstarfi) eða í keppnum á vegum atvinnudeildar eða einhvers alþjóðasérsambands eða mótshaldara á lands eða alþjóðlegu stigi. Íþróttamaður eða annar einstaklingur sem sætir óhlutgengi lengur en í fjögur ár má eftir þann tíma taka þátt í staðbundnum mótum í öðrum íþróttum en þeirri sem hann framdi brotið í, en þá og því aðeins að hið staðbundna mót sé ekki á því stigi að viðkomandi geti áunnið sér keppnisrétt, beint eða óbeint (eða unnið til stiga þar að lútandi) í landsmeistaramóti eða alþjóðlegri keppni.

ÍM-úrslit

im14Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum lauk fyrir stundu í Njarðvíkum með glæsilegum sigri Ragnheiðar Kr. Sigurðardóttur, Gróttu í kvennaflokki og Viktors Samúelssonar, KFA, í karlaflokki.
Stigahæst í flokki 18 ára og yngri urður Írís Hrönn Garðarsdóttir, KFA, og Hjálmar Andrésson, Breiðablik. Í flokki unglinga sigruðu Arnhildur Anna Árnadóttir, Grótta, og Viktor Samúelsson, KFA.
Í öldungaflokki kvenna sigraði Ása Ólafsdóttir, Grótta. En í öldungaflokkum karla sigruðu þeir Bjarki Þór Sigurðsson, Halldór Eyþórsson og Sæmundur Guðmundsson, allir úr Breiðablik. Stigahæsta liði var Grótta.
HEILDARÚRSLIT.
Mörg íslandsmet voru sett á mótinu.

Mótshaldari var kraftlyftingadeild Massa og var til allra hluta vandað. Umgjörð mótsins var glæsileg, en svo orkufrek að rafmagnstruflanir í húsinu setti mark sitt á mótinu um miðjan dag og þurftu dómarar og starfsmenn að rifja upp gamlar kúnstir og bjarga sér án aðstoðar tölvu um stund. Allt fór það samt vel að lokum.
Kraftlyftingasambandið þakkar öllum þeim sem komu að framkvæmd mótsins og óskar nýkrýndum íslandsmeisturum til hamingju með árangurinn.

 

Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum 2014

10003854_721868294510924_1743148946_oÍslandsmeistaramótið í kraftlyftingum karla og kvenna 2014 verður haldið í íþróttamiðstöð Njarðvíkur á morgun, laugardaginn 8.mars. Mótið hefst kl 10:00 með keppni í kvennaflokkum og áætlað er að því ljúki um kl 17:00. Keppt er í þyngdarflokkum í opnum flokki og auk þess verða veittir stigabikarar í opnum flokki, aldursflokkum, einstökum greinum og liðakeppni.
Aðgangseyrir er 500kr og rennur óskiptur ágóði til Samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra SEM.
Hvetjum fólk til að mæta á frábæra skemmtun og styrkja um leið gott málefni.