
Hreinn kraftur
ÍM í bekkpressu – skráning hafin
Íslandsmeistaramót í bekkpressu í öllum aldursflokkum, klassísk og með búnaði, fer fram í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi sunnudaginn 23. apríl nk. Endanleg tímaáætlun verður ákveðin þegar skráning og keppendafjöldi liggur fyrir. Skráning er hafin.Félög skulu senda allar upplýsingar um keppendur, nafn, kennitölu, félag, þyngdarflokk og aldursflokk þar sem það á við. Skýrt skal taka… Read More »ÍM í bekkpressu – skráning hafin
Myndir frá Íslandsmótinu
Hér má finnar skemmtilegar myndir sem teknar voru á Íslandsmótinu sem haldið var í Miðgarði sl. laugardag: https://www.motivm.is/photoalbums/296771/
Benedikt setti tvö íslandsmet
Síðasti íslenski keppandinn á svið á EM öldunga í kraftlyftingum án búnaðar var Benedikt Björnsson. Hann keppti í -93kg flokki M1 og lenti þar í 16.sæti með tölurnar 235 – 150 – 240 = 625. Hnébeygjan og samanlagður árangur eru ný íslandsmet í flokknum. Við óskum honum til hamingju með árangurinn!
ÍM – úrslit
Úrslit frá ÍM í kraftlyftingum eru komin í loftið. Kraftlyftingar án búnaðar Kraftlyftingar með búnaði
ÍM – streymi
Streymt verður frá íslandsmeistaramótunum hér: https://youtube.com/live/pcSY8vlxnD8?feature=share
ÍM – tímaplan
Íslandsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum og kraftlyftingum í búnaði i öllum aldursflokkum verða haldin í Miðgarði í Garðabæ laugardaginn 4.mars nk. Keppt verður á tveimur pöllum. TÍMAPLAN Vigtun kl 9.10 – keppni kl. 11.10Konur 57 – 76 – Pallur 1 – Holl 1Konur 84 – 84+ – Pallur 1 – Holl 2 Karlar – 59 –… Read More »ÍM – tímaplan
Hinrik setti tvö íslandsmet á EM öldunga
Hinrik Pálsson keppti í gær á EM öldunga í -105kg flokki M2. Hann átti góðan dag, fékk níu gildar lyftur, bætti íslandsmetinu í hnébeygju og samanlögðu í flokknum og lenti í 9.sæti. Hinrik lyfti 185 – 162,5 – 202,5 = 550 kg. Við óskum honum til hamingju með flott mót og góðar bætingar!
Hörður á pall í hnébeygju
Hörður Birkisson keppti í gær á EM i -74kg flokki M3. Hann lyfti 170 – 102,5 – 180 = 452.5 kg og lenti í 5.sæti í flokknum. Hnébeygjan færði honum bronsverðlaun í greininni og er nýtt íslandsmet bæði í M3 og M2 aldursflokki. Bekkpressan og bekkpressan single-lift eru sömuleiðis ný met í báðum aldursflokkunum. Hörður… Read More »Hörður á pall í hnébeygju
Helgi sæmdur gullmerki ÍSÍ
Á kraftlyftingaþingi 25.febrúar sl var Helgi Hauksson sæmdur gullmerki ÍSÍ. Helgi Hauksson, fæddur 1952, hefur í mörg ár starfað að eflingu kraftlyftingaíþróttarinnar, bæði innan sambandsins og hjá sínu félagi Breiðablik. Hann hefur allan tímann, bæði áður og eftir að ÍSÍ stofnaði sérsamband um íþróttina verið öruggur forsprakki laga og reglna og hefur haldið uppi háum… Read More »Helgi sæmdur gullmerki ÍSÍ
Kraftlyftingaþingi lokið
Laugardaginn 25.febrúar sl var 13.ársþing Kraftlyftingasambands Íslands haldið í Reykjavík. Þingið var fjölsótt og urðu góðar og málefnalegar umræður undir stjórn Sigurjóns Péturssonar, þingforseta. Þingritari var Laufey Agnarsdóttir.Skýrsla stjórnar, ársreikningar og fjárhagsáætlun voru lagðir fram og samþykktir samhljóða og tvær tillögur til orðalagsbreytinga í lagatexta sambandsins voru samþykktar og senda til ÍSÍ til staðfestingar. Á… Read More »Kraftlyftingaþingi lokið









