ÍM unglinga og öldunga – úrslit

Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum í flokkum unglinga og öldunga lauk fyrir stundu í húsakynnum Lyftingafélags Hafnarfjarðar. Á mótinu var keppt i fjölmörgum aldurs- og þyngdarflokkum karla og kvenna og nóg að gera á ritaraborðinu við að skrá árangur og met í rétta flokka. Á mótinu voru skráðir 23 keppendur og luku 21 keppni í 19 ólíkum flokkum. Það var þess vegna ekki mikill samkeppni í flokkunum, en það dróg ekki úr keppnisanda, enda voru flestir að keppa við að ná sínum eigin persónulegum markmiðum; að bæta persónulegan árangur sinn, að ná lágmörkum inn á önnur mót eða setja Íslandsmet eða jafnvel Norðurlandamet. Margir gerðu góða hluti, en mesti athygli vakti árangur Fríðu Bjarkar Einarsdóttur, KFA. Hún tók seríuna 200-115,5-187,5-503 kg. Þetta er allt met í opnum flokki kvenna -84 kg, en Fríða er eingöngu 17 ára gömul.

ÚRSLIT
MYNDIR

Stigahæst í telpnaflokki var Fríða Björk Einarsdóttir, KFA með 450 stig, í unglingaflokki kvenna var Elín Melgar, Grótta, stigahæst með 368,7 stig
og stigahæsta kona í öldungaflokki var Helga Guðmundsdóttir, Breiðablik, með 469 stig.
Stigahæstur í drengjaflokki var Jóhann Axel Vignisson, Breiðablik, með 296 stig, í unglingaflokki karla Þorbergur Guðmundsson, Patreksfirði með 493 stig og stigahæsti öldungur karla var Bjarki Sigurðsson, Akranesi með 425 stig.
Dómarar á mótinu voru Helgi Hauksson, Sturlaugur Gunnarsson, Ásmundur Ólafsson og Aron Teitsson.

Þetta er í fyrsta sinn síðan 2008 að haldið er sérstakt aldursskipt íslandsmeistaramót og er það gert til að fjölga mótum á mótaskrá og opna möguleika fyrir fleiri keppendur til að keppa til verðlauna. Í dag voru sumir að stíga sín fyrstu skref á ferlinum á meðan aðrir hafa verið að í áratugi. Vonandi stækkar hópurinn og verður ennþá stærri og öflugri á næsta ári.

Við óskum nýkrýndum Íslandsmeisturum til hamingju með árangurinn og þökkum Lyftingafélagi Hafnarfjarðar fyrir vel skipulagt mót.

 

ÍM unglinga og öldunga

Laugardaginn 21.mars nk verður haldið Íslandsmeistaramót í kraftlyftingum unglinga og öldunga og fer mótið fram að Hvaleyrarbraut 41, Hafnarfirði, í húsnæði Lyftingafélags Hafnarfjarðar. Framkvæmdi er í höndum hins nystofnaða kraftlyftingadeildar félagsins.
Mótið hefst kl. 11.00. Aðgangseyrir er 500kr fyrir fullorðna, frítt fyrir börn 12 ára og yngri.

Skráðir keppendur eru 23 talsins.
Vigtun hefst kl. 9.00 og keppni kl. 11.00
Að öllu óbreyttu verður keppt í 3 hollum:
Holl1: allar konur
Holl2: karlar 74-93
Holl3: karlar 105-120+

Úrslit

Byrjenda- og lágmarksmót KRAFT fór fram á Akranesi dag. Þar stigu sumir sín fyrstu spor á kraftlyftingaferlinum á meðan aðrir notuðu tækifærið og tryggðu sér keppnisrétt á Íslandsmeistaramótnu í maí.
ÚRSLIT: http://results.kraft.is/meet/byrjenda–og-lagmarksmot-i-kraftlyftingum-2015

Á mótinu kláraði Róbert Kjaran, Breiðablik, dómaraprófi og bætist þar með á dómaralista Kraftlyftingasambandsins.

Byrjendamóti frestað til sunnudags

Ákveðið hefur verið að fresta Byrjenda- og lágmarksmótinu á Akranesi til sunnudags vegna veðurs.
Mótið fer s.s. fram SUNNUDAGINN 15. MARS í íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.

Hollaskipting og tímasetningar eru óbreyttar.

Úr lögum ÍSÍ vegna lyfjamála

Vakin er athygli á eftirfarandi ákvæðum Laga ÍSÍ um lyfjamál vegna íþróttamanna sem hafa verið dæmdir óhlutgengir.

10.11 Staða í óhlutgengi 

10.11.1 Bann við þátttöku á óhlutgengistíma.
Enginn sem hefur verið dæmdur í óhlutgengi má á þeim tíma taka þátt að neinu leyti í keppni eða starfsemi (annarri en heimilaðri fræðslu um lyfjamisnotkun eða meðferðarstarfi) sem heimiluð er eða skipulögð af sérsambandi eða félagi eða aðildarsambandi ÍSÍ eða landssambandi………sem er fjármögnuð af stjórnvöldum.

Íþróttamaður eða annar einstaklingur sem er óhlutgengur skal sæta lyfjaeftirliti.

10.11.2 Þjálfun hafin á ný
Undantekning frá grein 10.12.1, Íþróttamanni er heimilt að hefja æfingar á ný með liði eða nota aðstöðu félags eða aðildarsambands ÍSÍ á þeim tíma sem er styttri: (1) Síðustu tveir mánuðir óhlutgengistíma íþróttamanns eða (2) Síðasti fjórðungur dæmds óhlutgengistíma.

10.11.3 Brot á þátttökubanni á óhlutgengistíma.
….. Ef aðstoðarfólk íþróttamanns eða annar aðili veitir aðstoð við brot á þátttökubanninu á óhlutgengistímanum, má lyfjaráð ÍSÍ beita viðkomandi viðurlögum samkvæmt brotum á grein 2.9.

Af ofangreindu leiðir m.a. að íþróttamanni sem dæmdur hefur verið óhlutgengur er ekki heimilt að nýta sér æfingaaðstöðu félags innan KRAFT eða annara aðildarfélaga ÍSÍ og aðildarfélögum KRAFT og ÍSÍ er óheimilt að heimila íþróttamanni, sem dæmur hefur verið óhlutgengur, að nýta sér æfingaastöðu félaganna.”

 

Byrjenda- og lágmarksmót

Á laugardaginn nk verður haldið byrjendamót á Akranesi í umsjón kraftlyftingafélagsins þar.
Skipt verður í
Holl 1: allar konur + karlar -74
Holl 2: karlar 83 – 120

Mótið fer fram í Íþróttamiðstöðinni að Jaðarsbökkum.
Vigtun hefst kl. 9,30. Keppni kl. 11,30

Auðunn lyfti 345 kg

Auðunn Jónsson, Breiðablik, lenti í 7.sæti í réttstöðukeppni á Arnold Sports Festival í Ohio um helgina. Hann vigtaði 122,65 kg og fékk 9 hvít ljós á seríuna 310-340-345kg..
Við óskum Auðuni til hamingju með árangurinn.
Íslandsmetið í -120 kg flokki er 337,5kg. En verður það kannski ekki mikið lengur?

Auðunn á Arnold Sports Festival

Auðunn Jónsson hefur þegið boð um að taka þátt í réttstöðukeppni á Arnold Sports Festival sem nú stendur yfir í Ohio. Auðunn er þar í hópi góðra vina og sterkra keppinauta og við óskum honum bæði góðrar skemmtunnar og góðs gengis.
Fleiri kraftlyftingaatburði eru í boði á vegum USAPL í tengslum við Arnold og má finna upplýsingar og vefútsendingar hér. http://arnold.usapowerlifting.com/
Auðunn lyftir á sunnudag kl. 10.00 á staðaratíma.