Æfingarmót 7.september

Æfingarmót/byrjendamót í kraftlyftingum (þríþraut) verður haldið í Ármannsheimilinu sunnudagin 7.september nk. kl. 13.00 (vigtun kl. 11.00)
Hér gefst tækifæri fyrir byrjendur að reyna sig fyrir framan dómara á móti þar sem öllum reglum er fylgt. Reyndir keppendur geta líka haft gagn af slíku móti til að kanna stöðuna.
Skráning fer fram gegnum félögin og þurfa keppendur að hafa verið skráðir félagar í amk mánuð fyrir mótið.
Skráning má senda í tölvupósti til mariagudsteins@gmail.com með afrit á kraft@kraft.is
Í skráningu skal koma fram nafn keppanda, kennitala, símanúmer og netfang. Jafnframt nafn og kennitala aðstoðarmanns.
Skráningarfrestur er til 17.ágúst

Dómarapróf

Helgin 6 – 7 september nk verður haldið dómarapróf á vegum Kraftlyftingasambands Íslands. Skriflegi hluti prófsins fer fram í húsnæði ÍSÍ í Laugardal, verklegi hlutinn í Ármannsheimilinu. Nánari tímasetning auglýst síðar
Skráningarfrestur er til 17.ágúst. Prófgjald er 5000 krónur.

Skráning fer fram gegnum félögin. Einstaklingar geta ekki skráð sig í prófið.
Fjöldin er takmarkaður við sex kandidata. Ef fleiri sækja um en komast að verður fyrst tryggt að amk einn frá hverju félagi komist að áður en skráðir verða fleiri frá sama félagi.
Ef félag vill skrá fleiri en einn kandidat í prófið væri því gott að fá nöfnin í forgangsröð.

Skráning fer fram í tölvupósti til Helga Haukssonar, helgi@felagsbustadir.is með afrit á kraft@kraft.is

 

Aron á pall á HM

Aron Teitsson, Grótta, keppti í dag á HM í klassiskum kraftlyftingum og átti góðan dag. Hann er orðinn reyndur keppnismaður og sýndi það í yfirveguðum og vel útfærðum lyftum. Hann kemur heim með verðlaun, þrjú ný Islandsmet og góðar bætingar í farteskinu.
Hann viktaði 91,25 kg og var með léttari mönnum í -93 kg flokknum.

Aron fékk ógilt í fyrstu tilraun í hnébeygju, en lyfti síðan 230 og 242.5 og setti þar með nýtt Íslandsmet í greininni.

Á bekknum opnaði Aron á nýju islandsmeti 180 kg og tók síðan 190 kg örugglega. Hann kláraði svo 195 með stæl í síðustu tilraun og vann með því til bronsverðlauna í greininni og bætti  Islandsmetið um 20 kg á einu bretti.

Í réttstöðu lyfti Aron fyrst 270 auðveldlega, tók svo 285 jafn örugglega. Hann reyndi við 295 í þriðju, en það var of þungt í þetta sinn.

Aron endaði þar með á nýju Íslandsmeti samanlagt 722,5 kg, 30 kg persónuleg bæting, en það gaf honum 9 sætið í  flokknum.
Baráttan um gullið var hörð og vannst á líkamsþyngd, en sigurvegari var Krzysztof Wierzbicki frá Póllandi með 847,5 kg.

Við óskum Aroni til hamingju með glæsilegan árangur.

Grettismót 25.júlí

Kraftlyftingafélag Akureyrar mun endurvekja kraftlyftingamótið „Grétarsmótið“ tileinkað Grétari Kjartansyni – en Grétar Kjartanson tileinkaði sér lyftingar og kraftlyftingar – og varð fyrsti Akureyríski Íslandsmeistarinn vorið 1974 en dó því miður af slysförum í nóvember sama ár. Vinir og fjölskylda létu verða að því að stofna lyftingaráðið í janúar 1975 og héldu mót í fjölmörg ár tileinkað Grétari – er nefndist „grétarsmótið“. Mótið var fyrst haldið árið 1975 og var haldið samfleytt til ársins 1989. Í tilefni 40 ára afmælis félagsins á næsta ári og 40 ára afmæli mótsins ætlar KFA að endurvekja mótið í nafni Grettis „sterka“ Ásmundarson árinu áður og með því leggja línurnar hvað varðar afmælismótið á næsta ári.

Upplýsingar: GRETTISMÓT

Elín hefur lokið keppni

Elín Melgar Aðalheiðardóttir, Grótta, lauk í dag keppni á HM unglinga í Suður-Afríku. Hún vigtaði 59,35 kg í -63 kg flokki og lyfti seriuna 110-72,5-125 eða samtals 307,5.
Í síðustu lyftu reyndi hún við 132,5 kg til að knýja fram bætingu.
Það tókst ekki í þetta sinn en Elín kemur heim reynslunni ríkari.

Árangurinn dugði henni í 8.sæti í flokknum.
sigurvegarinn var Johanna Aguinaga frá Ecuador sem lyfti 377,5 kg

Á laugardag lyftir Aron Teitsson í opnum flokki -93 kg.

Dagfinnur setti þrjú ný Íslandsmet

Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppti í dag á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Suður-Afríku. Hann keppti í -74 kg flokki.
Dagfinnur byrjaði mjög örugglega á nýju íslandsmeti unglinga í hnébeygju, 195 kg og bætti um betur með 202,5 kg í annarri tilraun. Hann reyndi svo við 207,5 kg í þriðju en það tókst ekki i þetta sinn.
Á bekknum byrjaði Dagfinnur með 135 kg sem einnig er nýtt unglingamet.Hann átti svo tvær ógildar tilraunir við 142,5 kg.
Í réttstöðu tók hann 210 –  220 – 225 kg
Þar með endaði hann í  562,5 kg sem er persónuleg bæting og bæting á íslandsmeti unglinga um 15 kg.
Það dugði í 6. sæti. Við óskum Dagfinni til hamingju með bætingarnar.

Sigurvegarinn í flokknum var kanadamaðurinn Josh Hancott með nýtt heimsmet unglinga 681,5 kg

Á morgun lyftir Elín Melgar. Keppnin hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma.

Dagfinnur keppir á morgun

dagfinnurDagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppir á morgun á HM unglinga í klassískum kraftlyftingum í Suður-Afríku.
Dagfinnur keppir í -74 kg flokki unglinga þar sem hann hefur verið svo gott sem einráður undanfarið keppnistímabil hér heima. Nú verður spennandi að sjá hvernig hann stendur sig í harðri samkeppni, en 9 keppendur eru skráðir í flokknum.
Bein útsending hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma. Útsendingin og upplýsingar má finna á heimasiðu IPF http://www.powerlifting-ipf.com/

Við óskum Dagfinni alls góðs!

 

HM í klassískum kraftlyftingum hafið

Heimsmeistaramótin í klassískum kraftlyftingum karla og kvenna í opnum og aldurstengdum flokkum eru hafin í Potchefstroom í Suður-Afríku og standa til 8.júni.

Þrír keppendur frá Íslandi taka þátt.
Aron Teitsson, Grótta, keppir á laugardag í opnum flokki karla – 93 kg. Keppnin hefst kl. 11.00 að íslenskum tíma.
Dagfinnur Ari Normann, Stjarnan, keppir á miðvikudag Í unglingaflokki karla -74 kg.
Elín Melgar, Grótta, keppir á fimmtudag í unglingaflokki kvenna -63 kg.
Keppni hjá þeim hefst kl. 7.00 að íslenskum tíma.

Bein útsending og upplýsingar: http://www.powerlifting-ipf.com/  

Við óskum þeim góðs gengis!