Kraftlyftingaþing 2016

6. þing Kraftlyftingasambands Íslands verður haldið laugardaginn 12.mars 2016. Þingið fer fram í húsi ÍSÍ við Engjavegi 6 og hefst kl. 12.00.

Rétt til þingsetu hafa fulltrúar aðildarfélaga miðað við fjölda iðkenda og fulltrúar sambandsaðila.
Rétt til þingsetu með málfrelsi og tillögurétt hafa auk þess stjórn KRAFT, endurskoðendur reikninga KRAFT, framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÍSI, nefndarmenn fastanefnda KRAFT og fulltrúi menntamálaráðuneytisins.
Fundarboð hefur verið sent til þeirra.

Mótaskrá – breytt dagsetning

Að ósk mótshaldara hefur mótanefnd KRAFT ákveðið að færa Bikarmótið í klassískum kraftlyftingum aftur um viku.
Mótið verður haldið á Seltjarnarnesi laugardaginn 30.apríl nk.

Byrjendamót og dómarapróf

Byrjendamót í kraftlyftingum og dómarapróf verður haldið sunnudaginn 6.mars nk í Njarðvíkum. ATH breytta dagsetningu.
SKRÁNINGAREYÐUBLAÐ
Skráningarfrestur er til miðnættis 14.febrúar. Keppendur þurfa að hafa verið skráðir í Felix amk 1 mánuð fyrir mót eins og reglur segja til um.

DÓMARAPRÓF. 
Próf til dómararéttinda fer fram sama dag. Skráning í tölvupósti til kraft@kraft.is með afrit á helgi@felagsbustadir.is sem fyrst. Takið fram nafn, kennitölu, félag og netfang.
Hámarksfjöldi í prófið er 6 manns.
Ef fleiri sækjast eftir þátttöku verður þess gætt að sem flest félög komi a.m.k. einum manni að. Ef enn þarf að velja úr hópnum hafa þau félög forgang sem bjóða fram starfsmenn á mótið.

Norðurlandamót unglinga – lokaskráning

12493579_1071078119603188_2417811174052032258_oSkráningu er lokið á Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum sem fram fer í Svíþjóð í lok mánaðarins.
KEPPENDALISTI
Fyrir hönd Íslands keppa:
Í kraftlyftingum: Þorbergur Guðmundsson, Guðfinnur Snær Magnússon, Inga María Henningsdóttir og Fríða Björk Einarsdóttir.
Í klassískum kraftlyftingum: Aron Ingi Gautason, Dagfinnur Ari Normann, Arnar Harðarson, Karl Anton Löve, Óskar Helgi Ingvason og Kara Gautadóttir

Kraftlyftingakona valin íþróttakona Seltjarnarness 2015

12669574_10153266546975766_6386799246120527382_nFanney Hauksdóttir var í kvöld valin íþróttakona Seltjarnarness  þriðja árið í röð.
Fanney hefur áður hlotið nafnbótina kraftlyftingakona ársins og lenti í 5.sæti í vali á íþróttamann ársins 2015. Það má gera ráð fyrir að hilluplássið hjá henni sé farið að fyllast.
Helsta afrek Fanneyjar á árinu var evrópumeistaratitil í opnum flokki kvenna -63 kg.
Hún fær tækifæri til að verja þann titil á heimavelli í ágúst, en þá verður EM í bekkpressu haldið í Njarðvíkum.
Við óskum Fanneyju innilega til hamingju með þennan heiður!

RIG 2016 – ÚRSLIT

Hér koma heildarurslit gærdagsins á RIG 2016
RESULTS

Í kvennaflokki sigraði Kimberly Walford á undan Bonica Lough og Ragheiði Kr. Sigurðardóttur. Í karlaflokki sigraði Stephen Manuel á undan Júlíani J. K. Jóhannssyni og Viktori Samúelssyni.

Á mótinu setti finninn Timo Hokkanen heimsmet í bekkpressu í -120 kg flokki karla þegar hann lyfti 237,5 kg. Bonica Lough frá Bandaríkjunum setti heimsmet í +84 kg kvenna, fyrst í hnébeygju 252,5 kg sem hún bætti í 267,5,kg síðan í bekkpressu með 147,5 kg og samanlagt 632,5 kg.
Síðasta met dagsins átti Júlían J. K. Jóhannsson með nýtt heimsmet unglinga í +120 kg flokki í réttstöðu með 342,5 kg

Bonica á leið í beygjumet og met í samanlögðu:
_DSC8147

 

 

 

_DSC1424

Heimsmetum rigndi yfir áhorfendur á RIG

Keppni í klassískum kraftlyftingum fór fram á RIG í dag. Sigurvegarinn í kvennaflokki var Kimberly Walford frá Bandaríkjunum, en í karlaflokki Stephen Manuel frá Bretlandi.
Árangur í keppninni var eftirtektarverður og sett voru bæði landsmet, álfumet og heimsmet.
Heildarúrslit verða birt á morgun.

Ekki skal frestað samt að segja frá því að Júlían J. K. Jóhannsson sem var skráður í keppnina sem varamaður kvittaði fyrir traustið með því að setja heimsmet unglinga í réttstöðulyftu með 342,5 kg í +120 kg flokki.

Keppnin í heild sinni var sjónvarpað á RÚV og fengu landsmenn því vænan skammt af kraftlyftingum í dag.
Kraftlyftingasambandið þakkar öllum sjálfboðaliðum sem komu að skipulagningu og vinnu við mótið.
julli

 

 

Sportmyndir,is

Lyftingaveisla í höllinni 30.janúar

forsida_logoLyftingasamband Íslands og KRAFT standa saman að þátttöku sinni í Reykjavík International Games (RIG 2016) nk laugardag.
Báðar hafa þessar greinar verið í miklum vexti síðustu fimm ár og iðkenndafjöldinn aukist gríðarlega. Nú eru yfir 2000 skráðir iðkendur í báðum greinum samtals.

Kl 10.00
Dagurinn hefst á ólympískum lyftingum þar sem keppt er í snörun og jafnhendingu. Tíu karlar og tíu konur munu keppa en fimm íslenskar konur voru meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fór í lok nóvember sl.
Kl 14:00
hefst keppni í klassískum kraftlyftingum  og aftur eru það tíu konur og tíu karlar sem keppa um stigaverðlaun.

Auk okkar besta fólk taka heimsklassa keppendur þátt í báðum greinum. Í kraftlyftingum koma m.a. Kimberly Walford og Bonica Lough sem báðar eru ríkjandi heimsmeistarar (72 og +84 kg) og heimsmethafar. Frá Finnlandi kemur m.a.Timo Hokkanen en Timo er heimsmethafi á bekknum, Breski meistarinn Stephen Manuel verður líka með.
Kraftlyftingamótið er á mótaskrá  IPF og er því tækifæri til að setja alþjóðamet. Ekki ólíklegt að við fáum að sjá tilraunir til þess.
Forseti IPF Gaston Parage kemur til landsins í tengslum við mótið.

Þetta er sjaldséð tækifæri fyrir áhugamenn um íþróttir og lyftingar til að sjá bestu menn og konur taka á því.
Aðgangseyrir 1000 krónur fyrir 15 ára og eldri.

 

Kraftlyftingamaður valinn íþróttamaður Akureyrar 2015

12593683_461131877412092_1012259996290088076_oViktor Samúelsson, KFA, var útnefndur íþróttamaður Akureyrar 2015 við hátíðlega athöfn í menningarhúsinu Hofi í gærkvöldi.  .
Viktor var stigahæsti keppandi í fyrra, sett fjölmörg íslandsmet og var ósigrandi á mótum innanlands. Hann var auk þess valinn kraftlyftingamaður ársins 2015 í karlaflokki.

Til hamingju, Viktor.