Landsliðsval 2017

Stjórn KRAFT hefur samþykkt tillögu landsliðsnefndar um verkefni 2017. Valið er endanlegt fyrir fyrri hluta árs, en samkvæmt nýju verklagi verður planið endurskoðað á miðju ári. Gott samráð hefur verið með landsliðsnefnd og þjálfararáð í undirbúningi.

Sú breyting hefur orðið á alþjóðamótaskrá að Norðurlandamót unglinga sem vera átti í febrúar færist til haustins. Það setur strik í reikninginn fyrir þá sem hafa verið að búa sig undir það mót, en gefur um leið fleirum tækifæri til að ná lágmörkum fyrir þátttöku.

Boðað verður til fundar með landsliðsmönnum fljótlega, verkefnin kynnt og gengið frá samningum.

LANDSLIÐSVERKEFNI 2017 – FYRRI HLUTI ÁRS

RIG
Helga Guðmundsdóttir, Ragnheiður Kr Sigurðardóttir, Birgit Rós Becker, Arnhildur Anna Árnadóttir, Rósa Birgisdóttir, Alexandra Guðlaugsdóttir, Júlían J. K. Jóhannsson, Viktor Samúelsson, Einar Örn Guðnason, Ingvi Örn Friðriksson, þorbergur Guðmundsson, Aron Friðrik Georgsson, Alex Cambray Orrason

ARNOLD SPORTS FESTIVAL
Helga Guðmundsdóttir
Júlían J. K. Jóhannsson

EM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM
Ingvi Örn Friðriksson, -105 jr
Birgit Rós Becker, -72
Helga Guðmundsdóttir, -72
Rósa Birgisdóttir, +84

HM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU
Fanney Hauksdóttir, -63

EM Í KRAFTLYFTINGUM
Helga Guðmundsdóttir, -72,
Hulda B. Waage, -84,
Sóley Jónsdóttir, -84
Árdís Ósk Steinarsdóttir, +84,
Viktor Samúelsson, -120,
Júlían J. K. Jóhannsson, +120,

HM Í BEKKPRESSU
Viktor Ben Gestsson, +120 jr,

HM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM
Birgit Rós Becker, 72,
Arnhildur Anna Árnadóttir, 72,
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, 57/subjr
Laufey Agnarsdóttir, 84/M1
Rósa Birgisdóttir, +84/M1
Sigríður Dagmar Agnarsdóttir, -57/M2
Sigþrúður Erla Arnarsdóttir, +84/M2

nokkrir keppendur hafa enn tækifæri til að ná lágmörkum og geta bæst í hópinn.

EM ÖLDUNGA
Halldór Eyþórsson, 83 M2,

EM Í KLASSÍSKRI BEKKPRESSU
Fanney Hauksdóttir, -63,


HM UNGLINGA
Óskar Helgi Ingvason, 74/subjr,
Sóley Jónsdottir, -84/subjr,

HM ÖLDUNGA
Halldór Eyþórsson, -83/M2,

ARNOLD CLASSIC
Arnhildur Anna Árnadóttir, -72,
Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir,-57

NM UNGLINGA
NM Í BÚNAÐI
Sóley Jónsdóttir, -84 subjr,
Kara Gautadóttir, -57 jr,
Aron Gautason, -74 jr,
Karl Anton Löve, -93 jr,
Guðfinnur Snær Magnússon, +120 jr,
NM ÁN BÚNAÐAR
Ragna Kristín Guðbrandsdóttir, -57 subjr,
Ragnheiður K.H. Eyvinds, -63 subjr,
Sóley Jónsdóttir, -84 subjr,
Óskar Helgi Ingvason, -83 subjr,
Ingvi Örn Friðriksson, -105 jr,

EM Í BEKKPRESSU
Viktor Ben Gestsson, +120/jr
Fanney Hauksdóttir, 63

HM Í KRAFTLYFTINGUM
Júlían J. K. Jóhannsson +120 kg
Viktor Samúelsson -120 kg

Breyting á mótareglum

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í dag breytingar á reglugerð um kraftlyftingakeppni og taka þær þegar gildi. .
Helst er um smávægilegar breytingar að ræða og skýringar á áður gildandi ákvæðum.
Breytingarnar voru kynntar og ræddar á formannafundinum 26.nóvember sl
Helstu breytingar eru á greinum 12,17,19,23,24,26 og 29.
Þá hefur grein 28 og 32 verið bætt við.
Ný reglugerð má finna undir KRAFT – REGLUGERÐIR

HM: Júlían með gull og Evrópumet unglinga í réttstöðu!

JK með gull í réttstöðulyftu á HM 2016Júlían J. K. Jóhannsson hefur nú lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum. Mótið er hans fyrsta í opnum aldursflokki. Hann hafnaði í fimmta sæti með 1070 kg í samanlögðum árangri og náði gullverðlaunum í réttstöðulyftu með því að lyfta 380 kg, sem er nýtt Evrópumet unglinga, Norðurlandamet unglinga sem og Íslandsmet í opnum aldursflokki.

Í hnébeygju beygði Júlían 385 kg í fyrstu tilraun en mistókst svo tvívegis með 405 kg, sem hefði verið 5 kg bæting á hans besta árangri. Í bekkpressu lyfti hann 305 kg í annarri tilraun, en fékk 315 kg í þriðju ógilda á tæknigalla. Réttstaðan er svo besta grein Júlíans. Þar fór hann létt með 340 kg í fyrstu tilraun, tók svo Evrópumet unglinga með 380 kg í annarri tilraun og átti að lokum heiðarlega tilraun við Heimsmet unglinga, 390 kg, sem hann rétt missti. Með 380 kg réttstöðulyftunni tryggði Júlían sér gullverðlaun í greininni. Samanlagður árangur hans, 1070 kg, landaði honum fimmta sætinu í flokkum, sem verður að teljast frábær árangur á hans fyrsta alþjóðlega stórmóti í opnum aldursflokki. Sigurvegari flokksins var Bandaríkjamaðurinn Blaine Sumner, sem lyfti 1200 kg samanlagt.

Við óskum Júlíani til hamingju með verðlaunin og frábæra innkomu í flokk fullorðinna!

Heildarúrslit

HM: Júlían keppir kl. 17:30

Júlían stendur undir borða á HM 2016Í dag mun Júlían J. K. Jóhannsson stíga á pallinn í Orlando í Bandaríkjunum, þar sem nú stendur yfir HM í kraftlyftingum. Þar kemur hann til með að etja kappi við þá allra sterkustu í yfirþungavigtinni, í fyrsta sinn í opnum aldursflokki. Keppni í yfirþungavigtinni hefst kl. 17:30 og verður keppnin að sjálfsögðu í beinni á netinu.

Júlían er ríkjandi heimsmeistari unglinga í sínum flokki og á stigum. Þá titla hlaut hann á HM unglinga fyrir nokkrum mánuðum í Póllandi, þar sem hann lyfti 1080 kg í samanlögðum árangri. Júlían hefur æft stíft og átt farsælan feril í flokki drengja og unglinga. Hann hefur því alla burði til að eiga góða innkomu á alþjóðlega sviðinu í opnum aldursflokki og ná að raða sér ofarlega á stigatöfluna.

Viktor í 6. sæti á sínu fyrsta HM

Viktor og Grétar Skúli á HM 2016Viktor Samúelsson hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum. Þetta er í fyrsta sinn sem Viktor keppir á HM í opnum aldursflokki, en áður hefur hann keppt í drengja- og unglingaflokki með góðum árangri. Hann átti mjög sannfærandi innkomu í flokk fullorðinna, náði sjötta sæti með 1000 kg í samanlögðu ásamt því að slá Norðurlandamet í opnum flokki og fjögur Norðurlandamet unglinga að auki.

Mótið byrjaði, og endaði, vel hjá Viktori. Í hnébeygju bætti hann Íslandsmet Auðuns Jónssonar um 10 kg setti um leið Norðurlandamet unglinga með því að lyfta 375 kg í þriðju tilraun. Í bekkpressu tvíbætti Viktor Norðurlandametið í opnum flokki (og unglingaflokki) með því að lyfta 300 kg í fyrstu tilraun og 307,5 kg í þriðju tilraun eftir að hafa mistekist í annarri tilraun. Í réttstöðu tókst honum svo að lyfta 317,5 kg í annarri tilraun. Samanlagður árangur hans var því 1000 kg, sem er bæting á hans eigin Norðurlandameti í unglingaflokki og landaði honum sjötta sætinu í flokknum á eftir Tékkanum Tomas Sarik sem einnig tók 1000 kg, en sá var léttari að líkamsþyngd. Sigurvegarinn var Úkraínumaðurinn Oleksiy Bychkov, sem bætti heimsmetið með 1125 kg í samanlögðum árangri.

Bekkpressan telst einnig met unglinga í bekkpressu sem stakri grein og sló Viktor því samanlagt 5 Norðurlandamet, fjögur í unglingaflokki og eitt í opnum aldursflokki. Við óskum Viktori til hamingju með metin og frábæra innkomu á svið fullorðinna í kraftlyftingum!

Heildarúrslit

HM: Viktor keppir í kvöld

hmu2016viktorsamViktor Samúelsson mun í kvöld keppa á sínu fyrsta Heimsmeistaramóti í opnum aldursflokki, sem stendur yfir þessa vikuna í Orlando, Florida í Bandaríkjunum. Keppni í flokki Viktors, 120 kg fl., hefst kl. 22:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á Goodlift-síðunni.

Viktor er að koma ferskur upp úr unglingaflokki. Í september sl. keppti hann á sínu síðasta alþjóðamóti í þeim aldursflokki. Þar náði hann mjög góðum árangri í sterkum flokki, með bronsverðlaun í samanlögðum árangri. Sá árangur og sú vinna sem hann hefur lagt á sig verður honum vonandi gott veganesti í keppni í opnum aldursflokki á alþjóðasviði.

Á morgun, laugardag, kl. 17:30 mun svo Júlían J.K. Jóhannsson keppa í +120 kg fl.

Helga með íslandsmet í bekkpressu á HM í kraftlyftingum.

helga-hnebeygja185kgHelga Guðmundsdóttir hefur lokið keppni á HM í kraftlyftingum, en þetta var hennar annað heimsmeistaramót á ferlinum. Helga sem hefur fært sig upp um þyngdarflokk, keppti nú í 72 kg flokki og mætti öllum sterkustu konunum í þessum flokki. Mótið byrjaði erfiðlega hjá henni því hún fékk ekki gildar tvær fyrstu lyfturnar í hnébeygju, þar sem hún reyndi við 185 kg. Í þriðju tilraun gekk þó allt upp og hún náði að lyfta þyngdinni. Helga mætti svo tvíefld til leiks í bekkpressuna sem gekk mjög vel hjá henni. Náði hún að tvíbæta eigið íslandsmet en samtals bætti hún það um um 5 kg. Lyfti hún 132,5 kg í annarri tilraun og gerði svo gott betur í síðustu lyftunni og náði að pressa 135 kg. Í réttstöðulyftu náði hún svo að lyfta 182,5 kg sem var jöfnun á hennar besta árangri. Samanlagður árangur hennar var því 502,5 kg sem var persónuleg bæting og gaf henni 12. sætið í flokknum. Sigurvegari var Ana Rosa Castellain frá Brasilíu með 638 kg í samanlögðum árangri. Við óskum Helgu til hamingju með árangurinn og glæsilegt íslandsmet.
Nánari úrslit

HM: Helga keppir í dag

Merki HM 2016Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum stendur nú yfir í Orlando, Florida í Bandaríkjunum. Þar munu þrír Íslendingar keppa og fyrst á pall er Helga Guðmundsdóttir, sem keppir kl. 17:00 í dag. Þetta er annað heimsmeistaramót Helgu, en í fyrra hafnaði hún í sjöunda sæti í 63 kg fl. Þetta árið færir hún sig upp um þyngdarflokk og keppir að þessu sinni í 72 kg fl.

Á morgun kl. 22:00 keppir svo Viktor Samúelsson, og á laugardaginn kl. 17:30 keppir Júlían J.K. Jóhannsson.

Bein útsending

HM hófst í dag

Merki HM 2016Heimsmeistaramótið í kraftlyftingum er að þessu sinni haldið í Orlando, Florida í Bandaríkunum. Mótið hófst í dag með keppni í léttustu flokkum kvenna og karla og lýkur nk. laugardag, 19. nóvember, með keppni í yfirþungavigt karla.

Meðal keppenda eru þrír Íslendingar; Helga Guðmundsdóttir (72 kg fl.), Viktor Samúelsson (120 kg fl.) og Júlían J.K. Jóhannsson (+120 kg fl.)

Helga er í 72 kg flokki og keppir á fimmtudaginn kl. 17:00 að íslenskum tíma (12:00 að staðartíma), Viktor er í 120 kg flokki og keppir kl. 22:00 að íslenskum tíma á föstudaginn og að lokum keppir Júlían í +120 kg flokki kl. 17:30 á laugardaginn.

Bein útsending
Keppendalistar: Konur, Karlar