ÍM – úrslit

Mikil kraftlyftingaveisla var haldin í Njarðvíkum um helgina og sá kraftlyftingadeild Massa um framkvæmd með miklum sóma. Mótið fór vel fram, þökk sé dómerum og starfsfólki frá mörgum félögum, sem lögðu mikið á sig til að svo mætti verða.
Dagurinn var langur þar sem nokkur mót voru haldin jafnhliða og gæta þurfti að ýmsu af sóttvarnarástæðum, en menn voru greinilega undir það búnir og tóku því af jákvæðni og æðruleysi.
Það var ánægjulegt að mega taka á móti áhorfendum aftur og komu margir til að fylgjast með keppninni.  

Íþróttalegur árangur dagsins var mjög góður og ljóst að mörgum hefur tekist að æfa vel í sumar þrátt fyrir margvíslegar takmarkanir. Nýir keppendur bættust í hópinn, sem er mjög ánægjulegt að sjá.

ÍSLANDSMÓT Í KRAFTLYFTINGUM
ÚRSLIT

Stigahæst í kvennaflokki: Sóley Margrét Jónsdóttir, Breiðablik
Stigahæstur í karlaflokki: Júlían J K Jóhannsson, Ármann
Stigahæstur í unglingaflokki karla: Guðfinnur Snær Magnússon, Breiðablik

ÍSLANDSMÓT Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM
ÚRSLIT

Stigahæst í kvennaflokki: Kristín Þórhallsdóttir, Akranesi
Stigahæstur í karlaflokki: Viktor Samúelsson, KFA
Stigahæst í telpnaflokki: Birta Líf Þórarinsdóttir, LFR
Stigahæstur í drengjaflokki: Tómar Bragi Þorvaldsson, Stjarnan
Stigahæst í unglingaflokki kvenna: Kristrún Sveinsdóttir, LFK
Stigahæstur í unglingaflokki karla: Helgi Arnar Jónsson, Akranesi
Stigahæst í öldungaflokki kvenna: Þórunn Brynja Jónasdóttir, Ármann
Stigahæstur í öldungaflokki karla: Hinrik Pálsson ,KFR

Dómarar á mótinu voru Róbert Kjaran, Aron Ingi Gautason, Rósa Birgisdóttir, Kári Rafn Karlsson, Halldór Eyþórsson og Laufey Agnarsdóttir.

.

ÍM 2020

Á morgun, laugardaginn 12. september, verða haldin tvö samhliða kraftlyftingamót, Íslandsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum og Íslandsmeistaramótið í kraftlyftingum (í búnaði).
Mótið verður í Íþróttahúsi Njarðvíkur, Norðurstíg 2.
Áhorfendur eru velkomnir eins og gildandi reglur leyfa og ganga inn um aðalinngang við Njarðvíkurskóla.
Keppni kvenna hefst kl.10.00 (vigtun kl 8.00) og keppni karla kl.14.30 (vigtun kl 12.30).
Keppendur noti kjallarainngang hússins við Þórustíg og Grundaveg.
Við minnum keppendur á að hafa með penna og magnesíum til eigin nota og mæta með nesti og drykki í merktum umbúðum. Aðstoðarmenn hafa með grímur, en sóttvarnarregur eru í gildi og allir verða að hjálpast að við að gæta öryggis.

Streymt verður frá keppninni : https://youtu.be/qB_pgCl0WYk

Keppendalista í klassískum kraftlyftingum má finna hér : http://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-klassiskum-kraftlyftingum–2020
Keppendalista í kraftlyftingum má finna hér : http://results.kraft.is/meet/kraft-im-i-kraftlyftingum–2020

Sóttvarnarreglur Kraftlyftingasambandsins má finna hér : https://kraft.is/wp-content/uploads/2020/09/KRAFT_COVIDreglur_sept20.pdf

ÍM – tímasetningar

Endanleg skráning á Íslandsmeistaramótin í Njarðvíkum liggur nú fyrir.
Stjórn KRAFT hefur í samráði við mótanefnd og mótshaldara ákveðið að færa búnaðarmótið yfir á laugardag og keppa samhliða í búnaði og klassískum.

Holl 1
Konur 57-72
Holl 2
Konur 84 – 84+
Vigtun kl 8.00 – keppni kl 10.00

Holl 3
Karlar 66 – 93
Holl 4
Karlar 105 – 120+
Vigtun kl 12.30 – keppni kl 14.30

ÍM – keppendur

Skráningu er lokið á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum og klassískum kraftlyftingum 12. og 13. september nk. Frestur til að breyta skráningu og greiða keppnisgjöld er til miðnættis 30.ágúst.

Nánari tímasetningar verða birtar þegar endanleg skráning liggur fyrir. Ef einhver hættir við þátttöku væri gott að fá að vita það eins fljótt og hægt er til að auðvelda skipulag. Nákvæmar leiðbeiningar vegna sóttvarna hafa verið birtar og er mönnum bent á að kynna sér þær svo ekkert komi á óvart á mótsstað.

ÍM Í KLASSÍSKUM KRAFTLYFTINGUM
ÍM Í KRAFTLYFTINGUM

Sóttvarnarreglur

Stjórn KRAFT hefur sett reglur sem ber að viðhafa við iðkun og keppni í kraftlyftingum.

Markmið þessara reglna er að tryggja að umgjörð æfinga og keppni í kraftlyftingum verði með þeim hætti að hægt sé að halda áfram að iðka kraftlyftingar þó að COVID-19 muni áfram vera hluti af okkar daglega lífi. Ekki er hægt að útrýma sýkingarhættu að öllu leyti en með þessum reglum er markmiðið að lágmarka áhættuna á smiti á æfingum og í keppnum.

Reglurnar eru byggðar á almennum sóttvarnaraðgerðum sem embætti landlæknis og almannvarnir hafa kynnt og hafa verið samþykktar af ÍSÍ.
Staðan er breytileg og leiðbeiningar yfirvalda líka. Þessar reglur geta þess vegna tekið breytingum fyrirvaralítið, en það er ábyrgð iðkenda og félaga að fylgjast með og laga sig að breyttum reglum.
Ef þessar reglur breytast þá verða þær kynntar á kraft.is og í bréfi/tölvupósti til félaga.

Reglur eru gagnslausar ef þeim er ekki fylgt. Hver og einn verður að leggja sitt af mörkum svo við höldum frelsinu til að æfa og keppa af krafti.

Breyting á mótaskrá

Stjórn KRAFT samþykkti á fundi sínum í kvöld tillögu mótanefndar um að Íslandsmeistaramótin í bekkpressu og klassískri bekkpressu 2020 fari fram í Garðabæ 24.oktober nk. Mótshaldari er Kraftlyftingadeild Stjörnunnar.

Ákveðið var að færa bikarmótið í klassískum kraftlyftingum til 21.nóvember og halda það jafnhliða búnaðarmótinu. Ekki hefur enn fundist mótshaldara að því móti.

ÍM – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramótin í kraftlyftingum með og án búnaðar í opnum flokki og aldurstengdum.
Mótin fara fram í Njarðvíkum dagana 12 og 13 september nk. Planið er að keppa í klassískum á laugardeginum og búnaði á sunnudeginum en endanlegar tímasetningar koma þegar skráning liggur fyrir.
Skráningarfrestur er til miðnættis 23 ágúst og skal senda skráningu til [email protected] og [email protected]  
Keppnisgjald er 7000 kr og skal greitt inn á 552-26-007004  kt 700410-2180 fyrir miðnætti 30.ágúst. Kvittun skal senda á [email protected] og skal nafn félags koma fram. Skráning tekur ekki gildi fyrr en gjaldið hefur verið greitt.

Við skráningu skal tekið skýrt fram hvort verið sé að skrá á klassíska mótið eða búnaðarmótið. Taka skal fram nöfn, kennitölur og þyngdarflokk keppenda og hvort viðkomandi keppir í opnum flokki eða aldurstengdum. Skrá skal nöfn tilnefndra dómara og nöfn allra aðstoðarmanna. Auk þess skal taka fram nafn og símanúmer ábyrgðarmanns skráningar. Eingöngu þeir sem eru skráðir fá aðgang að keppnissvæði og upphitun. Vegna fjöldatakmarkanna áskilur KRAFT sér rétt til að takmarka fjölda aðstoðarmanna ef þess þarf. 

Framkvæmd mótsins verður í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur og allt kapp lagt á að tryggja öryggi keppenda og starfsmanna. Félög og keppendur verða þess vegna að búa sig undir að fylgja takmarkanir og hömlur sem kunna að verða settar og verða birtar á kraft.is eins tímanlega og hægt er. 
Stjórn KRAFT mun á næstu dögum senda frá sér reglugerð og leiðbeiningar um örugga iðkun og keppni í kraftlyftingum, en þær eru í vinnslu í samráði við ÍSÍ og sóttvarnarlækni.
Mótahald og iðkun er háð því að reglurnar hljóti samþykkis þeirra.   

ÍM – úrslit

Mörg Íslandsmet féllu á íslandsmeistaramótinu í réttstöðulyftu sem fór fram í Kópavogi í dag.
Stigahæsta konan var Arna Ösp Gunnarsdóttir, Ármanni, með 199.5 DOTS stig. Næstar voru María Guðsteinsdóttir, líka Ármanni, og Kristín Þórhallsdóttir, Akranesi.
Stigahæstur í karlaflokki var Júlían J.K.Jóhannsson, Ármanni, með 212,39 DOTS stig. Næstir voru Viktor Samúelsson, KFA og Friðbjörn Hlynsson, Mosfellsbæ.
Arna lyfti 185 kg í -63 kg flokki. Júlían lyfti 409 kg sem er 3,5 kg yfir gildandi heimsmeti, og nýtt persónulegt met fyrir hann.
Ármann varð stigahæsta liðið.
HEILDARÚRSLIT
STIGAGJÖF

ÍM – tímasetningar

Íslandsmeistaramótið í réttstöðulyftu laugardaginn 27.júni nk verður haldið í íþróttahúsinu Fagralundi, Furugrund 83, Kópavogi – ekki í Smáranum.
Vigtun hefst kl 10.00 stundvíslega og keppni kl 12.00
Skipt verður í þrjú holl
Holl 1: allar konur
Holl 2: karlar 66 -93
Holl 3: karlar 105 – 120+
Verðlaunað verður í þyngdarflokkum og fyrir besti árangur karla og kvenna á DOTS stigum.

Við minnum alla, keppendur og áhorfendur, á að hafa hreinlæti og sóttvarnir í huga og hjálpast að við að draga úr smithættu með ábyrgri hegðun.