Nýtt heimsmet unglinga!

Fanney Hauksdóttir vann í dag afrek som fáum, ef nokkrum, öðrum íslenskum íþróttamanni hefur tekist: að setja heimsmet og verja heimsmeistaratitil. Hún lyfti 145,5 kg í -63 kg flokki unglinga.
Hér má sjá lyftuna. Svona á að gera þetta!

Fanney heimsmeistari í bekkpressu á nýju heimsmeti.

Íslendingar áttu góðan keppnisdag á HM í bekkpressu en Fanney Hauksdóttir úr Gróttu og Viktor Ben Gestsson úr Breiðablik luku keppni fyrr í dag. Fanney gerði sér lítið fyrir og varð heimsmeistari unglinga í bekkpressu í -63 kg flokki og setti um leið nýtt heimsmet unglinga. Fanney byrjaði á 140 kg sem voru létt en smávægilegir hnökrar voru á lyftunni sem var dæmd ógild. Hún lét það ekki á sig fá og lyfti sömu þyngd í annarri tilraun og var þá komin með mikið forskot á aðra keppendur í flokknum. Í þriðju tilraun var svo beðið um 145,5 kg stöngina og upp fór þyngdin í glæsilegri lyftu og nýtt heimsmet unglinga komið á afrekaskrá Fanneyjar. Fanney lét sér þó ekki duga að vinna flokkinn og setja heimsmet því hún varð jafnframt stigahæst allra kvenna í unglingaflokki með 160,24 wilksstig. Sannarlega glæsilegur árangur.

Viktor sem keppir í +120 kg flokki, var að keppa á sínu fyrsta móti í unglingaflokki og bætti árangur sinn líka mikið. Hans besti árangur fyrir mótið var 255 kg en hann náði að bæta sig um 15 kg á mótinu. Viktor opnaði á 250 kg sem var létt og örugg lyfta og stökk því næst í 260 kg sem einnig var gild lyfta hjá honum og bæting því komin í hús. Í seinustu lyftu pressaði hann svo 270 kg og var um tíma í brons stöðu eða þar til Svíinn Calle Nilsson náði loks gildri lyftu í þriðju tilraun. Viktor hafnaði því í 4.sæti en sigurvegarinn var Nilsson með 295 kg.

Til hamingju með árangurinn Fanney og Viktor. Þið eruð íþróttinni til sóma.

Fanney og Viktor keppa á morgun

Fanney Hauksdóttir og Viktor Ben Gestsson eru nú stödd í Svíþjóð og keppa á morgun, föstudag, á HM unglinga í bekkpressu. Útsending frá keppninni má sjá hér:
http://powerlifting-ipf.com/  Fanney byrjar kl. 9.00 og Viktor kl. 11.00 að íslenskum tíma.

Fanney keppir í -63 flokki og hlýtur að teljast sigurstrangleg miðað við tölurnar sem keppinautar hennar eru skráðir inn með. KEPPENDUR.
Fanney hefur titil að verja frá í fyrra, svo pressan verður á henni á morgun. Í fyrra gerði hún atlögu við heimsmetið sem er 10 kg frá hennar besta árangur. Vonandi fær hún tækifæri til að reyna aftur á morgun. Við óskum henni góðs gengis!!

Viktor keppir í +120 kg flokki m.a. við Callle Nilsson sem setti heimsmet í drengjaflokki á NM í Njarðvíkum í ágúst sl með 300 kg. KEPPENDUR.
Viktor varð heimsmeistari drengja í þessum þyngdarflokki í fyrra, en er nú á fyrsta ári í unglingaflokki. Hann hefur því góðan tíma til að vinna sér upp í þessum aldursflokki, safna reynslu og bæta sig, og á morgun fær hann gott tækifæri til þess.
Við óskum honum líka alls góðs!

HM í bekkpressu

Heimsmeistaramótið í bekkpressu í opnum og aldurstengdum flokkum hefst á morgun í Sundsvall, heimabæ Fredrik Svensson og fleiri frægra bekkpressara, en áhuginn á þessari íþrótt er mikill í bænum og búast má við flottu og vel sóttu móti.
HEIMASÍÐA MÓTSINS 

Tveir íslenski keppendur eru í unglingaflokki. Fanney Hauksdóttir í -63 kg flokki kvenna og Viktor Ben Gestsson í +120 kg flokk karla.

Fanney, sem er á síðasta ári í unglingaflokki, hefur titil að verja, en í fyrra varð hún heimsmeistari unglinga í greininni og átti tilraun við nýtt heimsmet. Hver veit hvað hún gerir í ár, með heilt viðbótarár af æfingum að baki.

Þau keppa bæði á föstudaginn nk og hægt verður að fylgjast með hér:
http://goodlift.info/live.php

 

Auðunn Jónsson í 9.sæti

Auðunn hefur átt betri daga á keppnispalli en hann átti í dag, á lokadegi EM í Þýskalandi. Hann keppti í -120 kg flokki og endaði í 9.sæti með tölurnar 350-260-315 – 925 kg. langt frá sínu  besta.
Samkvæmt fréttum frá mótsstað versnuðu bakmeiðslin sem hafa verið að plaga hann strax í fyrstu beygju og komu í veg fyrir að hann gat sýnt sitt rétta andlit.
Við óskum honum góðan bata. Við viljum sjá Auðun aftur í góðu formi sem fyrst.

Sigurvegari í flokknum var Oleksiy Bychkov frá Úkraínu með 1067,5 kg.

Auðunn lyftir á morgun

Evrópumótið í kraftlyftingum lýkur á morgun með keppni í þyngstu karlaflokkunum. Meðal keppenda í fjölmennum flokki -120 kg er Auðunn Jónsson.
Keppnin hefst kl. 9.00 að íslenskum tíma og er hægt að fylgjast með á heimasíðu EPF. 
Margir sterkir keppendur eru skráðir til leiks og von á harðri baráttu og aldrei að vita nema menn reyni við áður óskráðar þyngdir.

Við óskum Auðuni góðs gengis!

Góðar bætingar hjá Helgu og Maríu

IMG_20150507_143742-2Helga Guðmundsdóttir og María Guðsteinsdóttir kepptu á EM í dag og gerðu góða hluti. Báðar bættu persónulegan árangur sinn og settu ný íslandsmet í sínum flokkum.

Helga keppti í -63 kg flokki og lenti þar í 4.sæti með seríuna 170-115-175 – 460 kg. Það er 20 kg bæting í samanlögðu og nýtt íslandsmet. Hún fékk 7 gildar lyftur og átti góða innkomu á sínu fyrsta alþjóðamóti.

María keppti í -72 kg flokki og lenti í 5.sæti með 175-115-187,5 – 477,5 kg sem er persónuleg bæting um 5 kg. Bekkurinn og réttstaðan eru ný íslandsmet.
María hefur keppt á meira en 20 alþjóðamótum og er meðal reyndustu íþróttamanna landsins, og er enn að bæta sig.

Við óskum þeim til hamingju með árangurinn og metin!

Helga og María lyfta fimmtudag

Á morgun, fimmtudag, fer fram keppni í -63 og -72 kg flokkum kvenna á EM í Þýskalandi, en þar keppa tvær íslenskar konur.
Helga Guðmundsdóttir, bikarmeistari KRAFT 2014, keppir í -63 kg flokki á sínu fyrsta alþjóðamóti. María Guðsteinsdóttir keppir í -72kg flokki, á sínu 21.alþjóðamóti.

Bein útsending frá mótinu er á heimasíðu EPF, en þær hefja keppni klukkan 10 að íslenskum tíma.
Við óskum þeim báðum góðs gengis.

EM framundan

Entwurf Logo EM 2015-für T-ShirtÁ miðvikudaginn hefst Evrópumeistaramótið í kraftlyftingum í opnum flokki í Þýskalandi. Þrír keppendur eru frá Íslandi, María Guðsteinsdóttir og Helga Guðmundsdóttir í kvennaflokki og Auðunn Jónsson í karlaflokki.
Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir sem var skráð á mótið þurfti því miður að hætta við vegna meiðslna.

Helgi Hauksson og Klaus Jensen munu dæma á mótinu.