ÍM ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum um helgina

Næstu helgi, nánar tiltekið laugardaginn 30. júlí, fer fram Íslandsmeistaramót ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum. Mótið er haldið í húsakynnum KFA í Sunnuhlíð á Akureyri og er hluti af Íslensku sumarleikunum.

Tímaplan og skipting holla:

Holl A – Konur – Allir aldursflokkar
Holl B – Karlar – sub-jr
Holl C – Karlar – jr og öldungar

Vigtun klukkan 11:00.
Keppni klukkan 13:00.
Tæknifundur klukkan 19:00 kvöldið áður.

Keppendur.

Tímamótasamningur fyrir íþróttafólk.

Í dag var undirritaður samningur um stóraukin fjárframlög ríkisins til Afrekssjóðs Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Þetta eru mikil gleðitíðindi fyrir íþróttir á Íslandi því um tímamótasamning er að ræða. Framlagið mun hækka í áföngum úr 100 milljónum á fjárlögum síðasta árs í 400 milljónir á næstu þremur árum. Til að fagna þessum áfanga mættu fulltrúar ÍSÍ, ráðamenn, þjálfarar og afreksíþróttamenn sérsambandanna, á athöfn sem fram fór við húsakynni ÍSÍ. Við óskum íþróttafólkinu okkar til hamingju með þetta og vonum að þessi stuðningur komi sér vel til að ná settum markmiðum.

 

ÍM ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum – skráning hafin

Skráning er hafin á Íslandsmeistaramót ungmenna og öldunga í klassískum kraftlyftingum sem fram fer á Akureyri 30. júlí nk. Skráningarfrestur er til miðnættis 9. júlí. Keppnisgjald er 6500 kr og skal greitt í síðasta lagi 16. júlí til að skráning taki gildi.
Til að vera hlutgengur á mótið þar keppandi að hafa verið skráður iðkandi í Felix í a.m.k. 3 mánuði fyrir mót.

Eyðublað (docx)

Birgit hafnaði í sjötta sæti

Birgit Rós Becker á HM í klassískum kraftlyftingum2016Birgit Rós Becker lauk í nótt keppni á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem stendur yfir í Killeen, Texas í Bandaríkjunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Birgit keppir á heimsmeistaramóti. Hún keppti í öflugum -72 kg flokki og náði þar sjötta sætinu í samanlögðum árangri með 400 kg, sem er einnig nýtt Íslandsmet.

Birgit átti góðan dag á keppnispallinum í Killeen, þar sem hún fékk 8 af 9 tilraunum sínum dæmdar gildar. Í hnébeygju lyfti hún mest 162,5 kg sem er nýtt Íslandsmet og 10 kg bæting á hennar besta árangri. Í bekkpressu lyfti hún mest 75 kg í annarri tilraun, en aflið var ekki alveg á réttum stað þegar hún reyndi við 77,5 kg í þeirri þriðju. Í réttstöðulyftu tók Birgit einnig út 10 kg bætingu (á klassísku móti), með 162,5 kg lyftu í þriðju tilraun. Hún hafnaði í sjötta sæti með 400 kg í samanlögðum árangri, sem er nýtt Íslandsmet og 22,5 kg bæting á hennar eigin árangri í klassískum kraftlyftingum.

Sigurvegari í flokknum varð Bandaríkjamaðurinn Kimberly Walford með 522,5 kg, en Kimberly er sem stendur í öðru sæti í stigakeppninni.

Dagfinnur hefur lokið keppni á HM í klassískum

Dagfinnur Ari Normann hefur nú lokið keppni á Heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem fram fer í Killeen, Texas. Dagfinnur keppti í -83 kg flokki unglinga, en þar mættu honum margir öflugir lyftarar. Hnébeygjan gekk ekki nógu vel og náði hann aðeins opnunarlyftunni, 200 kg, gildri. Betur gekk í bekkpressunni, en þar náði hann að bæta Íslandsmetið í opnum flokki með öruggri 160 kg lyftu í annarri tilraun. Í réttstöðulyftunni fékk Dagfinnur svo allar lyftur gildar og endaði á 232,5 kg. Hann hafnaði í 12. sæti með 592,5 kg í samanlögðum árangri. Sigurvegari flokksins var Bandaríkjamaðurinn Brandon Mose sem tók 736,0 kg og bætti heimsmet unglinga í réttstöðulyftu með 311,0 kg.

Dagfinnur keppir í dag

dagfinnurHeimsmeistaramótið í klassískum kraftlyftingum stendur nú yfir í Killeen, Texas. Þriðji keppandi Íslands til að stíga á keppnispallinn í Killeen verður Dagfinnur Ari Normann. Dagfinnur mun keppa í sterkum og fjölmennum -83 kg unglingaflokki. Keppni í -83 kg fl. fer fram á palli 1 og hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

Bein útsending frá mótinu.

Á morgun hefst svo keppni í opnum aldursflokki, en þá mun Birgit Rós Becker keppa í -72 kg flokki.

Laufey með brons og Íslandsmet

Laufey Agnardóttir með gull í bekk í M1 á HMKLaufey Agnarsdóttir lauk keppni í -84 kg öldungaflokki I (M1) á HM í klassískum kraftlyftingum í nótt. Laufey átti góðu gengi að fagna með 7 gildum lyftum af 9. Í hnébeygju lyfti hún mest 130 kg og í bekknum náði hún bekkpressugullinu með 85 kg, en báðar lyftur eru ný Íslandsmet í M1. Í réttstöðulyftunni jafnaði hún svo hennar eigin Íslandsmet í M1 með 150 kg. Samanlagður árangur hennar, 365 kg, landaði henni bronsverðlaununum og nýju Íslandsmeti í opnum flokki!

Dagmar hefur lokið keppni og Laufey keppir á morgun

Dagmar Agnarsdóttir og stuðningsfólk eftir HMK M3 2016Sigríður Dagmar Agnarsdóttir hefur lokið keppni á HM í klassískum kraftlyftingum. Hún keppti í -57 kg öldungaflokki III. Dagmar átti góðan dag á keppnispallinnum og fékk allar lyftur sínar dæmdar gildar, tók 82,5 kg í hnébeygju, 42,5 kg í bekkpressu, 115 kg í réttstöðulyftu og hafnaði í þriðja sæti með 240 kg í samanlögðum árangri. Hún bætti þar með Íslandsmet öldunga I og II í hnébeygju, bekkpressu, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri. Réttstöðulyftan var að auki bæting á metinu í öldungaflokki I.

Á morgun keppir svo Laufey Agnarsdóttir í -84 kg öldungaflokki I (M1). Hópur Laufeyjar, 72-84+ kg M1, hefur keppni kl. 22:00 á palli 1.

Bein útsending frá mótinu.